Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 36
36 12.–14. apríl 2013 Helgarblað ára fangelsi urðu málalyktir í máli 42 ára Breta, Ivan Russel, á fimmtudaginn. Russel er 42 ára og var sakfelldur fyrir stórfellt barnaníð. Ginnti hann börn með töfrabrögðum og misnotaði síð- an. Hann var dæmdur fyrir að misnota fimmtán börn. „Þú ert eigingjarnasti maður sem ég hef nokkurn tímann hitt,“ sagði dómarinn í úrskurði sínum. Brotaferill Russels náði aftur til ársins 1994.18 n Myrti alla fjölskyldu sína n Átta börn og þrír fullorðnir lifðu páskana ekki af E itthvað hlýtur James Urban Ruppert að hafa verið illa stemmdur á páskadag, 30. mars, árið 1975. Daginn þann myrti James ellefu ætt- ingja sína á heimili móður hans, við Minor-breiðgötu númer 635 í Hamilton í Ohio í Bandaríkjunum. Verknaðurinn fékk heitið Páska- sunnudagsblóðbaðið og er enn þann dag í dag mannskæðasta skotárás sem gerð hefur verið á einkaheimili í Bandaríkjunum. James Ruppert fæddist 29. mars, 1934, og var bernska hans lituð erf- iðleikum og vonbrigðum. Móð- ir hans, Charity – manngæska, ei- lítið kaldhæðnislegt nafn í ljósi þess sem á eftir kemur – fór ekki í laun- kofa með að hún hefði fremur ósk- að sér dætra en sona og faðir hans, Leonard, var skaphundur sem sýndi sonum sínum litla ástúð. Leonard fór yfir móðuna miklu árið 1947 þegar James var 12 ára og bróðir hans, Leonard yngri, var fjórtán ára. Hógvær og hjálpfús En Adam var ekki lengi í Paradís og við fráfall Leonards tók Leonard yngri við húsbóndahlutverki á heim- ilinu og var iðinn við að hnýta í bróð- ur sinn og gekk hnútukastið svo langt að þegar James var sextán ára fékk hann sig fullsaddan, strauk að heiman og reyndi að fremja sjálfs- morð. Sjálfsmorðstilraunin gekk ekki og James snéri heim – þar sem hann var kvaldastur. Þegar James var kominn á full- orðinsaldur var honum lýst sem hógværum og hjálpfúsum manni, lítt áberandi og lítið fyrir gaspur. En velgengni Leonards fór fyrir brjóstið á James – Leonard var í ágætu starfi og hafði komið sér upp fjölskyldu – því sjálfur hafði hann gefist upp í há- skóla eftir tveggja ára nám. Leonard yngri hafði hins vegar lokið námi í rafmagnsverkfræði og var afburða íþróttamaður að auki. Til að strá salti í sárin hafði Leonard kvænst fyrrver- andi kærustu James og eignast með henni átta börn. James var 41 árs at- vinnulaus auðnuleysingi og hafði flutt inn til móður bræðranna, en Leonard var í góðri stöðu hjá Gener- al Electric. Drykkja og þunglyndi Sú staðreynd að James hélst ekki á vinnu og var nánast orðinn gegn- drepa vegna áfengisneyslu fór veru- lega í taugarnar á Charity og hafði hún í hótunum um að fleygja honum út á guð og gaddinn. James skuldaði móður sinni, og reyndar bróður sín- um einnig, fé hafði enda tapað því litla sem hann hafði átt í handrað- anum þegar hlutabréfamarkaðurinn hrundi árin 1973 og 1974. Mánuði fyrir fjöldamorðið hafði James spurt um hljóðdeyfi á skot- vopn sín þegar hann keypti sér skot- færi og eftir því var tekið að hegðun hans hafði tekið breytingum – enda var hann þá að nálgast endastöð mikils þunglyndis. Á 41 árs afmælisdegi sínum, 29. mars, 1975, sást til hans þar sem hann æfði skotfimi með Smith & Wesson .357 Magnum-skammbyssu sinni og um kvöldið fékk hann sér í glas á veitingastaðnum 19. holu kok- teilstofunni, eins og hann átti vanda til á nánast hverju kvöldi. Vandamál sem þarf að leysa Á vínveitingastaðnum spjallaði hann við bardömu að nafni Wanda Bishop sem síðar sagði að hann hefði sagt henni að hann væri orðinn andskoti þreyttur á þeim kröfum sem móð- ir hans gerði til hans. Einnig upp- lýsti James Wöndu um hótun móð- ur hans um að fleygja honum á dyr – hann yrði að leysa það vandamál. Klukkan ellefu það kvöld yfir- gaf hann barinn en kom aftur síðar um kvöldið. Wanda spurði hann þá hvort hann hefði leyst vandamál- ið en hann svaraði: „Nei, ekki enn.“ James var á barnum fram að lokun, klukkan hálf þrjú um nóttina. Gleðilega páska Á páskadag 1975 var Leonard yngri í heimsókn hjá móður bræðranna. Hann var ekki einn á ferð því eigin- kona hans, Alma, og börnin átta, á aldrinum 4 til 17 ára, voru með. James var uppi á efri hæð hússins þar sem hann svaf úr sér vímu drykkjunnar kvöldið áður en aðrir í fjölskyldunni voru í hátíðarskapi og leituðu páskaeggja í garðinum fram- an við húsið. Síðar, þegar allir voru komir inn, fór Charity að sýsla við matseld – Alma og Leonard héldu henni sel- skap í eldhúsinu en börnin léku sér í stofunni. Um fjögur leytið vaknaði James, hlóð Magnum-byssu sína, tvær 22 kalíbera skammbyssur og riffil og rölti niður á neðri hæðina. Hann gekk inn í eldhúsið og skaut bróður sinn til bana. Síðan skaut hann Ölmu og móður sína. Þá var röðin komin að börnum Leonards og Ölmu, David, Teresa og Carol voru í eldhúsinu og því hæg heima- tökin hjá James. Eftir að hafa banað þeim fór James inn í stofuna og lauk verkinu með því að myrða þau fjögur börn sem þar voru; Ann, Leonard, Mich- ael, Thomas og John. Beið lögreglunnar Sú aðferð sem James beitti við morðin var að skjóta fyrst til að gera fórnarlambið óvígt og síðan skjóta einu skoti í höfuð hvers og eins. Einhver voru þó skotin þrisvar og eitt var skotið beint í hjartastað. Fjöldamorðið tók ekki nema fimm mínútur. James dvaldi í húsinu í þrjár klukkustundir áður en hann hafði samband við lögregluna og tilkynnti um ódæðið. Þegar lögregluna bar að garði beið James sallarólegur innan við útidyrnar. Eins og við var að búast var fólk slegið í Hamilton og reyndar víðar í Bandaríkjunum. Eins og oft í svona málum þá gat enginn trúað því að James væri fær um að fremja viðlíka verknað. En það var ekki um neitt að villast og James var handtekinn og kærður fyrir ellefu morð. Hann neitaði að svara spurningum lög- reglunnar og var lítt samvinnuþýð- ur. Þótti ljóst að hann myndi bera við geðveiki. Að sögn saksóknara var svo mikið blóð á gólfum neðri hæðar hússins að það draup niður í gegnum gólf- fjalirnar og ofan í kjallara. Dómur, áfrýjun, dómur Fyrstu réttarhöldin voru haldin í Ha- milton og James var fundinn sekur um öll ellefu morðin og hann dæmd- ur til lífstíðarfangelsis. Réttarhöldin voru síðar dæmd ómerk og ákveðið að ný réttarhöld færu fram í Findlay í Ohio, um 200 kílómetra norður af Hamilton – talið var að James fengi ekki réttlát réttarhöld í Hamilton. Önnur réttarhöldin hófust í júní 1975 og urðu lyktir þeirra þær sömu og fyrr. Dómnum var áfrýjað og enn ein réttarhöld voru haldin 1982 og þá varð eilítil breyting á úrskurði dómaranna; James var sakfelld- ur fyrir fyrstu gráðu morð á móður sinni og bróður, en hann var sýknað- ur af hinum níu morðunum sökum geðveiki. En engu að síður fékk hann lífstíðardóm fyrir hvort morðið sem hann var sakfelldur fyrir. James Urban Ruppert er í Allen- fangelsinu í Lima í Ohio. n „Til að strá salti í sárin hafði Leonard kvænst fyrrverandi kærustu James Í járnum James Ruppert leitaði ekki eggja á páskadag 1975. Páskadagsvígin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.