Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Side 42
42 Tíska 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Gallaefni koma sterk inn 2013 n Rokk og ról í bland við rómantík og kvenleg snið T ískan fer í hringi, en það sem verður heitt í sumar er með­ al annars gallaflíkur í hinum ýmsu útfærslum. Ef þú lumar á gamalli gallaskyrtu er um að gera að draga hana fram á komandi vori. Nú standa útsölur sem hæst og er um að gera að næla sér í gallaflík á góðu verði. Skærir lit­ ir verða einnig áber­ andi í vor ásamt föl­ bleikum sem kemur mjög sterkur inn og sniðin verða áber­ andi kvenleg. Leðurefni hafa verið mjög vinsæl að undanförnu og verður ekkert lát á því þetta árið. Leður og rómantík Leðurkjólar, leður­ buxur, leðurpils og jakkar er eitt­ hvað sem þú ættir ekki láta fram hjá þér fara á útsölum. Hnésíðir kjólar verða einnig áber­ andi og gegnsæ efni halda áfram að vera í tísku. Fjárfestu í pinnahælum með ökklabandi fyrir sumarið, flott­ ar gallabuxur við pinnahæla í skær­ um lit og gegnsæ skyrta er alltaf smart. Við fáum aldrei nóg af fylgihlutum Áberandi fylgi­ hlutir í ýmsum litum eru vin­ sælir og er um að gera að hlaða sem mestu á sig, reglan „less is more“ gildir ekki í þeim efnum þessa dagana. Fyrir strákana eru gallabuxur í skærum lit, líkt og rauðum, sjóð­ heitar, en fyrir þá sem finnst þetta of djarft er belti eða skór í lit mjög flott og nóg til að poppa upp gallabuxur í hefðbundnum lit. Af nógu er að taka, því ætti engin að lenda í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi á útsölum þessa dagana, en muna bara að fylgja sín­ um eigin stíl. Hártískustraumar 2013 Síð „bob“­klipping er alltaf smart, en stutthærðar skvísur verða örugglega áberandi með hækkandi sól. Þungir toppar halda velli líkt og á síðasta ári, nú mega þeir vera dálítið rytjulegir og þurfa alls ekki að vera með fullkomlega beinni línu. Síðhærðu dömurnar verða að­ eins villtari, en nú er málið að slétta hár­ ið ekki í drep held­ ur túbera það að­ eins og setja efni í það sem gerir út­ litið pínu rokkað. Fyrir þær stutthærðu er málið að verða örlítið óþekkjan legar í útliti og hafa hárið villt. Karamelluliturinn tekur yfir gráhvíta litinn sem hef­ ur verið afar vinsæll á síðustu misserum, en einnig verða rauðir tónar áberandi. Kyssilegar berjavarir Dökkir varalitir og berjalituð gloss hafa sjaldan verið vin­ sælli en akkúrat núna og er úr­ valið mjög gott. Fyrir þær sem eru ekki tilbúnar í dökku litina er gloss í berja­ og brúntóna lit mjög smart. Augnförðunin verður náttúru­ legri og sólarpúðrið er ómissandi með hækkandi sól. n Burberry-förðun og hár Updoes Bottega Breaking bands-skór Ralph Lauren D Squared Litir og línur til að virðast grennri Ef þú nennir ekki í ræktina en langar til þess að virðast grennri þá er Elle­tímaritið með nokkur ráð til þess. Þar er lagt til að nota litablokkir til þess að virðast lengri og grennri. Toppar og kjólar með litablokk­ um láta líkamann virðast grennri og stórar litablokkir í kringum mittið virðast grenna það umtals­ vert. Eins er mælt með aðsniðnum pilsum eða svokölluðum pensilpils­ um, því það að ætla að fela línurnar undir víðum sniðum og efnismikl­ um klæðum hefur þveröfug áhrif og virðist frekar bæta á þig en hitt. Því er mælt með aðsniðnum flíkum þar sem saumaskapur, efnisval og mynstur móta línurnar. Þá er einnig mælt með því að ganga í buxum með lituðum línum sem ganga langsum niður eftir skálmunum því þær blekkja auga og láta þig virðast grennri. Best er að línurnar séu ekki alveg úti á hliðinni heldur rétt fram­ an við miðju. Gallabuxur gegn appelsínuhúð Wrangler­gallabuxnaframleið­ andinn bryddar upp á áhugaverðri nýjung – þröngum gallabuxum sem eiga að vinna gegn appelsínu­ húð. Sérstakri efnaformúlu er sprautað í gallaefnið og áhrif henn­ ar eiga að vara í allt að 15 daga. Línan kallast The Wrangler Den­ im Spa og hægt verður að velja á milli þriggja sniða. Buxurnar munu koma til með að kosta um 85 pund eða tæpar 18 þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.