Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Page 8
8 Fréttir 18.–20. janúar 2013 Helgarblað S kuldir Salt Investments, eignarhaldsfélags Róberts Wessmann fjárfestis og eins af eigendum samheitalyf­ jafyrirtækisins Alvogen, lækkuðu um tæplega 15 milljarða króna á milli áranna 2010 og 2011. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­ reikningi félagsins sem áritaður var af stjórn og endurskoðanda félags­ ins þann 10. janúar 2013. Skulda­ lækkuninn er bókfærð sem tekjur í ársreikningi Salt og er það stærsta ástæðan fyrir því að bókfærður hagnaður félagsins árið 2011 nam meira en 11,3 milljörðum króna. Salt Investments er móður félag nokkurra annarra eignarhalds­ félaga í eigu Róberts, svo sem Salt Properties og Salt Financials. Salt Financials er meðal annars þekkt vegna fjárfestingar félagsins í Glitni árin 2007 og 2008. Glitnir fjár­ magnaði hlutabréfakaupin. Félag­ ið keypti meðal annars hlutabréf í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna þann 26. september 2008, nokkrum dög­ um fyrir fall bankans, og var í kjöl­ farið sjöundi stærsti hluthafi hans. Félagið hafði fyrr á árinu, í janú­ ar 2008, einnig keypt hlutabréf í Glitni. Í ársreikningi Salt Financi­ als fyrir árið 2009 kemur fram að kaupverð bréfanna í Glitni hafi ver­ ið tæplega 12,5 milljarðar króna. 15,5 milljarðar gjaldféllu 2009 Ástæða skuldalækkunarinnar er fyrst og fremst að lánardrottnar fé­ lagsins leystu til sín helstu eignir félagsins upp í skuldir. Meðal annars var um að ræða hlutabréf félagsins í Latabæ sem og hluta­ bréf í samheitalyfjafyrirtækinu Actavis, sem Róbert stýrði á sínum tíma. Rúmlega 15,5 milljarðar króna af skuldum eignarhaldsfé­ lagsins gjaldféllu árið 2009, sem er nokkurn veginn sama upphæð og skuldalækkunin árið 2011. Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Turner Broadcasting System keypti Latabæ árið 2011, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum, í fjárhagslegri endurskipulagningu þess félags. Kaupverðið var 2,7 milljarðar króna. Eignir sagðar hafa dugað fyrir skuldum Í ársreikningi Salt Investments segir að þær eignir sem lánar­ drottnar félagsins tóku yfir nægi fyrir skuldaniðurfærslunni sem bókfærð er í ársreikningnum og stjórnendur félagsins hafi ekki vit­ neskju um neinar afskriftir vegna þeirra. Með öðrum orðum: Að ekkert hafi verið afskrifað í fjár­ hagslegri endurskipulagningu Salt Investments Orðrétt segir um þetta í skýr­ ingu í reikningnum: „ Tekjufærsla vegna Glitnis Banka er vegna fjögurra mála, Lazy Town, brúar­ láns, Actavis og ábyrgð vegna Salt Financials. Glitnir banki hf. fékk öll bréf félagsins í Lazy Town eftir endurskipulagningu þess félags og er skuld félagsins við Glitni vegna Lazy Town færð niður í samræmi við það og er félaginu ekki kunn­ ugt um eftirstöðvar á skuldinni eft­ ir það uppgjör og hefur Glitnir ekki innheimt neina slíka skuld eða til­ kynnt um vanskil eftir það upp­ gjör. Félagið lítur svo á að skuld við Glitni vegna brúarláns og lána­ samnings vegna viðbótarinn­ greiðslu til Actavis sé að fullu upp­ gerð með framsali heildar eignar félagsins í Actavis Group hf. (í gegn­ um Salt Generics) til Glitnis auk þess sem krafa félagsins á hendur Salt Generics (tengdum aðila) var hluti af því framsali og krafa félags­ ins á hendur Salt Generics því færð niður í samræmi við það. Glitnir hefur ekki lagt gögn fyrir félagið um hvaða verðmæti bankinn fékk sem endurgjald fyrir hlutinn en ætla má að það endurgjald hafi verið hærra en nam skuldinni. Sama á við ábyrgð vegna Salt Financials sem tryggð var með eignarhluta í Acta­ vis Group. Málaferli við Glitni þar sem m.a. er farið fram á að bankinn sýni fram á hvaða verðmæti bank­ inn fékk fyrir eignirnar munu vænt­ anlega leysa úr því máli en rétt er að taka fram að Glitnir banki hef­ ur ekki stefnt félaginu til innheimtu neinna útistandandi skulda.“ Framkvæmdastjóri Salt Invest­ ments, Árni Harðarson, segir að um hafi verið að ræða fullnaðaruppgjör hjá félaginu árið 2011. Árni segir að í uppgjörinu hafi vegið þyngst eignarhluturinn í Actavis sem fé­ lagið átti: „Lækkun á skuldum Salt Investements er vegna uppgjörs félagsins við lánadrottna. Skulda­ uppgjörið fór fram með framsali á eignum. Þar vegur þyngst eign Salt Investments í Acta vis sem var framseld til Glitni, en fyrrum hlut­ hafar í Actavis hafa nú fengið greitt fyrir hluti sína eftir yfirtöku Watson á Actavis. Miðað við þær greiðslur sem hluthafar í Actavis fengu við kaup Watson á Actavis er um fulln­ aðaruppgjör að ræða.“ Neikvætt eigið fé upp á fimm milljarða Staða Salt Investments eftir þessa endurskipulagningu er á þá leið að félagið er með neikvætt eigið fé upp á meira en 5,5 milljarða króna. Félagið á eignir upp á einungis 25 milljónir króna en skuldar meira en 5,5 milljarða. Félagið fór frá því að skulda meira en 20 millj­ arða króna árið 2010 og niður í að skulda rúma 5 árið 2011. Á sama tíma lækkuðu eignir félagsins úr rúmum fimm milljörðum króna og niður í rúmlega 25 milljónir.n „Glitnir hefur ekki lagt gögn fyrir fé- lagið um hvaða verðmæti bankinn fékk sem endur- gjald fyrir hlutinn en ætla má að það endurgjald hafi verið hærra en nam skuldinni. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tóku eignir félags Róberts upp í skuldir n Lánardrottnar Salt Investments leystu til sín eignir og skuldirnar minnkuðu Eignalítið Fjárfestingarfélag Róberts Wessmann er afar eignalítið eftir fjárhagslega endur- skipulagningu þess árið 2011. Skemmdi íbúðina Héraðsdómur Reykjaness hef­ ur dæmt 36 ára karlmann í mánaðar fangelsi fyrir eigna­ spjöll. Maðurinn var ákærður af lögreglunni á Suðurnesjum fyrir að skemma húsmuni í íbúð sem hann leigði í Reykjanesbæ. Í ákæru kemur fram að hann hafi brotið hurðarkarm á úti­ hurð, skemmt læsingu á svefn­ herbergishurð, skemmt baðher­ bergishurð, skemmt hurðarlista á baðherbergi, blöndunartæki við vask í baðherbergi og klæðn­ ingu á tveimur skúffum í svefn­ herberginu. Leigusali íbúðarinnar krafðist þess að fá greiddar bætur frá manninum upp á tæpar 370 þús­ und krónur. Skemmdarvargur­ inn kom fyrir dóminn og játaði sök. Hann samþykkti einnig bótakröfu leigusalans. Þótti dómara hæfileg refsing vera einn mánuður í fangelsi en fangelsisdómurinn er skilorðs­ bundinn til tveggja ára. Fékk gistingu í hlýjum klefa Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu fékk tilkynningu um úti­ gangsmann sem lá kaldur og hrakinn á bekk á Austurvelli snemma á fimmtudag. Í tilkynn­ ingu frá lögreglu kemur fram að hann hafi reynst vera töluvert ölvaður. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk gistingu í hlýjum klefa og var honum gefin samloka að borða. Þá var tilkynnt um innbrot í þrjár rútubifreiðar á fimmtu­ dagsmorgun. Mikið hafði verið rótað í þeim og stolið svokölluð­ um „frontum“ af útvarpstækjum ásamt slökkvitækjum og sjúkra­ dóti úr sjúkrakössum. Selur stóran hlut í Iceland Árni Pétur Jónsson hefur eignast 51 prósents hlut í matvöruversl­ uninni Iceland á Íslandi. Hlutinn kaupir hann af Jóhannesi Jóns­ syni sem mun halda eftir 12 pró­ senta hlut í fyrirtækinu. Félag í eigu Iceland Seafoods í Bretlandi á 37 prósenta hlut í fyrirtækinu. Í samtali við vefmiðilinn Vísi á fimmtudag sagðist Jóhannes vera að minnka við sig til að geta einbeitt sér að fullu í baráttu sinni við krabbamein. Greint var frá því fyrir skemmstu að það hefði tekið sig upp að nýju. Jóhannes mun í kjölfarið láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins en verður í staðinn stjórnarformaður þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.