Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 42
42 Tíska 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Gallaefni koma sterk inn 2013 n Rokk og ról í bland við rómantík og kvenleg snið T ískan fer í hringi, en það sem verður heitt í sumar er með­ al annars gallaflíkur í hinum ýmsu útfærslum. Ef þú lumar á gamalli gallaskyrtu er um að gera að draga hana fram á komandi vori. Nú standa útsölur sem hæst og er um að gera að næla sér í gallaflík á góðu verði. Skærir lit­ ir verða einnig áber­ andi í vor ásamt föl­ bleikum sem kemur mjög sterkur inn og sniðin verða áber­ andi kvenleg. Leðurefni hafa verið mjög vinsæl að undanförnu og verður ekkert lát á því þetta árið. Leður og rómantík Leðurkjólar, leður­ buxur, leðurpils og jakkar er eitt­ hvað sem þú ættir ekki láta fram hjá þér fara á útsölum. Hnésíðir kjólar verða einnig áber­ andi og gegnsæ efni halda áfram að vera í tísku. Fjárfestu í pinnahælum með ökklabandi fyrir sumarið, flott­ ar gallabuxur við pinnahæla í skær­ um lit og gegnsæ skyrta er alltaf smart. Við fáum aldrei nóg af fylgihlutum Áberandi fylgi­ hlutir í ýmsum litum eru vin­ sælir og er um að gera að hlaða sem mestu á sig, reglan „less is more“ gildir ekki í þeim efnum þessa dagana. Fyrir strákana eru gallabuxur í skærum lit, líkt og rauðum, sjóð­ heitar, en fyrir þá sem finnst þetta of djarft er belti eða skór í lit mjög flott og nóg til að poppa upp gallabuxur í hefðbundnum lit. Af nógu er að taka, því ætti engin að lenda í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi á útsölum þessa dagana, en muna bara að fylgja sín­ um eigin stíl. Hártískustraumar 2013 Síð „bob“­klipping er alltaf smart, en stutthærðar skvísur verða örugglega áberandi með hækkandi sól. Þungir toppar halda velli líkt og á síðasta ári, nú mega þeir vera dálítið rytjulegir og þurfa alls ekki að vera með fullkomlega beinni línu. Síðhærðu dömurnar verða að­ eins villtari, en nú er málið að slétta hár­ ið ekki í drep held­ ur túbera það að­ eins og setja efni í það sem gerir út­ litið pínu rokkað. Fyrir þær stutthærðu er málið að verða örlítið óþekkjan legar í útliti og hafa hárið villt. Karamelluliturinn tekur yfir gráhvíta litinn sem hef­ ur verið afar vinsæll á síðustu misserum, en einnig verða rauðir tónar áberandi. Kyssilegar berjavarir Dökkir varalitir og berjalituð gloss hafa sjaldan verið vin­ sælli en akkúrat núna og er úr­ valið mjög gott. Fyrir þær sem eru ekki tilbúnar í dökku litina er gloss í berja­ og brúntóna lit mjög smart. Augnförðunin verður náttúru­ legri og sólarpúðrið er ómissandi með hækkandi sól. n Burberry-förðun og hár Updoes Bottega Breaking bands-skór Ralph Lauren D Squared Litir og línur til að virðast grennri Ef þú nennir ekki í ræktina en langar til þess að virðast grennri þá er Elle­tímaritið með nokkur ráð til þess. Þar er lagt til að nota litablokkir til þess að virðast lengri og grennri. Toppar og kjólar með litablokk­ um láta líkamann virðast grennri og stórar litablokkir í kringum mittið virðast grenna það umtals­ vert. Eins er mælt með aðsniðnum pilsum eða svokölluðum pensilpils­ um, því það að ætla að fela línurnar undir víðum sniðum og efnismikl­ um klæðum hefur þveröfug áhrif og virðist frekar bæta á þig en hitt. Því er mælt með aðsniðnum flíkum þar sem saumaskapur, efnisval og mynstur móta línurnar. Þá er einnig mælt með því að ganga í buxum með lituðum línum sem ganga langsum niður eftir skálmunum því þær blekkja auga og láta þig virðast grennri. Best er að línurnar séu ekki alveg úti á hliðinni heldur rétt fram­ an við miðju. Gallabuxur gegn appelsínuhúð Wrangler­gallabuxnaframleið­ andinn bryddar upp á áhugaverðri nýjung – þröngum gallabuxum sem eiga að vinna gegn appelsínu­ húð. Sérstakri efnaformúlu er sprautað í gallaefnið og áhrif henn­ ar eiga að vara í allt að 15 daga. Línan kallast The Wrangler Den­ im Spa og hægt verður að velja á milli þriggja sniða. Buxurnar munu koma til með að kosta um 85 pund eða tæpar 18 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.