Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 20
20 Erlent 11.–13. janúar 2013 Helgarblað M ikil hitabylgja er nú í Ástr­ alíu og óttast yfirvöld að hitinn á ákveðnum svæð­ um geti farið í allt að 50 gráður um og eftir helgi. Til marks um hitann sem verið hef­ ur síðustu daga má geta þess að fjór­ ir heitustu dagarnir frá upphafi mæl­ inga í Ástralíu hafa verið á árinu 2013 sem er nýbyrjað. „Það leikur enginn vafi á því að um mjög afbrigðilega hitabylgju er að ræða,“ segir David Jones, yfirmaður áströlsku veðurstof­ unnar. Ekkert lát virðist vera á hita­ bylgjunni og er gert ráð fyrir mikl­ um hita á stórum svæðum landsins í næstu viku. 43 stiga hiti Á þriðjudag náði hitinn í höfuð­ borginni 36 gráðum og í fjölmenn­ ustu borg Ástralíu, Sydney, náði hitinn 43 gráðum. Það er þó ekki í stórborgum landsins sem ástandið er verst því skógareldar hafa verið fylgifiskur hitabylgjunnar undan­ farna daga. Þeir hafa geisað á strjál­ býlum svæðum landsins og á eyj­ unni Tasmaníu sem er suður af meginlandi Ástralíu hafa þeir gert fjölskyldum lífið leitt. Heimili hjón­ anna Tammy og Tims Holmes varð eldi að bráð í vikunni en minnstu mátti muna að mun verr færi. Fimm barnabörn hjónanna, á aldrinum tveggja til ellefu ára, voru í heimsókn þegar eldhafið gleypti hús þeirra og áttu þau fótum sínum fjör að launa eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hjónin fóru með barnabörn sín á eina staðinn sem þau töldu öruggan – í lítið vatn sem stendur við heimili þeirra. Þar biðu þau í tvo tíma þar til slökkviliðsmenn komust á staðinn og björguðu þeim. „Við reyndum að aðstoða börnin svo þau önduðu ekki að sér reyk. Súrefnið var orðið af mjög skornum skammti,“ sagði Tim en þau héldu sér í bryggju sem liggur út í vatnið. Eldtungurnar teygðu sig í bryggjuna sem varð til þess að þau urðu að færa sig lengra út í vatnið. Þó svo að húsið sem Tim byggði sjálfur sé nú farið segist hann ánægðastur með að fjölskylda hans hafi sloppið heilu og höldnu. Hitinn langt yfir meðaltali Þrjátíu og fimm þúsund slökkvi­ liðsmenn eru í viðbragðsstöðu í Queensland­fylki í norðaustur­ hluta landsins en fylkið er það næststærsta og þriðja fjölmenn­ asta í Ástralíu. Meðalhiti í Ástralíu á mánudag var 40,33 gráður og er það heitasti dagurinn frá upphafi mæl­ inga. Fyrra metið var 40,17 gráður og hafði það hitamet staðið frá árinu 1972. Meðalhiti í landinu á þriðju­ dag var örlítið lægri en á mánudag, eða 40,11 gráður. Örlítið svalara var í veðri á miðvikudag og fimmtu­ dag en þrátt fyrir það verður áfram mjög heitt í veðri. Þá gera langtíma­ spár ráð fyrir að hitinn þetta sumar­ ið í Ástralíu verði langt yfir meðaltali sem aftur eykur hættuna á skógar­ eldum. „Þetta verður mjög krefjandi fyrir slökkviliðsmenn,“ segir Jones hjá áströlsku veðurstofunni. Misstu allt sitt Engin dauðsföll höfðu verið staðfest um miðja vikuna en nokkurra er þó saknað eftir að 90 heimili urðu skógar­ eldum að bráð í bænum Dunalley í Tasmaníu í síðustu viku. Í Tasmaníu hafa hátt í 200 heimili brunnið til kaldra kola. „Hérna er fólk sem hefur misst allt sitt,“ sagði Lara Giddings, æðsti embættismaður Tasmaníu, á hjálparstöð sem komið hefur verið upp á eyjunni. Bændur hafa einnig orðið fyrir gríðarlegu tjóni og er talið að sauðfé og nautgripir í þúsundatali hafi drepist í skógareldunum. n n Hitabylgja og skógareldar í Ástralíu n Fjölmargir hafa misst heimili sitt „Hérna er fólk sem Hefur misst allt sitt“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hitabylgjan í Ástralíu Eldur allsstaðar Hér sést undan hverju fjölskyldan flýði. Eldtungurnar teygðu anga sína víða með tilheyrandi reyk. Komust í skjól Tammy sést hér með fimm barnabörnum sínum en þau leituðu skjóls í litlu vatni við heimili sitt í Tasmaníu. Gott starf fyrir adrenalínfíkla Ferðaþjónustufyrirtækið First Choice, sem rekur SplashWorld­ vatnsleikjagarðana, hefur auglýst til umsóknar starf sem líklega er draumastarf margra. Þeir sem sækja um þurfa að vera reiðu­ búnir að ferðast um allan heim og prófa vatnsrennibrautir fyrirtæk­ isins. Ekki er um neitt sjálfboða­ starf að ræða því sá sem fær starfið fær greitt sem samsvarar rúmum fjórum milljónum króna fyrir sex mánaða samning. Tommy Linch sinnti umræddu starfi í fjögur ár og segir hann að um besta starf í heimi sé að ræða. „Þetta gat samt verið erfitt því stundum var kalt í veðri en að öðru leyti var þetta frá­ bært,“ segir hann. Lynch, sem er 33 ára, er frá Liverpool á Englandi en hann ákvað að segja starfi sínu lausu fyrir annað starf sem ekki krefst jafn mikilla ferðalaga. Hann segir að rennibrautarferðirnar á undanförnum árum séu mörg þúsund talsins. Fær einn og hálfan milljarð Breskri konu Clare Scott, móður 14 ára drengs sem hlaut heilaskaða vegna læknamistaka í fæðingu, hafa verið dæmdar tæp­ lega 1.500 milljónir króna í bætur. Sonur hennar, Charlie, lamaðist vegna mistaka sem gerð voru og hefur hann verið í hjólastól alla ævi. „Bæturnar veita okkur ákveðið öryggi en þær bæta ekki upp fyrir fötlun hans,“ sagði Clare í samtali við breska fjölmiðla eft­ ir að dómurinn var kveðinn upp. Hún segist ætla að nota bæturnar til að kaupa nauðsynlegan hjálp­ arbúnað fyrir son sinn og tryggja að hann fái góða þjónustu það sem eftir er. Hættulegir flækings- hundar Yfirvöld í Mexíkó rannsaka nú hvort flækingshundar hafi ný­ lega orðið fjórum einstaklingum í Mexíkóborg, þar á meðal móður og barni, að bana. Bitsár fundust á líkunum og hafa 25 flækings­ hundar sem höfðust við í Cerro de la Estrella­skóglendinu í útjaðri Mexíkóborgar verið gómaðir. Líkin fundust skammt frá svæð­ inu. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að bitsár sem fundust á líkunum gefi til kynna að allt að tíu hundar hafi ráðist á fólkið. Talið er að fólkið hafi látist á tímabilinu frá 29. desember til 5. janúar. Talið er að allt að 120 þús­ und flækingshundar hafist við á götum Mexíkóborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.