Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Qupperneq 22
 Fjórum sinnum bestur Argentínski snillingurinn Lionel Messi var nýverið útnefndur besti leikmaður í heimi fjórða árið í röð og hefur með því afrekað það sem engum hefur áður tekist. Hann hefur, ólíkt mörgum öðrum minni spámönnum, ekki látið frægðina og auðinn stíga sér til höfuðs. Í vikunni var þó haldin sýningarathöfn á Camp Nou, þessum smávaxna galdramanni til heiðurs.  Voðaverk á hverjum degi Óöldin í Sýrlandi hefur kostað mörg saklaus mannslíf. Almennir borgarar og uppreisnarmenn ganga víða vopnaðir um stræti. Á myndinni má sjá ungan dreng, sem ber vopn sem hann hefur örugglega ekki þroska til að bera. Í vikunni féllu tvær sprengjur á háskólasvæði í borginni Aleppo. Þar féllu 82, í það minnsta. Tvöfalt fleiri eru særðir. Enginn hefur viðurkennt ábyrgð.  Blautt í Djakarta Mikil flóð hrjá íbúa Djakarta, höfuðborgar Indónesíu. Götur borgarinnar hafa margar hverjar verið ófærar vegna vatnselgs undanfarna daga en rignt hefur eins og hellt sé úr fötu. Atvinnulífið er að hluta lamað og þúsundir íbúa hafast við í neyðarskýlum. 22 Myndir vikunnar 18.–20. janúar 2013 Helgarblað  Fimmtán drepnir í Pakistan Ættingjar látinna mótmælenda syrgja ástvini sína í Pakistan. Öryggissveitir eru sagðar hafa handtekið og drepið fimmt- án manns sem mótmæltu fyrir utan stjórnarskrifstofur í borginni Peshawar á miðvikudag. Mótmælin höfðu einmitt beinst að meintum drápum öryggissveitanna og tilraunum þeirra til að slá skjaldborg um stjórnvöld.  Flensan komin Jayden Mercado situr í fangi móður sinnar, Yariluz Ocasio, á meðan hún er bólusett á barnaspítala í Boston í Massachusetts. Vegna flensufaraldurs sem farið hefur um borgina og tífaldað alvarleg flensutilfelli lýsti borgarstjórinn yfir neyðarástandi í vikunni  Hamingja í ellinni Donald Smitherman, 98 ára, kyssir eiginkonu sína rembingskossi á dansleik í Sun City í Arizona í Bandaríkjunum. Sun City var byggð árið 1959 af frumkvöðlin- um Del Webb. Markmiðið var að búa til eins konar paradís fyrir eftirlaunaþega, þar sem allir hefðu nóg fyrir stafni. Í dag búa 38.500 í Sun City. Í bænum eru 120 klúbbar fyrir fólkið þar sem það getur dansað, skautað, notað tölvur, stundað jóga eða lært að búa til muni úr leir, svo fátt eitt sé nefnt. Meðalaldur íbúa er 72,4 ár og þeir virðast njóta ellinnar, í það minnsta ef marka má þessa mynd. Ljósmyndarar Reuters fylgjast með því helsta sem gerist í heiminum. Átök, flóð, skógareldar og aðrar hamfarir voru meðal þess sem setti svip sinn á vik- una sem er að líða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.