Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 17
Viðtal 17Helgarblað 12.–14. apríl 2013 ALÞINGISKOSNINGAR 27. APRÍL 2013 KJÖRSTAÐIR Í REYKJAVÍK Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Ölduselsskóli Vættaskóli Borgir (áður Borgaskóli) Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli Árbæjarskóli Klébergsskóli Ingunnarskóli Kjörfundur hefst laugardaginn 27. apríl kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördag og þar hefst talning atkvæða að loknum kjörfundi kl. 22.00. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördag og þar hefst talning atkvæða að loknum kjörfundi kl. 22.00. Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 27. apríl nk. liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. apríl fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður Skrifstofa borgarstjórnar RAUNHÆF ÁÆTLUN UM AÐILD AÐ ESB sem keyptu á erfiðasta tíma á árunum fyrir hrun sem hafa ekki notið með til- svarandi hætti hækkunar á íbúðaverði í samræmi við aðra sem keyptu fyrr. Við erum að reyna að þróa leiðir til að koma til móts við þennan hóp með sanngjörnum hætti á næstu árum. Það þarf hins vegar að gæta að því að gera það með gagnsæjum og sanngjörnum hætti,“ segir hann. Það blasi við að þeir sem tóku lánsveð hjá lífeyrissjóðunum hafi ekki notið 110 prósent leiðarinnar. Einnig þurfi að hjálpa þeim sem hafi ekki fengið úrlausn hjá Íbúðalánasjóði með sambærilegum hætti og bank- arnir veittu. Til viðbótar við þetta vilji Samfylkingin beita einhverjum að- gerðum til að koma betur til móts við þá sem eru með íbúðalán hjá bönkun- um. Þá vill Samfylkingin einnig setja meiri fjárveitingar til verk- og tækni- menntunar í forgang. „Hvað varðar verk- og tæknimenntun að þá hefur stjórnkerfið hjá okkur verið of bók- námslægt. Verknám er dýrt og það hefur gleymst við niðurskurð að for- gangsraða nema út frá því hvar hver nemandi er ódýrastur. Það þarf að forgangsraða fjármunum í verk- og tæknimenntun og það er lykilinn að efnahagslegum uppgangi margra ná- grannalanda okkar eftir kreppu, eins og Finnlands. Það er óásættanleg sóun að ungmenni séu atvinnulaus á sama tíma og okkur vantar á annað þúsund starfsmenn á sviði verk- og tæknimenntunar í íslensk fyrirtæki. Það er forgangsverkefni að setja meiri peninga til skóla sem kenna verk- og tæknimenntun en geta ekki tekið við fleiri nemendum sökum fjárskorts.“ Ábyrgðarlaus loforð Framsóknar Hann tekur undir þau orð blaða- manns að líklega hefðu allir flokkar getað lofað því að lækka verðtryggðar íbúðaskuldir landsmanna með því að ná 300 milljörðum króna af svoköll- uðum hrægammasjóðum. Það hafi þó enginn verið nægilega klikkaður til að setja fram slíkt kosningaloforð nema Framsókn þrátt fyrir að vera ekki enn búin að setjast að samningaborðinu með kröfuhöfum. Góð samlíking sé að líklega hefði einhver stjórnmála- flokkur getað lofað því vorið 2009 að Íslendingum bæri ekki að borga Icesa- ve og þeir fjármunir sem myndu spar- ast með því yrðu notaðir til að lækka íbúðaskuldir heimilanna. Þá hafi hins vegar engin vitað hvernig Ice save- málinu lyktaði eða hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í því máli. Hið sama gildi nú vegna samninga við kröfuhafa hinna föllnu banka – ekkert sé í hendi fyrr en að loknum samning- um. Því sé þetta ábyrgðarlaust tal hjá Framsóknarflokknum. Í grein sem Árni Páll skrifaði í Morgunblaðið á miðvikudaginn sagði hann Samfylkinguna vilja nýta samn- ingsstöðuna gagnvart vogunarsjóðun- um til að létta á snjóhengjunni og ná árangri við afnám hafta fyrir lok árs 2014. „Við höfum viljað nýta þá fjár- muni sem þarna munu mögulega fást í þágu allrar þjóðarinnar. Það er óásætt- anlegt að nota allan þennan mögulega ávinning í þetta eina verkefni og kjósa að sitja áfram í höftum um ókomna tíð. Þetta svigrúm gæti brotið þjóðinni leið út úr hinu efnahagslega öngstræti.“ Vill taka upp danskt húsbréfakerfi Staða Íbúðalánasjóðs hefur versnað mikið í kjölfar bankahrunsins. Má þar nefna að sjóðurinn hefur skilað um 50 milljarða króna tapi frá 2008. Hef- ur ríkið þegar lagt honum til 46 millj- arða króna. Þá hefur ÍLS yfirtekið yfir 2.000 íbúðir á undanförnum árum en 80 prósent þeirra eru á landsbyggð- inni. Þá munar miklu á milli bók- færðs virðis og gangvirðis á skuldum og eignum sjóðsins. Árni Páll segir mikilvægt að fara vel yfir stöðu Íbúðalánasjóðs. „Það er auðvitað ekki markmið að reka ÍLS ef hann veitir almenningi ekki nauðsyn- lega úrlausn. Ef hann getur ekki veitt samkeppnishæf lánakjör og ef sjóð- urinn er að veita lágtekjufólki óhag- stæðari lán en þau sem þeim tekju- hærri bjóðast hjá bönkunum þarf að breyta því. Þess vegna vill Sam- fylkingin endurskoða húsnæðiskerf- ið í heild og ég er mjög hrifinn af því að hverfa aftur til hins danska kerf- is sem reynt var með húsbréfakerfinu sem var á Íslandi á árunum 1989 til 2004. Það var líka mjög röng ákvörðun Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á sínum tíma að útrýma félagslegu hús- næði. Það þarf að bæta úr því. Íbúða- lánasjóður þarf því að vera tæki til að mæta húsnæðismarkmiðum stjórn- valda,“ segir hann. Fæstir munu ráða við óverðtryggð lán Þórey S. Þórðardóttir fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris- sjóða lét nýlega hafa eftir sér í samtali við DV að ef lífeyrissjóðirnir hættu að núvirða eignir sínar miðað við 3,5 prósenta verðtryggða kröfu yrði að hækka hana í níu prósent ef hún yrði gerð óverðtryggð. Slíkt myndi þýða að ÍLS gæti vart boðið lægri en tíu pró- senta óverðtryggða vexti en lífeyris- sjóðir eiga nú um 70 prósent af út- gefnum íbúðabréfum ÍLS. Árni Páll telur að ef breyta ætti öll- um verðtryggðum útlánum Íbúða- lánasjóðs í óverðtryggð myndi einung- is um fjórðungur af þeim tekjuhæstu ráða við slíkt. Þegar hafa margir gripið til þess ráðs að endurgreiða lán sín hjá ÍLS með óverðtryggðum hjá bönkun- um frá 2010. Sá hópur ráði við að auka greiðslubyrði lána sinna um tugi þús- unda króna á mánuði. Slíkt sé alls ekki raunin með alla. Má í því samhengi nefna að um 370 milljarðar króna af útlánum ÍLS hvíla á yfirveðsettum fast- eignum. n n Árni Páll segist una dómi kjósenda n Fylgi Samfylkingar aldrei minna n Aðild að ESB árið 2015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.