Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 34
34 11.–13. janúar 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Nálgunarbann nauðsynlegt“ „Þetta er kvikmynd um þig“ Handbók hrekkjalómsins Logi Bergmann Eiðsson Life of Pi Ang Lee S ýning Borgarleikhússins á leikgerð skáldsögunn- ar Músum og mönnum eftir John Steinbeck er á heildina litið vel heppnuð. Sagan er auðvitað klassísk enda er hún lesin í skólum víða um lönd og þekkja hana margir. Svo hjartnæm er hún og sorgleg að hún á líklega heima á listum yfir 50 bestu skáld- sögur liðinnar aldar. Borgarleikhúsið hefur því afar góðan efnivið í höndunum sem far- ið er nokkuð vel með en sem hægt hefði verið að nota enn betur ef ákveðnum lykilatriðum í sögunni hefði ekki verið breytt án sýnilegrar ástæðu. Leikstjóri verksins, Jón Páll Eyjólfsson, hefur sagt frá því í við- tali í Mogganum að hann hafi vilj- að færa söguna nær okkur í tíma og að ekki hafi verið lykilatriði að halda í sögulegt samhengi verksins. „Það er auðvelt að taka vegið með- altal með klassískt verk og stíla inn það sem áhorfendur vilja örugg- lega sjá, en við höfum valið að taka áhættuna.“ Sögulegt samhengi Bókin var gefin út árið 1937 í krepp- unni miklu í Bandaríkjunum og segir frá farandverkamönnunum George og Lenny. Þeir ferðast á milli staða í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna og vinna verka- mannavinnu. George og Lenny eru öreigar en láta sig dreyma um að geta nurlað saman aur með tíð og tíma til að geta keypt sér lítinn jarðarskika og lifað á landsins gæð- um. George er eðlisgreindur og ráða- góður og hugsar um og fyrir félaga sinn Lenny sem líklegast myndi kallast „seinfær“ á nútímamáli – í bókinni er hann á nokkrum stöðum sagður vera „klikkaður“ eða „geð- veikur“ – en er hamhleypa til vinnu sökum mikils líkamlegs styrks. George er stöðugt að segja Lenny frá því hvernig líf þeirra mun breyt- ast þegar þeir verða eigin herrar og er hinum síðarnefnda haldið gang- andi með þessum draumi, líkt og barni. Þeir lenda á stórum bónda- bæ við borgina Soledad og gerist sagan á því búi. Ólafur Darri sannfærandi Ólafur Darri Ólafsson leikur erf- iðasta og mikilvægasta hlutverkið í sýningunni. Hann túlkar blíða einfeldninginn Lenny á sannfær- andi hátt – gott ef hann er kemst ekki bara með tærnar þar sem John Malkovich var með hælana í eftirminnilegri kvikmyndagerð sögunnar fyrir allmörgum árum. Ólafur Darri hefur stærðina – hann er vörpulegur maður – og hæfileik- ana til að skila hlutverki Lennys vel frá sér. Lenny er eins og stórt, lítið barn sem hugsar um fátt annað en að fá að snerta eitthvað mjúkt eins og kanínur, mýs, hvolpa, fataefni og kvenmannshár. Ólafur Darri kemur vel frá sér þeim einfeldnislegu svip- brigðum sem meðal annars ein- kenna hlutverk Lennys í verkinu og túlkar það vel þegar Lenny er sár, glaður, reiður eða inn í sig. Hann ber sýninguna í Borgarleikhúsinu uppi. Hilmar Guðjónsson leikur George og er hlutverk hans ekki eins áhugavert eða krefjandi og hlutverk Lennys og kallar þar af leiðandi ekki á eins mikil tilþrif. George er hefð- bundinn maður í flestum skiln- ingi, ef frá má telja undarlega föð- urlega umhyggju hans og góðvild í garð Lennys – starfsmenn býlis- ins skilja ekki hvað George gengur til með að burðast með Lenny með sér í stað þess að hugsa bara um eigin hag. Ekki er að sjá að George hafi neina persónulega hagsmuni af því að gæta Lennys þó hann stilli sambandi þeirra upp þannig að þeir gæti hvors annars þegar hann lýsir sambandi þeirra við Lenny. George gætir Lennys en ekki öfugt og gerir hann það að því er virðist af stakri manngæsku: Hann telst því góður maður; hetja sögunnar. Túlkun Hilmars á George er fum- laus en að mínum dómi hefði sjálf- sagt verið betra að hafa eldri leik- ara í þessu hlutverki sem verið hefði meira sannfærandi sem þessi lífsreyndi, klóki en jafnframt góði maður; Hilmar er full strákslegur í hlutverkið. Aðrir leikarar skila sínu vel enda ekki um að ræða mjög eftirtektar- verðar persónur. Það er kannski helst Candy, sem leikinn er af Theódóri Júlíussyni, sem sýnir eft- irminnileg tilþrif enda býður hlut- verk hans upp á það vegna þeirra tilfinninga sem lógun hunds hans skilur eftir sig. Við leik annarra er það helst gagnrýnivert að eigin- kona Candys, Álfrún Örnólfsdóttir, er ekki mjög sannfærandi sem tál- kvendið sem hún á að vera; Álfrún er helst til stelpu- og sakleysisleg í hlutverkið. Spennan út af breytingunum Í bókinni birtast margir af sam- félagslegum fordómum þess tíma, aðallega fordómum hvítra karl- manna í garð þeldökkra, kvenna og annarra sem eru „öðruvísi“ en gengur og gerist. Á búinu er starf- andi þeldökkur maður, Crooks, sem kallaður er „niggarinn“ á nokkrum stöðum í bókinni, en í leikverkinu í Borgarleikhúsinu er hann kallaður „útlendingurinn“. Crooks er haldið utan við samneyti við aðra menn á býlinu og er með kytru sína í hlöð- unni; hann er utangátta og er litið niður á hann. Staða „útlendingsins“ í leik- ritinu verður því miklu óljósari og skrítnari en í bókinni og nær áhorf- andinn ekki utan um eðli hans og stöðu. Af hverju er litið svona niður á hann? Er það af því að hann „útlendingur“? Er þá verið að reyna að endurspegla einhvern sam- félagslegan veruleika á Íslandi í dag eða á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar? Þessi breyting á hlutverki Crooks verður dálítið skrítin í leik- ritinu og býr til skekkju í verkinu sem er óþörf. Svipaða sögu má segja um hlut- verk eiginkonu Curleys. Nafn henn- ar kemur ekki einu sinni fram í bók- inni eða leikritinu og er hún bara kölluð „eiginkona Curleys“. Hún er eiginlega bara viðhengi Curleys en ekki sjálfstæður einstaklingur og tala starfsmenn býlisins um hana af mikilli lítilsvirðingu, sem gálu og glennu og annað í þeim dúr. Í leikritinu í Borgarleikhúsinu er eitt atriði þar sem hún kemur inn á sviðið með gettóblaster og byrjar að dansa, drukkin, við popp, rokk og einhverja danstónlist, á meðan hún talar við Lenny, Crooks og ein- henta öldunginn Candy. Í atriðinu verkar tónlistin og framhleypni eig- inkonu Curleys á áhorfandann eins og það sé miklu nær okkur í tíma en margt annað sem er í verkinu, sem leiðir til þess að spenna mynd- ast á milli stöðu „eiginkonu Cur- leys“ sem helbers viðhengis manns og þess aukna kvenfrelsis sem rík- ir á okkar tímum á Vesturlöndum. Kúgun Curleys og drottnun yfir konu sinni er í nokkurri andstöðu við þetta enda var skáldsagan skrif- uð á allt öðrum tíma og fyrir allt annað sögusvið. Fyrir vikið verður til spenna á milli karaktersköpunar Steinbecks, sem vissulega byggði á hugmyndum hans tíma, og þeirra breytinga sem gerðar eru á bókinni í leikgerðinni. Það eru svona breytingar á verk- inu sem kalla á helstu vandamálin og gagnrýnina á þessari sýningu Borgarleikhússins á Músum og mönnum. Fyrir vikið verða til spurningar um verkið sem eru óþarfar og ekki hefðu þurft að koma fram ef bókinni hefði verið fylgt. Stærsta vandamálið Stærsta vandamálið í sýningunni er hins vegar endirinn. Þeir sem ekki þekkja söguna en ætla á leik- ritið ættu ekki að lesa meira af þessari grein. Í bók Steinbecks er lokasenan sú magnaðasta í verkinu en henni er breytt talsvert í leikritinu. Senan þar á undan þar sem Lenny drepur eiginkonu Curleys fyrir slysni er önnur af lykilsenum verksins og tekst vel til með hana í leikritinu – vel er farið með samspil leiks og tónlistar þegar dramatísk músík byrjar að hljóma á mikilvægum punkti í samleik Lennys og eig- inkonu Curleys. Segja má að bók Steinbecks sé byggð upp í kringum þessar tvær senur og er lokasenan afleiðing af þeirri fyrri: Lenny eru öll sund lokuð eftir drápið á eigin- konu Curleys og Curley mun lík- lega annað hvort drepa hann sjálf- ur eða láta varpa honum í fangelsi eða á geðveikrahæli. Af einhverjum ástæðum er George látinn ganga í burtu – kannski eina tíu metra – frá hinum krjúpandi Lenny í leikritinu áður en hann skýtur hann með skamm- byssu til að forða honum frá verri örlögum. George skýtur Lenny því á færi og lítur Lenny á George áður en hann hleypir af líkt og hann viti af því að nú muni hann deyja. Ég hef rætt við aðra áhorfendur sem sáu leikritið og er tifinning þeirra Óþarfa áhætta Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leikrit Mýs og menn eftir John Steinbeck Höfundur: John Steinbeck. Þýðandi: Ólafur Jóhann Sigurðsson. Ný og endurbætt útgáfa eftir Jón Atla Jónasson og Jón Pál Eyjólfsson Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Hilmar Guðjónsson Sýnt í Borgarleikhúsinu „Annars er búið að breyta eðli sögunnar. Tíska og hönnun í mars Bráðlega lifnar verulega yfir borgarlífinu en Reykjavik Fash- ion Festival (RFF) mun fara fram í fjórða sinn samhliða Hönnunarmars dagana 14. til 16. mars 2013. „Mér finnst samstarf á milli Reykjavik Fashion Festival og Hönnunarmars í ár mjög spennandi. Í sameiningu mun- um við standa að stærsta tísku- og hönnunarviðburði ársins sem mun veita innblástur, hvetja til nýrra hugmynda, sköpunargleði og tækifæra,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF í frétta- tilkynningu. Spennandi innsýn í heim tísku Reykjavik Fashion Festival var stofnað árið 2009 og síðan þá hefur hátíðin verið vettvangur fyrir hæfileikaríka íslenska fatahönnuði. Markmið RFF er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifær- um sem í henni felast í dag. Fjöldi erlendra og innlendra fjölmiðla ásamt starfandi fólki í tískuiðnaðinum er boðið á hátíðina og gefst þeim tækifæri til að upplifa einstaka íslenska hönnun og kynnast hönnuðun- um sjálfum. Hátíðinni er einnig ætlað að veita áhugafólki inn- sýn í spennandi heim íslenskrar tísku. Tískuvaka Til viðbótar verður einnig haldin tískuvaka í Reykjavík. Styrktar- aðilar RFF í ár eru Icelandair, Icelandair Hotels, Reykjavíkur- borg, Icelandic Glacial Water og Elite Model Look á Íslandi; í sameiningu við Hörpu, tón- listar- og ráðstefnuhús, Now- fashion og Europcar. Fallegar myndir Þýski ljósmyndarinn Ruediger Glatz tók myndir á síðustu tískuhátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.