Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 33
Áhuginn kom með móðurmjólkinni Viðtal 33Helgarblað 18.–20. janúar 2013 hún hafi verið lengi að gera upp með sér hvort það væri þess virði að koma með nýjan mann inn í líf dótturinn- ar. „Ég þurfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og var lengi með varann á mér. En sem betur fer reyndist þetta rétt ákvörðun. Þeim Svenna hefur komið vel saman frá fyrstu tíð.“ Aðspurð segir hún ekkert ákveðið varðandi frekari barneignir. „Ég segi aldrei já eða nei þegar ég er spurð að þessu. Enda veit maður ekkert hvor guð og gæfan leyfi það. Ég er alls ekki búin að loka á það en við sjáum bara hvað gerist. Börnin koma bara þegar þau koma. Þetta er eitt af því sem ég hef átt erfitt með að skipuleggja. En ef þau koma eru þau hjartanlega vel- komin.“ Varðandi önnur áhugamál en tónlist og Eurovision segist Regína elska að dansa. „Ég hef farið á nokkur námskeið og svo dönsum við Svenni saman. Við gerum samt allt of lítið af því. Ég er ekki nógu góð miðað við hann. En hann hefur kennt mér heilmikið. Svo finnst okkur líka mjög skemmtilegt að fara saman út að borða og erum áhugafólk um góðan mat og góð rauðvín. Eins reynum við að fara á sem flesta tónleika og á söngleiki.“ Aldrei nógu góð Þátttaka í Eurovision þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu hefur verið í umræðunni síðustu árin. Aðspurð segist Regína alfarið fylgjandi því að Ísland taki þátt í þessari keppni. „Þessi keppni lyftir okkur Íslending- um upp andlega. Hér er myrkur allan daginn á þessum tíma. Þetta er gott stjónvarpsefni og þátttakan eykur at- vinnu. Þeir peningar sem verða til fara ekki bara úr landinu. Þeir fara inn í hagkerfið. Það er ekki hægt að ætla að hætta að taka þátt í öllu og leggja allt niður. Þá verður ekki mikið eftir. Einhver verður að halda áfram að versla og gera eitthvað. Annars verða bara allir atvinnulausir.“ Regína hefur verið lengi í brans- anum. Hún segist upplifa mikla pressu varðandi útlit og aldrei meiri en þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í Serbíu. „Ég fékk heldur betur að finna fyrir ýmsu. Fólk var að setja út á mig og skrifa ýmislegt á netið. Einhvern veginn er maður aldrei nógu góður fyrir fólk; er ýmist of feitur eða of hitt eða þetta. Það hafa allir skoðanir á manni en aðalmálið er að vera ánægður með sig sjálfur.“ Hún viðurkennir að hafa elst við að lesa það sem fólk skrifaði um hana á netinu á tímabili. „En svo hætti ég því. Það gerði mér ekkert gott. Þetta er fólk úti í bæ sem þekkir mig ekki neitt. Auðvitað gat þetta sært mig og mér fannst ótrúlega skrítin tilfinning að lesa þetta. Samt hef ég ekkert lent illa í þessu miðað við marga og ef ég sé eitthvað ljótt verður mér alltaf hugsað til fjölskyldunnar. Það er ekki bara ein manneskja sem verður fyrir þessu heldur heil fjölskylda.“ Börn geta verið svo ótrúlega vond við hvert annað, án þess að gera sér grein fyrir því. Þau heyra eitthvað heima hjá sér og slengja því framan í önnur börn. Þetta er ekkert annað en einelti,“ segir hún og er heitt í hamsi. „Ég verð alveg rosalega reið þegar ég hugsa um einelti. Þær sög- ur sem maður hefur lesið og heyrt fá mann til að langa að setja börnin bara í bómull og banna þeim að fara út. En sem betur fer hafa mínar stelp- ur ekki lent í neinu af þessum toga,“ segir hún og viðurkennir að sjálf hafi hún byggt upp skel gegn umtalinu. „En ég er tilfinningarík manneskja og auðvitað staldrar maður við og spáir aðeins. En svo maður verður bara að halda áfram. Einu sinni þegar ég var yngri lenti ég í stelpu sem var virkilega vond við mig. Ég hef aldrei séð þessa stelpu aftur en ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir barn að lenda í einelti á hverjum degi. Einelti er ein- faldlega hræðilegt og ekki bara eitt- hvað sem gerist á meðal barna. Eins og skrif á netinu sanna. Eins ágætt og netið getur verið á margan hátt á það líka sínar dökku hliðar.“ Fær útrás á sviði Þótt Regína elski að hafa nóg fyrir stafni nýtur hún þess líka að eyða tím- anum með fjölskyldunni. „Ætli ég sé ekki ofvirk upp að vissu marki en að sama skapi finnst mér ofsalega gott að hafa það gott heima. Maður verður líka að hlaða batteríin af og til,“ segir hún og bætir við að hún sé ánægðust með lífið þegar allir hennar eru ná- lægir. „Ég er hamingjusömust þegar allir eru hamingjusamir, fínir, saddir og sælir saman. Og líka þegar ég er að gera það sem ég elska; fæ að glansa uppi á sviði í flottum kjól að fá mína útrás.“ n „Hann var bara svo flottur og fullur sjálfstrausts og það heillaði mig upp úr skónum m y n d s ig tr y g g u r A r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.