Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 9
Fréttir 9Helgarblað 12.–14. apríl 2013 n Huldufélag Jóns Ásgeirs skilaði mörg hundruð milljóna króna hagnaði á árunum fyrir hrun Árið 2006 tók hluthafi félagsins 120 milljóna króna arð út úr fé­ laginu en enginn arður var tekinn árið 2007. Milliliðurinn Jón Ásgeir Miðað við skuldastöðu Þú Blásólar ehf. í árslok 2007 má ætla að staða þess hafi versnað til muna síðast­ liðin ár. Félagið keypti til að mynda hlutabréf í ótilgreindu félagi fyrir rúman milljarð króna árið 2007. Viðskipti Þú Blásólar munu meðal annars hafa verið á þá leið í einhverjum tilfellum að þegar fé­ lög sem Jón Ásgeir tengdist áttu í viðskiptum með hlutabréf fékk fjárfestirinn þóknun vegna að­ komu sinnar að viðskiptunum. Í eitt skipti sem DV veit um mun Jón Ásgeir til að mynda hafa fengið 500 þúsunda punda þóknun fyrir aðkomu sína að tilteknum viðskiptum. n Jón Ásgeir fékk greiddar þóknanir til Þú Blásólar Móðir Bjartar býður sig fram n Nýr formaður Geðhjálpar kosinn á aðalfundi A ðalfundur Geðhjálpar fer fram næstkomandi laugar­ dag, þann 13. apríl. Á fundin­ um verður kosið í nýja stjórn og eru tveir í framboði til formanns samtakanna. Athygli vekur að annar frambjóðendanna, Drífa Kristjáns­ dóttir, er móðir fyrrverandi for­ manns, Bjartar Ólafsdóttur. Hrannar Jónsson býður sig fram á móti henni. Samkvæmt heimildum DV verður á fundinum einnig kynnt óháð út­ tekt sem núverandi stjórn lét gera á störfum Bjartar innan félagsins og hvort allt hafi verið með felldu. Töluverð átök voru innan stjórnar samtakanna undir lok síð­ asta árs sem enduðu með því að vantrauststillaga var samþykkt á Björt. Skömmu síðar sagði hún af sér formennsku. Ástæðurnar fyrir vantraustinu voru sagðar starfshætt­ ir hennar, meint smölun í félagið fyrir kosningar til stjórnar árið 2011 og falsanir á kjörgögnum 2012. Sjálf greindi Björt frá því að ástæðan fyrir afsögninni væri framboð hennar til Alþingis fyrir Bjarta framtíð, en hún leiðir lista þeirra í Reykjavíkurkjör­ dæmi norður. DV greindi frá því í janúar að Svandís Nína Jónsdóttir, stjórnar­ maður í Geðhjálp, hefði óskað eftir úttekt á málefnum félagsins þann 28. nóvember. Þar var svara krafist við ýmsum álitamálum. Meðal annars hvernig farið væri með fé Geðhjálpar og hver stór hluti þess nýttist notendum, um gagnsæi í ákvarðanatöku og hvernig stjórnir væru myndaðar. Mörg slys Í síðustu viku slösuðust tíu veg­ farendur í sjö umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu. Í tveimur tilvikum var um ógætilega vinstri beygju að ræða á gatnamótum og aftanákeyrslu í öðrum tveimur. Þá var ekið á gangandi vegfaranda í tveimur tilvikum og í einu féll öku­ maður af bifhjóli sínu og slasaðist. Lögreglan bendir á að það sé í höndum vegfarenda sjálfra að koma í veg fyrir slys í umferðinni enda má rekja flest slysin til ákvarðana sem þeir taka. Hún hvetur þá til að gæta að sér, sýna tillitssemi, aðgæslu og kurteisi í umferðinni þannig að þeir valdi ekki öðrum slysum eða lendi í þeim sjálfir. Tekur mamma við? Athygli vekur að Drífa Kristjánsdóttir, móðir Bjartar, býður sig fram til formanns Geðhjálpar. Dóttir hennar gegndi því starfi áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.