Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 50
50 Fólk 11.–13. janúar 2013 Helgarblað B ritney Spears mun að öll- um líkindum ekki mæta aft- ur í dómarasæti í nýrri ser- íu The X Factor. Samt sem áður virðist poppprinsessan ætla halda sig við sjónvarp. Heimild- ir slúður miðilsins RadarOnline herma að Britney sé í viðræðum við sjónvarpsþáttaframleiðendur varðandi nýjan sjónvarpsþátt með henni í aðalhlutverki. RadarOn- line hefur það eftir föður Britney, Jamie, að eigin þáttur í sjónvarpi sé nákvæmlega það sem söngkonuna vanti – Britney verði að hafa mikið að gera og hafa miklar og strangar reglur í kringum sig til að funkera sem best. Á liðnu ári hefur frægðarsól Lenu Dunham risið hratt og mikið hefur verið um hana fjallað. En hún hefur ekki alltaf siglt lygnan sjó ef marka má viðtal við hana í V Magazine. „Frá því ég var í leikskóla og eftir það vissi ég ekki hvernig ég átti að vera í kringum fólk,“ sagði Lena. „Fyrst var ég örsmár krakki sem átti ekki vini, síðan var ég þybbinn ung- lingur sem átti ekki vini. Ég vissi ekki hvernig ég átti að ná til fólks.“ Frelsuð úr fangelsi Dunham, sem hefur orðið þekkt fyrir sérviskulegan sjarma og hnyttni, seg- ir að heimssýn sín hafi markast af því hversu einangruð hún var. Í dag get- ur þessi unga kona hins vegar kallað sig rithöfund, leikstjóra og leikkonu og er dáð af umheiminum. Hún segist vera þakklát fyrir að hafa verið frelsuð úr fangelsi fallegra Hollywood-kvenna þar sem framinn snýst um útlitið. „Ég borðaði köku í morgunmatinn daginn sem Emmy- verðlaunin voru afhent. Ég borð- aði líka köku í kvöldmatinn og samt finnst mér að ég hafi litið betur út en fólk almennt bjóst við. Það var frá- bært, mér fannst ég öfunduð.“ Enginn lætur eins og asni Það má vera að Dunham hafi notið þess að fanga athygli allra á Emmy- verðlaunahátíðinni, en það var ekki í eina sinn sem útlit hennar varð umtalað. Henni er oft stillt fram sem andstæðu þeirra grindhoruðu í Hollywood og er yfir sig undrandi yfir öllum þeim fría tískufatnaði sem hún fær sendan vegna frægðar sinn- ar og segist ánægð með að enginn láti eins og asni og sendi föt í stærð fjögur. Krepputengd viðhorf ömmu Lena gantast svo með það í viðtalinu að hún gangi svo í sama fatnaðinum í marga daga í röð. Vegna þess að krepputengd viðhorf ömmu hennar hafi smitast yfir á hana og þannig hafi hver flík sem hún hafi fengið senda til sín verið sú allra fallegasta sem hún hafði nokkru sinni átt. Aðdáendur þátta Lenu, Girls, hafa beðið nýrrar þáttaraðar með eftirvæntingu. En nú er biðin á enda. Fyrsti þáttur annarrar þáttaraðar verður sýndur á sunnudag. Britney í eigin þætti n Britney mætir ekki aftur í The X Factor KaKa á morgnana og KaKa á Kvöldin n Lena er ekki í prísund fallegra kvenna í Hollywood Átti ekki vini Lena Dunham segist ekki hafa átt vini sem barn og unglingur og hún hafi verið einangruð. Í dag dáist fólk að sérviskulegum sjarma hennar. Hún þótti sérlega glæsileg á Emmy verðlaunaafhendingunni á síðasta ári. P úkinn í Charlie Sheen virð- ist hafa snúið aftur því sam- kvæmt heimildum TMZ hef- ur leikarinn tekið upp fyrri lífstíl sem eins og margir muna varð til þess að hann var rekinn úr Two and a Half Men. Nýjustu frétt- ir af vandræðagemsanum herma að hann sé nú kominn með nýja kærustu, klámmyndaleikkonuna Georgiu Jones. Sheen, sem er 47 ára, og Jones, sem er 24 ára, sáust fyrst opinber- lega saman um síðustu helgi í Mexíkó þegar leikarinn var viðstaddur opnun nýs skemmtistaðar í hans eigu. Sam- kvæmt heimildum TMZ hefur parið þó búið saman í villu leikarans frá því í október. Sheen hefur verið iðinn við kolann síðan hann sleit síðasta ástarsam- bandi sínu, við klámmyndaleikkon- una Bree Olson, sem hann hætti með í gegnum sms-skilaboð. Nýja kærastan í klámmyndum n Charlie Sheen samur við sig Kossaflens Þessi mynd náðist af parinu á dögunum. Kærastan Nýja kærastan heitir Georgia Jones og er 24 ára klámmyndaleikkona. Kökuát á klósetti Lenu Dunham er gjarnan stillt upp sem andstæðu grindhoraðra kvenna í Hollywood sem treysta á útlitið fyrir frama sinn. Hún treystir á hæfileika sína og fær sér eins mikið af kökum og hún vill. Hér er Lena á frægri mynd þar sem hún stillir sér upp nakin á klósetti við kökuát. J ustin Bieber og Selena Gomez eru hætt saman – aftur. Samkvæmt heimild­ um US Weekly er það nú til frambúðar en hið unga par hef­ ur átt í erfiðleikum um hríð. Þau höfðu ætlað að eyða áramótunum saman í Puerta Vallarta í Mexíkó en sú samvera fékk skjótan endi þegar Gomez ákvað að fljúga heim til Los Ang­ eles þann 30. desember. „Þau rifust heiftarlega, eins og oft áður, og Selena mun ekki fyrir­ gefa honum,“ hefur US Weekly eftir heimildarmanni sínum. Þá kemur fram að svo virðist sem þeim sé alvara með sambands­ slitunum að þessu sinn. Gomez var með vinum sínum yfir ára­ mótin á meðan Bieber var með rapparanum Lil Twist á klúbbi í Los Angeles. n Selena Gomez fór í kjölfar rifrildis Hætt saman, einu sinni enn Stjörnuparið Á meðan allt lék í lyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.