Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 18.–20. janúar 2013 Helgarblað myglusveppur.is ∑Þurrktæki:Draga úr raka og minnka líkur á að myglusveppurinn vaxi. ∑Lofthreinsitæki:Hreinsa gró úr loftinu og minnka óæskileg efni frá myglusveppum. ∑Rakastýrðar viftur: Fara sjálfar í gang ef rakastig er of hátt. íshúsið 566 6000 • www.ishusid.is Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn myglu Myglusveppir Kærður þrisvar fyrir barnaníð 3 „Ég er búin að vera ofboðs­ lega reið. Þetta er rosaleg sorg, að það sé einhver búinn að brjóta á barninu mínu svona,“ sagði móðir stúlku í DV á miðvikudag. Stúlk­ an brotnaði saman í skólanum árið 2011, þá 14 ára, og greindi frá því að hún hefði verið beitt kynferðisof­ beldi þegar hún var gestkomandi í sumarbústað nokkrum árum áður. Maðurinn, sem er lögreglumaður, var kærður og var þetta önnur kæran sem hann fékk á sig fyrir sams konar brot. Hann hefur nú fengið á sig þrjár kærur, allar fyrir kynferðisbrot gagn­ vart stúlkum undir 18 ára aldri. Langur brotaferill 2 Stefán Logi Sívarsson, sem á föstudag í síðustu viku var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað tæplega nítján ára stúlku, á langan afbrotaferil að baki. Hann hafði ásamt öðrum manni þvingað stúlk­ una til samfara og munnmaka. Stefán og bróðir hans, Kristján Markús, voru kallaðir Skeljagranda­ bræður í umfjöllun fjölmiðla en viðurnefnið er skírskotun til þess að þeir misþyrmdu manni á heimili sínu á Skeljagranda. Lögregla hafði fyrst afskipti af þeim árið 1992 en þá voru þeir 11 og 12 ára. Var það vegna þess að bræðurnir höfðu ráð­ ist á unga móður. Hreiðari stefnt 1 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi for­ stjóri Kaupþings, lét færa 120 millj­ óna skuld sína hjá Sparisjóði Reykja­ víkur og nágrenn­ is inn í einkahluta­ félag systur sinnar í seinni hluta september 2008. DV greindi frá þessu á miðvikudag. Lánið hafði verið veitt til kaupa á hlutabréf­ um í Kaupþingi og var Hreið­ ar Már skráður persónulega fyrir láninu og hlutabréfunum. Með gjörningnum losnaði Hreiðar Már við skuldina. Þrotabú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem stýrt er af félaginu Dróma, hefur stefnt Hreiðari Má út af málinu. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Endurgreiða styrkina með tekjum flokksins n Veðsetning Valhallar eftir hrunið 2008 n 18 milljónir endurgreiddar „Almennar rekstrar tekjur flokksins eru nýttar til endurgreiðslu styrkjanna. J ónmundur Guðmarsson, fram­ kvæmdastjóri Sjálfstæðis­ flokksins, segir að langtíma­ lán sem flokkurinn hefur tekið tengist ekki endurgreiðslu á styrkjunum sem Sjálfstæðisflokk­ urinn fékk frá FL Group og Lands­ bankanum árið 2006 heldur séu þeir endurgreiddir með rekstrar tekjum flokksins. „Umrætt langtímalán tengist á engan hátt endurgreiðslu styrkjanna. Almennar rekstrartekjur flokksins eru nýttar til endurgreiðslu styrkjanna,“ segir Jónmundur í svari í tölvupósti við fyrirspurn DV um málið. Líkt og komið hefur fram hef­ ur Jónmundur veðsett höfuðstöðv­ ar flokksins, Valhöll, upp á vel á annað hundruð milljónir króna eft­ ir að hann tók við starfinu um sum­ arið 2009. Þetta kemur fram á veð­ bókarvottorði hússins sem stendur, líkt og kunnugt er, við Háaleitisbraut í austur hluta Reykjavíkur. Valhöll er samt langt frá því að vera veðsett upp í topp þar sem fast­ eignamat hússins er rúmlega 365 milljónir og brunabótamatið er rúm­ lega 558 milljónir króna. Húsið er tæplega 280 fermetrar að stærð. Þegar Jónmundur tók við fram­ kvæmdastjórastarfinu af Andra Óttarssyni, sem aftur hafði tekið við því af Kjartani Gunnarssyni árið 2006, hvíldi einungis eitt 15 milljóna króna tryggingabréf á Valhöll. Það er frá árinu 1990 og hvílir enn á húsinu. Eftir að Jónmundur tók við hafa tvö bréf bæst við veðbandayfirlit hússins og eru þau á öðrum og þriðja veð­ rétti. 165 milljónir bætast við Eftir að Jónmundur tók við starfi framkvæmdastjóra hafa 165 millj­ ónir bæst við veðbókarvottorðið í tveimur aðskildum bréfum sem hvíla á Valhöll. Annars vegar er um að ræða tryggingarbréf upp á 40 milljónir sem fór á annan veðrétt Valhallar í júlí 2010. Erfitt er að segja til um eðli tryggingarbréfsins Í byrjun árs 2011 bættist svo við hefðbundið skuldabréf, með vöxtum, upp á 125 milljónir króna við veðbandayfirlitið. Sjálfstæðis­ flokkurinn virðist því hafa tekið lán út á húseignina á Háaleitisbraut og tryggt það með veði í húsinu. Jónmundur segir að Valhöll hafi verið veðsett til að breyta skamm­ tímaskuldum flokksins yfir í lang­ tímaskuldir og þessi ákvörðun hafi gefið góða raun: „Ástæðan fyrir því að Valhöll var veðsett er einfaldlega sú að það var á sínum tíma metið bæði hagkvæmt og ábyrgt að breyta skuldum fyrri ára í langtímaskuldir í stað skamm­ tímaskulda sem bera háa vexti. Þar með var hægt að gera upp við ýmsa skuldunauta og lækka fjár­ magnskostnað flokksins vegna umræddra skuld­ bindinga verulega. Oftar en einu sinni hefur verið greint frá þessari ráðstöfun, bæði opinberlega og á vettvangi flokksins og hefur hún reynst mjög farsæl fyrir flokkinn.“ Flokkurinn fjárþurfi Sjálfstæðisflokkurinn, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar, þarf að fjármagna starfsemi sína með einhverjum hætti og hafa styrkir frá aðilum sem eru hlynntir stefnu flokksins gegnt stóru hlutverki í fjármögnun hans í gegnum tíðina. Eftir hrunið hafa stjórnmálaflokkar átt erfiðara um vik að fjármagna sig með styrkjum og hafa verið settari strangari reglur um slíka fjármögnun þeirra eftir að ýmiss konar hneykslismál tengd fjárstyrkj­ um frá einkafyrirtækjum komu upp. Líkt og Bjarni Benedikts­ son, formaður Sjálf­ stæðisflokksins, greindi frá um sum­ arið 2009 ákvað flokkurinn að endur­ greiða styrkina til Lands­ bankans og FL Group. Flokkurinn þarf að fjármagna endur­ greiðsluna með einhverjum hætti og eru rekstrartekjur flokksins notað­ ar til þess, líkt og fram kemur í máli Jónmundar. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá flokknum árið 2009 kom fram að endurgreiða ætti styrkina með jöfnum greiðslum næstu sjö árin. Jónmundur segir að nú þegar sé búið að greiða 18 milljónir króna af þeim 55 sem flokkurinn fékk í styrki. frá FL Group og Landsbankanum. „Ætlunin er að greiða umrædda styrki til baka á án vaxta og veðbóta, frá árinu 2009 að telja. Þegar hef­ ur þriðjungur upphæðarinnar verið greiddur, eða 18 mkr. af 55 mkr. og síðast greitt vegna ársins 2012. Það hefur verið allur gangur á því hvenær árs greitt hefur verið og sá tíma­ punktur miðast við fjárhagsstöðu flokksins hverju sinni. Endurskoð­ endur Sjálfstæðisflokksins hafa gert Ríkisendurskoðun grein fyrir stöðu málsins við gerð og skil ársreikninga síðustu ár.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Rekstrartekjur ekki lán Jónmundur segir að styrkirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá FL Group og Lands- bankanum séu endurgreiddir með rekstrartekjum flokks- ins en ekki lánum. Valhöll HöfuðstöðvarSjálf- stæðisflokksins eru metnar á rúmar 360 milljónir króna. Formanns- slagurinn hefst Samfylkingin hefur í dag, föstudag, stærstu rafrænu kosningu sem farið hefur fram á vegum stjórn­ málaflokks hér á landi þegar opnað verður fyrir formannskjör á heima­ síðu flokksins. Félagar í flokknum geta í tíu daga greitt atkvæði sitt á heima­ síðunni en á kjörskrá eru rúm­ lega átján þúsund manns. Kjöri formanns verður lýst á landsfundi Samfylkingarinnar í Valsheimilinu Hlíðarenda laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson gefa kost á sér til for­ manns en sá sem hefur betur tekur við af Jóhönnu Sigurðardóttur for­ sætisráðherra sem ætlar að draga sig í hlé frá stjórnmálum eftir kjör­ tímabilið og hættir sem formaður. Mistök á Einkamál „Birting myndarinnar eru því mis­ tök, við játum það, en aldrei út­ hugsuð markaðssetning,“ segir í yfirlýsingu forsvarsmanna stefnumótavefjarins Einkamál.is vegna umfjöllunar DV um auglýs­ ingu á vefnum. Auglýsingin var fjarlægð eftir að DV spurðist fyrir um málið en umrædd auglýsing sýndi mynd af táningsstúlku sem leit út fyrir að vera undir lögaldri og þótti ekki eiga erindi á stefnumótavef þar sem aldurstakmark er 18 ár. Einkamálamenn segja að skipta hafi átt myndinni út en fyrir misskilning hafi það aldrei verið gert. „Fyrir misskilning var myndin alltaf inni og henni aldrei skipt út. Upphaflega hugmyndin var að sýna venjulegan notanda í eðlileg­ um aðstæðum eins og langflestar myndir notenda eru, en ekki spila á kynþokka með neinum hætti og myndin þótti fanga það ágætlega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.