Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 12
É g var alveg lömuð yfir þessu. Að hann hefði farið svona víða, öll þessi börn. Ég átti ekki von á þessu,“ segir Jóhanna Agnarsdóttir, um fyrstu við­ brögð sín við umfjöllun Kastljóss um mál Karls Vignis Þorsteinssonar, sem játað hefur að hafa beitt allt að fimmtíu börn kynferðislegu ofbeldi. Jóhanna dvaldi á vistheimilinu Kumbaravogi lungann úr barnæsku sinni og kynntist þar Ernu Agnars­ dóttur og Maríu Haraldsdóttur sem afhjúpuðu barnaníðinginn. Þær hafa haldið vinskap alla tíð og Jóhanna vissi að fóstursystur hennar hefðu farið til fundar við Karl Vigni árið 2009 þar sem hann játaði fyrir þeim kynferðisbrot á fósturbræðrum þeirra af Kumbaravogi. Umfjöllun Kastljóssins fékk engu að síður á Jóhönnu, en hún segir það mikinn létti að búið sé að taka Karl Vigni úr umferð, í bili að minnsta kosti. Kallaðir inn hver á fætur öðrum Á Kumbaravogi fylgdist Jóhanna með því hvernig fósturbræður henn­ ar voru hver á fætur öðrum kallaðir inn á skrifstofu Kristjáns Friðbergs­ sonar forstöðumanns, sem Karl Vignir hafði afnot af. Sjálf fór hún ekki varhluta af ofbeldinu. „Það gerðist þannig þeir voru alltaf kallaðir inn einn og einn strák­ arnir, þeir sóttu hvern annan. Ég var alveg hryllilega forvitið barn, fylgd­ ist með og þótti þetta æði undarlegt.“ Til að reyna að svala forvitni sinni fór Jóhanna út til að kíkja á glugg­ ana en gardínurnar voru dregnar fyrir um hábjartan dag. Það var ekki venja í öðrum herbergjum heimilis­ ins. „Ekki þótti mér það minna skrýt­ ið.“ Hún segist ekki hafa haft hugmynd um það hvað drengirnir voru að gera inni á skrifstofunni. „Það var bara ekki í manns hugarheimi að karlmaður væri að káfa á drengjum. Þetta var ekk­ ert í umræðunni á þessum árum og maður vissi ekkert um þetta.“ Öskraði á Karl Vigni Loks kom að því að Jóhanna var kölluð inn á skrifstofu til Karls Vignis, þá 15 ára gömul. „Ég settist í skrifborðsstól og það var sælgætis­ kassi á borðinu. Hann fór svo aftur fyrir mig og káfaði á brjóstunum á mér.“ Jóhanna, sem alla tíð hefur haft bein í nefinu, brást ókvæða við óviðeigandi snertingum Karls Vign­ is. „Ég stökk upp úr stólnum, öskr­ aði á hann: hvað ertu að gera? hljóp fram og náði í uppeldismóður mína og sagði henni hvað hafði gerst.“ Í kjölfarið var honum úthýst af Kumbaravogi, en aðeins í skamman tíma. „Hann gekk þarna á brott eftir afleggjaranum, en hann kom aftur.“ Jóhönnu minnir að það hafi verið sumarið eftir þetta atvik, frekar en sama sumar. „Ég man þegar ég kom í helgarleyfi frá sumarvinnu á Sól­ heimum í Grímsnesi og kallinn var þarna þá hugsaði ég: helvítis perr­ inn er kominn aftur. Mér fannst stórskrýtið að maðurinn væri kom­ inn þarna aftur.“ Ógurlegur feluleikur Karl Vignir virðist ekki hafa búist við viðbrögðunum sem Jóhanna sýndi þegar hann káfaði á henni því það kom mikið fát á hann, að hennar sögn, og hann lét hana í friði eftir atvikið. „Hann var ekki starfsmaður þarna og gerði ekkert. Hann var bara gestur, en gestur hvers veit ég ekki,“ segir Jóhanna. Hún gat ekki séð að mikill vinskapur væri á milli hans og for­ stöðuhjónanna og hann átti í litlum sem engum samskiptum við þau. „Það var ógurlegur feluleikur þarna í gangi,“ segir Jóhanna sem telur að Karl Vignir hafi jafnvel greitt Kristjáni fyrir að fá að heimsækja Kumbaravog. Hann hafi að minnsta kosti haft ein­ hverra hagsmuna að gæta. „Kristján gerði ekkert nema að fá pening fyrir það. Hann hefur ekki leyft honum að koma þarna af því bara.“ „Mikil úrvinnsla“ Jóhanna var sautján ára þegar hún losnaði af Kumbaravogi. Þrátt fyrir að hafa að fótað sig vel í lífinu hefur tek­ ið á fyrir hana að vinna úr erfiðri barn­ æskunni. „Þetta hefur verið ofboðs­ lega mikil úrvinnsla. Maður er í raun enn að vinna úr þessu, það er eilífðar­ verkefni,“ segir Jóhanna sem telur þó að vistin á Kumbaravogi hafi gert hana að sterkari einstaklingi. Þá barðist Jóhanna í fjölda ára fyrir því að fá arf greiddan eftir afa sinn, Karl Johann Svendsen stofn­ anda skipasmíðastöðvar í Neskaup­ stað. En að sögn Jóhönnu fékk Krist­ ján, forstöðumaður á Kumbaravogi, föður hennar til að undirrita arfs­ afsal. Kristján var fjárhaldsmaður Jóhönnu og hafði því umsjón með arfinum. Hún stóð í málaferlum við for­ stöðumanninn í fimm ár. Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Suðurlands árið 2001 og í dómsorði sagði að erfingjunum bæri sjálfum að sanna hver hefði leyst út arfinn. Orð stóðu gegn orði og Kristján var sýknaður af kröfum erfingjanna. „Ég var bara búin og treysti mér ekki ekki til að fara með þetta fyrir Hæstarétt,“ segir Jóhanna sem aldrei hefur séð krónu af arfinum. n „Helvítis perrinn er kominn aftur“ „Hann fór svo aftur fyrir mig og káfaði á brjóstunum á mér n Karl Vignir beitti Jóhönnu kynferðisofbeldi á Kumbaravogi Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Varð fyrir ofbeldi Karl Vignir beitti Jóhönnu ofbeldi á Kumb- aravogi en það hvarflaði ekki að henni að hann hefði farið svona víða. Í haldi Karl Vignir var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir umfjöllun Kastljóss. M y n d p r essp h o to s .b iz 12 Fréttir 18.–20. janúar 2013 helgarblað snjódagurinn á Ísafirði: Farðu frítt á skíði Á sunnudag verður alþjóðlegur snjódagur haldinn hátíðlegur víða um veröld, meðal annars á Ísa­ firði. Frítt verður á svæðið og 25 prósenta afsláttur á skíðaleigu. Þjálfarar og æfingalið skíðafélags­ ins ætla að bjóða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref ókeypis aðstoð. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá Ísafjarðarbæ en þar kemur fram að brekkur við allra hæfi verði í boði. Tvær svokallað­ ar hólabrautir verða gerðar, ein í barnabrekku og önnur í kerlinga­ brekku. Þá ætlar Skíðafélagið á Ísafirði að setja upp svigbraut sem verður öllum opin og þá getur brettafólk farið á stóran bretta­ pall og leikið listir sínar á sérstöku brettasvæði. Boðið verður upp á kaffi, kakó, kex og kleinur, tónlist verður spiluð og sérstök sleða­ braut útbúin í barnabrekku fyrir þá sem ætla ekki að fara á skíði. Landspítalinn fékk góða gjöf Landspítala hefur borist veg­ leg gjöf frá Ólöfu Októsdóttur til kaupa á berkjuómspeglunar­ tæki. Ólöf greindist með út­ breiddan sarklíkissjúkdóm árið 2007 og hefur náð góðum bata með meðferð. Á vef Landspítala kemur fram að berkjuómspeglunartækið nýtist vel til rannsókna á sjúk­ lingum með sjúkdóma í brjóst­ holi eins og lungnakrabbameini og sarklíki. Um er að ræða tæki sem ekki hefur verið til á Íslandi en með því er mögulegt að gera ómspeglun í gegnum öndunar­ veginn. Rannsóknin er gerð þannig að tækinu er rennt nið­ ur í barka sjúklings í gegnum munn og með hjálp ómtækni er hægt að staðsetja og taka sýni úr eitlum og öðrum fyrirferðum í brjóstholi til frekari rannsókna og greiningar. Rannsóknir á eitlum í brjóst­ holi eru algengar á sjúklingum sem greinast með lungna­ krabbamein og aðra sjúkdóma í miðmætiseitlum. Þær eru nauðsynlegar til að meta út­ breiðslu meinsins og til að ákveða bestu mögulegu með­ ferð. Til þessa hefur þurft að framkvæma litla skurðaðgerð til að nálgast þessa eitla en þessi nýja rannsóknaraðferð mun draga úr þörf á slíkum aðgerð­ um með minna inngripi fyrir sjúklinga. Tækið var formlega afhent spítalanum 15. janúar í viður­ vist Ólafar þar sem kom fram að hún vildi á þennan hátt sýna þakklæti fyrir góða þjónustu hjá Landspítala. Forráðamenn sjúkrahússins færðu henni þakkir fyrir þennan mikilvæga stuðning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.