Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 19
Fréttir 19 Helgarblað 11.–13. janúar 2013 Varúð, níðingur gengur laus n Brjóta á börnum í skjóli þagnar og úrræðaleysis n Ráðaleysið algjört n Barnaníðingur á reynslulausn bjó hjá grunlausri barnafjölskyldu Handtekinn í vikunni n Roy Svanur Shannon, nú Gunnar Jakobsson Árið 1992 var Roy Svanur Shannon kærður fyrir að áreita barnungar stúlkur kynferðislega í sumarhúsi í Húsafelli árið 1991. Málið var fellt niður árið 1994. Það var þó tekið aftur upp árið 1997 þegar Roy Svanur var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn sex barnungum stúlkum. Var hann jafnframt fundinn sekur um að hafa framleitt barnaklám og dreifa því á netinu auk þess sem hann var dæmdur fyrir vörslu á gífurlegu magni af barnaklámi. Sum kynferðisbrotin hafði hann tekið upp. Dómurinn var sá þyngsti sem hafði fallið í barnaníðingsmáli hér á landi en fyrir dómi viðurkenndi Roy Svanur barnagirnd sína og sagði að hún hefði byrjað á unglingsárunum. Taldi hann aðeins lyfjameðferð hjá lækni koma í veg fyrir endurtekin brot. Í geðmati kom fram að hann gerði sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og virtist trúa því að athæfi hans ylli börnunum ekki skaða. Á meðan Roy Shannon beið dóms og var vistaður í gæsluvarðhald á Akureyri varð hann uppvís að því að vera með barnaklám í tölvu sinni og framdi þar með annað brot innan veggja fangelsisins. Áður en Roy Shannon var fundinn sekur um brotin fyrir norðan hafði hann flúið frá Stykkishólmi þegar sá grunur vaknaði að ekki væri allt með felldu í samskiptum hans við börnin í bæjarfélaginu. Eftir afplánun dómsins flutti hann til útlanda, breytti nafni sínu í Gunnar Jakobsson og flutti aftur heim þar sem hann leigði sér hús skammt frá heimili systursonar síns, en sá hafði í tæpan áratug haft börn í fóstri. Árið 2012 komst upp að Gunnar hafði haft aðgang að fósturheimilinu þar sem börn voru vistuð af hálfu barnaverndaryfirvalda. Það var að- eins fyrir tilviljun að nágranni fósturforeldranna sem hafði starfað sem fangavörður bar kennsl á Gunnar. Eftir að upp komst um málið var Gunnar í símaviðtali við Útvarp Sögu þar sem hann viðurkenndi að vera haldinn barnagirnd og sagði meðal annars: „Það hefur aldrei nokkurn tímann, nokkurt barn eða unglingur og reyndar ekki kona heldur, aldrei sagt við mig, stoppaðu, hættu, ekki gera þetta, má ekki gera þetta eða nokkuð í þá áttina, aldrei nokkurn tímann.“ Þar var einnig greint frá því að tvær stúlkur hefðu sakað Gunnar um að hafa áreitt sig og elt. Stjúpfaðir annarrar stúlkunnar sagðist hafa tilkynnt málið til lögreglu en ekkert hefði verið aðhafst fyrr en hálfu ári síðar. Gunnar þvertók fyrir að hafa elt stúlkurnar en sagði þó að ein stúlka, sem var vön því að koma í helgardvöl á fósturheimilið, hefði hætt því og útilokaði ekki að ástæðan gæti verið sú að hann hefði „gert eða sagt eitthvað“. Hann var handtekinn á föstudag vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á Suðurlandi. Harðlega gagnrýndir fyrir að nafngreina barnaníðing n Sigurbjörn Sævar Grétarsson Árið 2003 fjallaði DV um mál Sigurbjörns Sævars Grétarsson, húsvarðar í Grunnskólanum á Patreksfirði. Sigurbjörn hafði þá verið færður til Reykjavíkur grunaður um kynferðisglæpi gegn skóladrengjum. Húsvörð- urinn var vinsæll í bænum, hann hafði haft veg og vanda að því að sjá um félagslíf barnanna í bænum, sinnt forvarnastarfi, hafði verið í lögreglunni og unnið sem sturtuvörður í leikfimitímum. Sigurbjörn viðurkenndi að hafa misnotað unga drengi eftir að einn þeirra hafði sagt foreldrum sínum frá misnotkuninni og sex aðrir fylgdu í kjölfarið. „Fólk er slegið. Það treysti þessum manni,“ sagði séra Leifur Ragnar Jónsson, þáverandi sóknarprestur á Patreksfirði, í samtali við DV á þeim tíma. Upp komst um málið þegar tveir skólapiltar lentu í ryskingum á skólalóðinni. Sigurbjörn, sem var húsvörður, gekk þar í milli og ætlaði að færa annan drenginn með sér inn í skólann. Þá bar að eldri bróður drengsins sem hreinlega gekk af göflunum á skólalóðinni og hrópaði í sífellu að bróðir sinn mætti ekki fara með húsverðinum inn. Aðstoðarskólastjórinn varð vitni að þessari uppákomu og fór að spyrja drenginn af hverju hann hefði látið svona. Síðar um daginn sagði umræddur drengur foreldrum sínum allt af létta af samskiptum sínum og félaga sinna af húsverðinum og í kjölfarið var húsvörðurinn handtekinn. Mun kynferðislegt ofbeldi hans gagnvart drengjunum hafa falist í sjálfsfróun og sýningu klámfenginna mynda. Sigurbjörn var ákærður fyrir að níðast á sjö drengjum á aldrinum 12–14 ára á árunum 2002–2003. Hann var sakfelldur fyrir að níðast á fimm þeirra, dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til þess að greiða fórnarlömbunum samtals 2,4 milljónir í skaðabætur. Eftir að DV hóf að segja fréttir af manninum þá var blaðið gagnrýnt harðlega. „Við nafngreindum manninn, og fengum yfir okkur ótrúlega holskeflu af svívirðingum fyrir sálarmorð og mannorðsmorð og ég veit ekki hvaða morð önnur,“ segir Illugi Jökulsson um málið á Facebook síðu sinni en á þessum tíma var hann ritstjóri blaðsins. Hann þurfti á endanum að svara fyrir nafnbirtinguna í sjónvarpinu og sat þar undir skömmum frá þáverandi formanni Blaðamannafélagsins sem harðlega gagnrýndi nafnbirtinguna. Árið 2008 komst Sigurbjörn aftur í fréttirnar vegna bréfs sem hann sendi nágrönnum sínum en þá var hann nýlega fluttur í fjölbýlishús í Reykjavík. Nágrannar voru ósáttir við að hann byggi í húsinu og eftir að hann hafði flutt inn fengu börn ekki að vera ein á göngunum. Í bréfinu sagðist hann hafa íhugað að flytja. „Ég er samt hvergi velkominn og er þetta því mjög erfitt. Ég verð samt ekki mikið í þessari íbúð, er að fara erlendis á næstunni.“ Reyndi ítrekað að segja frá n Séra Georg og Margrét Müller Sumarið 2011 hófst mikil umfjöllun um níðingsverk séra August George og Margrétar Müller sem bæði störfuðu um hálfrar aldar skeið við Landakotsskóla. Séra George sem skólastjóri og Margrét sem kennari. Í Fréttatímanum birtist viðtal við mann sem sagði George hafa misnotað sig í æsku og í kjölfarið stigu fjölmargir aðrir fram og lýstu voða- verkum beggja, George og Margrétar, gegn sér. Athygli vakti að fjölmargir virtust vita til þess að þau væru umdeild fyrir ýmsar sakir og tugir barna höfðu lent í þeim. Kona að nafni Iðunn Angela steig fram og sagði frá því að George hefði misnotað hana þegar hún var nemandi í Landakotsskóla. Faðir hennar fór á fund ráðamanna kirkjunnar og sagði af atvikinu en ekkert var gert. Iðunn Angela reyndi ítrekað í gegnum árin að segja frá voðaverkunum en fékk engan hljómgrunn innan kirkjunnar. Valgarður Bragason braut rúður í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfjöllunarinnar. Það blossaði upp í honum reiði vegna þess að hann áttaði sig á því að hann hefði lent í því sama og lýst var í blaðinu. Hann var reiður yfir því hversu margir vissu af því að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í skólanum en enginn hefði gert neitt. „Ég dúndraði bara steinum í húsið því ég var reiður yfir því að enginn væri búinn að gera neitt. Ég ætlaði inn og var búinn að ná að smalla upp hurðinni og þá kom löggan. Sem betur fer kannski bara.“ Í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um þau séra George og Margréti þá var stofnuð rann- sóknarnefnd af kaþólsku kirkjunni. Nefndin skilaði frá sér skýrslu á haustmánuðunum 2012 þar sem kemur fram að þöggun hafi átt sér stað innan kirkjunnar vegna brotanna en vitað er að nokkrir höfðu reynt að segja frá brotum tengdum þeim George og Margréti en ekkert var að gert. Fyrsta kynferðisbrotið sem talað er um í skýrslunni átti sér stað 1956 en það síðasta 1988 auk þess sem fjölda margir aðrir hafa talað um andlegt og líkamlegt ofbeldi auk kynferðisofbeldisins. Drengirnir fengu bætur n Gísli Hjartarson 10. janúar 2006 birti DV frétt um að tveir Ísfirðingar hefðu kært kennarann Gísla Hjartarson fyrir kynferðisofbeldi sem þeir sögðu hann hafa beitt þá á heimili hans þegar þeir voru unglingar. Mennirnir höfðu lagt fram kæru á hendur manninum og lögregla hafði hafið rannsókn á málinu. Í fréttinni sagði einnig að fleiri menn hygðust leggja fram kæru á hendur Gísla en um árabil höfðu gengið sögur í bænum um ofbeldi hans gegn unglingspiltum. Elsti maðurinn sem íhugaði að kæra Gísla var 32 ára og því nokkur ár síðan brotið hafði átt sér stað. Áður en blaðið kom út framdi Gísli sjálfs- víg og því var rannsókn málsins hætt. Óeirðaralda reis gegn DV og sumir gengu svo langt að segja að fjölmiðillinn hefði drepið Gísla. Deilt var um það hvort Gísli hefði séð forsíðuna áður en hann fyrirfór sér. Á tveimur dögum skrifuðu 32 þúsund manns undir undirskriftalista þar sem ritstjórnarstefnu blaðsins var mótmælt og heimtað að henni yrði breytt. Tveimur árum eftir að fréttin birtist var mönnunum tveimur, sem höfðu lagt fram kæru, úthlutað hæstu mögulegu skaðabótum frá Bótanefnd ríkisins, en þeir höfðu líka mætt mótlæti vegna málsins. Í úrskurði bótanefndar- innar segir að unnt sé að slá því föstu að umsækjendurnir hafi verið misnotaðir kynferðislega. Annar mannanna sem var beittur ofbeldinu sagði í samtali við Vísi af þessu tilefni að hann liti á þetta sem uppreisn æru hvað sig varðaði. „Það voru margir sem tóku sveig á leið sína þegar þeir mættu mér þegar þetta mál var í hámæli,“ sagði hann og tók fram að hann hefði aldrei verið hræddur að ræða það sem gerðist enda vissi hann að hann hefði ekki gert neitt rangt. Strítt vegna ofbeldisins n Stefán Ásbjörnsson Faðir Thelmu Ásdísardóttur misnotaði hana og systur hennar þrjár alla þeirra barnæsku en Thelma sagði frá raunum þeirra systra í bókinni Myndin af pabba árið 2004. Stefán seldi öðrum barnaníðingum aðgang að dætrum sínum sem máttu þola gróft ofbeldi og misnotkun til margra ára. Fjölskyldan bjó í Hafnarfirði og var það altalað í bænum að einkennilegir hlutir ættu sér stað í þessu húsi en enginn gerði neitt. Jafnvel þótt faðir Thelmu hefði verið dæmdur fyrir að níðast á börnum. „Sjálfur get ég vitnað um að gula húsið við Hringbraut var alræmt en þarna átti ég leið hjá daglega alla mína barnaskólagöngu. En enginn aðhafðist neitt þó svo að öllum mætti ljóst vera að þar var ekki allt með felldu. Ekki foreldrar í nágrenninu. Yfirvöld brugðust algerlega og leigubílstjórar, sem voru að aka um með dauðadrukkinn manninn og dætur hans um nætur í vafasöm hús spurðu engra spurninga. Megi sú samfélagsgerð sem byggir á því að afskiptaleysi sé dyggð heyra sögunni til,“ sagði Jakob Bjarnar Grétarsson í ritdómi um bókina á sínum tíma. Thelma segir frá því í bókinni að skólafélagar hennar hafi meðal annars strítt henni á því að pabbi hennar væri alltaf að ríða henni og hún þurft að þola gróft einelti vegna þessa. Allir virtust vita að eitthvað einkennilegt ætti sér stað í húsinu en enginn gerði neitt. Nauðgaði undir eftirliti lögreglu n Sigurður Jónsson Í júní 2005 var Sigurður Jónsson dæmdur í árs fangelsi fyrir að misnota tvo pilta. Rétt áður en hann átti að hefja afplánun dómsins nauðgaði hann 17 ára pilti ásamt öðrum manni. Málið vakti mikinn óhug þar sem lögreglan fylgdist með Sigurði á þessum tíma og varð vitni að því þegar hann fór með piltinn inn á gistiheimilið þar sem nauðgunin átti sér síðan stað. Lögreglan aðhafðist ekkert á meðan þar sem ekki þótti rökstuddur grunur hjá lögreglu um að þarna ætti sér stað nauðgun. Eftir að Sigurður var búinn að afplána dóm sinn flutti hann í barnablokk í Írabakka í Reykjavík, þar sem hann fékk úthlutaða íbúð en nágrannar þar sögðust í samtali við DV vera afar ósáttir við það og á endanum flutti Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.