Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Síða 30
30 Viðtal 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Erla Bolladóttir hefur alla tíð lifað í skugga Guð- mundar- og Geirfinnsmálanna og þráir ekkert heitar en að nafn hennar verði hreinsað. Hún hefur þurft að hafa mikið fyrir lífinu og ýmsum hlutum sem mörgum þykja sjálfsagðir. Erla var í raun útskúfuð úr íslensku samfélagi og flúði land í tvígang. Á Hawaii og í Suður- Afríku fékk hún að upplifa það að vera hin óþekkta Erla sem hún vildi vera. Síðustu árin hefur hún að mestu leyti unnið með útlendingum hér á landi og kann því vel. Hún er búin að fyrirgefa og er löngu hætt að lifa í reiði. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Erlu og ræddi um árin eftir Guðmundar- og Geirfinnsmálin, hvernig henni tókst að standa á fætur aftur, ná sér á strik í lífinu og finna hamingjuna á ný. V ertu velkomin,“ segir glað- leg rödd í dyrasímanum rétt eftir að blaðamaður hringir bjöllunni. Þetta er Erla Bolladóttir, sem varð þekkt andlit þegar hún dróst inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálin fyrir tæpum 40 árum. Það hefur fylgt henni alla tíð síðan, eins og mara. Hún þráir ekkert heitar en að nafn hennar verði hreinsað og hún fái að lifa lífinu laus undan þessum erfið- um sakamálum, sem mamma barn- anna sinna og amma barnabarn- anna. Erla var aðeins tvítug þegar fyrst var tekin af henni skýrsla vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Síðumúlafangelsi í desember árið 1975. Hún sætti gæsluvarðhaldi í 239 daga og var dæmd til þriggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir meinta aðild sína að málunum. Í ný- legri skýrslu starfshóps um málin kemur fram að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Erlu í málunum var óáreiðanlegur. Mælir starfshópurinn með endur- upptöku málanna. Léttir að leggja fram kæru „Ef ríkissaksóknari tekur ekki við sér þá neyðist ég til að krefjast þess að málið verði tekið upp. Til þess þarf ég að sækja um það til stjórnvalda að fá fjárhagsstuðning, því ég get það nátt- úrulega ekki sjálf,“ segir Erla aðspurð hvað hún hyggist gera nú þegar af- gerandi niðurstöður skýrslunnar liggja fyrir. „Ef saksóknari sér ekki ástæðu til að taka upp málið þá yrði ég að skilja það sem endurnýjaðan dóm yfir mér sem sekri manneskju og það yrði óbærilegt. Það er það eina sem ég gæti ekki afborið, að þetta yrði ekki klárað fyrst þetta er komið af stað,“ segir Erla ákveðin og býður blaða- manni til sætis í bjartri stofunni á heimili hennar í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur orð á því að hún búi á milli tveggja lögreglustöðva og ætti því að vera nokkuð örugg. Erla gekk þung skref inn á aðra þessara lögreglustöðva nýlega í þeim tilgangi að kæra nauðgun sem hún varð fyrir af hálfu lögreglumanns á meðan hún sat í gæsluvarðhaldinu. Skrefin út voru henni léttari. „Ég taldi mig vera búna að vinna alveg úr þessu. Sem ég var búin að gera. En ég hef unnið úr þessu með aðstoð viðtalsmeðferðar. Ég fór í Stígamót, þá hafði ég aldrei talað um þetta. Ég hafði jú sagt frá því að þetta hefði átt sér stað en ekkert meira en það.“ 27 ár voru liðin frá því nauðgunin átti sér stað þegar Erla leitaði til Stígamóta. Þá var hún nokkuð góð með sig, eins og hún orðar það og taldi þetta að baki. Hún leitaði ein- göngu til Stígamóta vegna þess að hún var hvött til þess. „Ég gaf því séns, því kannski vissi ég ekki allt. Hugsaði með mér að ég gæti ekki tapað á því en fannst það samt mjög óþægilegt. Mér fannst þetta eiginlega bara óþarfi.“ Upplifði blygðunarkennd og skömm Þegar Erla bar upp erindið við starfs- mann Stígamóta viðurkenndi hún að henni liði hálf kjánalega yfir því að hafa samband. „Ég varð samt strax klökk og áður en ég gat sagt henni neitt var ég farin að gráta.“ Starfs- maður Stígamóta benti henni þá á að tárin bæru þess glögglega merki að hún væri ekki búin að vinna nógu vel úr hlutunum. „Þá var mér eiginlega allri lokið og áttaði mig á því að það sem ég taldi búið var ekki búið. Ég hafði aldrei sagt neinum nákvæmlega hvað gerð- ist og reyndar fór ég ekkert nákvæm- lega í það þar. Það var ekki fyrr en í kærunni, sem ég var tilneydd til að lýsa því sem gerðist og það var svo- lítið erfitt. Þá kom þessi blygðunar- kennd og skömm,“ segir Erla og það tekur greinilega á hana að rifja þetta upp. Að leggja fram kæru hjá lög- reglunni var þó einnig ákveðinn létt- ir. „Þegar ég gekk þaðan út þá var mjög fallegt veður og mér leið eins og einhverjum kafla væri lokið. Það var góð tilfinning,“ segir hún og brosir aðeins. Það er ljóst að þungu fargi er af henni létt. Nauðgunin táknræn fyrir málið „Þetta mál er svo mikið ofbeldi alla leið. Í hverju einasta skrefi sem er tekið er fólgið ofbeldi og ég er allan tímann þolandi þess. En allt í einu þarna stíg ég eitthvað skref yfir strik- ið, og er ekki lengur þolandi. Ég gerði eitthvað í málinu.“ Erla gerir sér grein fyrir því að málið er fyrnt, enda tilgangur hennar með kærunni ekki að koma um- ræddum lögreglumanni á bak við lás og slá. „Það er hins vegar hið rétta í stöðunni að hann taki ábyrgð sem embættismaður á því sem hann gerði.“ Það eina sem hún veit er að kæran verður send ríkissaksóknara, sem tekur í kjölfarið afstöðu til hennar. Sjálf hefur hún enga tilfinningu fyrir því hvað muni gerast í málinu. Erla segist vera búin að fyrirgefa umræddum lögreglumanni það sem hann gerði henni og hefur ekki viljað nefna hann á nafn opinberlega. „Fólk getur verið svo óvægið. Ekki það að ég finni hjá mér neina ábyrgð til að hlífa honum, en ef ég gef upp nafn hans þá er ég að siga á hann umræðunni allri. Mér finnst það ekki vera á mínu valdi að gera það,“ segir Erla einlæg. Hún upplifir í dag nauðgunina sem táknræna fyrir málið allt í heild sinni. „Eins hryllilegt og þetta var þá veit ég ekki hvað af þessu var hryllilegast. Þetta var bara í stíl við allt annað í þessari rannsókn. Þessi maður og þeir allir vissu að ekkert að þessu hafði gerst en þeir héldu samt áfram að pína okkur til að segja að þetta hefði gerst og það er nauðgun af öðru tagi. Þeir þröngvuðu okkur til að segja hluti sem við vildum ekki segja.“ Átti ekki að fá dóttur sína aftur Þegar Erla losnaði úr fangelsi í lok árs 1976 var mannorð hennar ónýtt. Hún var með tvær hendur tómar og búið var að eyðileggja möguleika hennar á því að lifa eðlilegu lífi. Dómur sam- félagsins var ekki síður þungur en réttarkerfisins. Hjá henni tók við erfið barátta fyrir því að fá dóttur sína aftur, en hún var aðeins 11 vikna þegar Erla var fyrst færð í gæsluvarðhald. Henni varð það fljótlega ljóst að ekki stóð til að hún fengi hana aftur. „Hún var komin í fóstur á vegum félagsmálaþjónustunnar á þessum tíma. Þeim fannst það segja sig sjálft að ég væri ekki fær um að hugsa um barn eftir það sem ég var búin að ganga í gegnum. Að sitja svona lengi í einangrun. Þannig hélt martröðin áfram.“ Eftir töluverða baráttu fékk Erla að hafa dóttur sína um helgar en Vill sættast við bróður sinn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Bæði þegar ég var á Hawaii og í Suður-Afríku þá fann ég muninn á því að vera Erla sem enginn þekkir og Erla úr Guðmundar- og Geir- finnsmálunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.