Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Síða 21
DÓ ÁÐUR EN DÓTTIRIN FÉKK UPPREISN ÆRU Fréttir 21Helgarblað 12.–14. apríl 2013 n Guðný Jóna þakkar stuðninginn n Hefði viljað að móðir hennar upplifði þetta með sér á sínum tíma, fólki sem stóð þögult hjá en vill nú sýna henni stuðning og fólki sem hefur sjálft orðið fyrir kynferðisofbeldi og vill deila reynslu sinni af þöggun og útskúfun í kjölfar þess að það sagði frá. Viðbrögðin hafa vægast sagt verið mun betri en hún hafði nokkurn tím- ann þorað að vona, enda hefur hún upplifað annað. „Ég átti ekki von á þeim viðbrögðum sem ég fékk á sín- um tíma og ég átti heldur ekki von á þessum stuðningi sem mér hefur verið sýndur núna. Það hefur greini- lega margt breyst og ég er mjög þakk- lát fyrir það. Nú þarf að beina um- ræðunni í réttan farveg og tryggja að aðrir þolendur fái sama stuðning þegar þeir greina frá kynferðisofbeldi og koma í veg fyrir að þetta gerist aft- ur. Saga mín er ekkert einsdæmi. Ég held að það sé frekar regla en undan- tekning að þolendur kynferðisbrota fái ekki þann stuðning sem þeir þurfa á að halda.“ n „… mömmu hefði þótt vænt um að upplifa allt sem er að ger- ast núna. Ég vildi að hún hefði gert það. Ég held að hún hefði aldrei trúað því, eða nokkurt okkar. Sló konu með eldhússtól n Jens Hjartarson dæmdur í átta ára fangelsi fyrir nauðgun og líkamsárás H éraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudaginn Jens Hjartarson í átta ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárásir og önnur brot. Ákæruefnin voru fjölmörg en Jens var dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir gegn þremur konum og fyrir að nauðga einni. Fyrsta árásin átti sér stað á heim- ili stúlku fæddri 1995 í fyrra. Jens sló hana höggi í höfuðið þannig að hún féll í gólfið. Þá greip hann um hand- legg hennar og dró inn á baðher- bergi íbúðarinnar þar sem hann tók um háls hennar og þrýsti fingri undir hægra kjálkabarð. Stúlkan hlaut rispur og mar af þessu. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ráðist í desember í fyrra á stúlku fædda 1994. Stúlkan var gestkomandi í herbergi Jens á gistiheimili í Reykja- vík. Sló hann stúlkuna ítrekað í andlit, fyrst þar sem stúlkan var á rúmi í her- berginu og síðan á gólfinu. Á meðan stúlkan lá sparkaði Jens í andlit og lík- ama hennar, traðkaði á andliti henn- ar og brjósti. Hann sló hana með eld- hússtól, dró hana á hárinu eftir gólfinu og niður tröppur. Þá tók hann hana hálstaki og hélt fyrir munn hennar og nef þannig að hún náði ekki andan- um. Þá lagði hann eldhúshníf að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Jens hafði kynnst stúlkunni í meðferð. Einnig nauðgaði Jens konu á heim- ili hennar í ágúst í fyrra; þvingaði hana til samræðis og endaþarmsmaka. Þetta er aðeins hluti af þeim brot- um sem Jens var ákærður fyrir í hér- aðsdómi. Jens hefur áður hlot- ið dóma fyrir líkamsárásir en hann var dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2003 fyrir tilraun til manndráps en þá réðst hann að nokkrum mönnum vopnaður hnífi. n Dæmdur Jens Hjartarson var dæmdur fyrir að nauðga konu í ágúst í fyrra. Þar að auki er hann dæmdur fyrir líkamsárásir en hann réðst á þrjár konur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.