Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Side 6
6 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað Færri sumarstörf fyrir nema n Ríkið dregur viðbótarframlag til baka S umarstörf fyrir námsmenn á vegum Vinnumálastofnunar verða færri í ár en undan­ farin ár og munu aðeins 650 störf vera í boði. Sumarið 2010 og til ársins í ár hafa slík störf verið um 900. Átakið hófst árið 2009 þegar lögum um atvinnuleysisbætur var breytt, en eftir breytinguna gátu at­ vinnulausir námsmenn í námsleyfi ekki fengið atvinnuleysisbætur. Námsleyfið var skilgreint sem sum­ arleyfi milli anna. Námsmönn­ um bauðst, sumum hverjum, að fá vinnu í tvo mánuði yfir sumartím­ ann og var átakinu ætlað að koma í staðinn fyrir atvinnuleysisbæturn­ ar. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir ríkis stofnunum sem hyggj­ ast ráða námsmenn lágmarks­ atvinnuleysisbætur auk fram­ lags vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Námsmennirnir fá svo greitt sam­ kvæmt kjarasamningi. Ríkissjóður hefur að auki greitt viðbótarfram­ lag sem hefur verið um áttatíu þús­ und krónur á námsmann, en það framlag fellur nú niður og eykst því kostnaður vinnuveitenda. Færri hafa því séð sér fært að bjóða upp á slík sumarstörf. Bent hefur verið á að náms­ menn fá almennt þriggja mánaða sumarleyfi frá námi og að eftir­ spurnin sé talsvert meiri en störf í boði. Nú hefur verið dregið úr framlagi ríkisins til verkefnisins, þar sem það var aðeins hugsað sem tímabundið verkefni til að brúa bilið eftir hrun og þar til at­ vinnulífið tæki við sér og byði upp á fleiri sumarstörf. Stór hluti stúd­ enta er þó atvinnulaus í sumar og ljóst að verkefnið leysir því aðeins lítinn hluta vandans. n astasigrun@dv.isFerðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. Mannréttindi að búa við heimilisfrið n Kvennaathvarfið hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Þ etta er stórt samfélagslegt vandamál og ég held að þessi viðurkenning sýni okkur að borgaryfirvöld líti það þeim augum og deili með okkur þeim skilningi að það eigi að vera sjálfsögð mannréttindi að búa við heimilisfrið, segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Á fimmtudag voru Samtökum um kvennaathvarf veitt Mannréttindaverðlaun Reykja­ víkurborgar við hátíðlega athöfn sem fram fór í Höfða á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingum, fé­ lagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt stað­ ið vörð um mannréttindi tiltek­ inna hópa en það hafa Samtök um kvennaathvarf gert frá árinu 1982 – unnið ötult starf í baráttu gegn of­ beldi og komið konum og börnum til hjálpar. Meiri aðsókn „Það er afskaplega gott að fá svona viðurkenningu. Bæði er notalegt að fá viðurkenningu fyrir það sem við höfum gert og það sem Kvennaathvarfið hefur staðið fyrir og stendur fyrir, og svo er það líka bara praktískt gott fyrir okkur því að allt sem sagt er fallegt um Kvenna­ athvarfið skilar sér út til kvenna sem þurfa að koma hingað og hafa verið hikandi við það,“ segir Sigþrúður. Á síðasta ári dvöldu 200 gestir í athvarfinu, konur og börn, allt frá einum degi og upp í 213 daga. Mikill fjöldi barna dvaldi í athvarfinu eða 87 talsins og meðaldvalartími þeirra í athvarfinu var 24 dagar. Sigþrúður segir aðsóknina vera sveiflukennda en hún hafi verið mikil á þessu ári líkt og á síðustu tveimur árum. „Hún er svona kannski frekar stígandi upp á við en svo sveiflast það alltaf,“ segir hún. Meira pláss en áður Kvennaathvarfið flutti nýlega í nýtt og stærra húsnæði en gamla hús­ næðið hafði fyrir löngu sprengt utan af sér starfsemina. „Það fer af­ skaplega vel um okkur í nýja hús­ inu, það er svona verið að koma því í stand ennþá þannig það er ekki að öllu leyti komið í gagnið, það er stundum smá hávaði og ýmis læti en þetta er allt að koma. Við finn­ um nú þegar hvað aðstöðumunur­ inn er gríðarmikill og fer mun bet­ ur um hópinn okkar,“ segir hún. Núna dvelja sjö konur í athvarfinu og nokkur börn. Sigþrúður segir vissulega fara betur um börnin í nýja húsnæðinu. „Það er almennt meira pláss fyrir þau og minni trufl­ un fyrir aðra gesti. Barnaaðstað­ an er hins vegar eitt af því sem er ekki fullkomlega komið í gagnið en þau hafa meira pláss en þau höfðu áður.“ Vonbrigði hvað þörfin var mikil Þegar ráðist var í að stofna Kvenna­ athvarfið árið 1982 töldu sumir að það væri ekki þörf á slíku athvarfi hér á landi. Sigþrúður segir þörfina lík­ lega hafa verið meiri en stofnendur gerðu sér grein fyrir og ekki er víst að á þeim tíma hafi þær vitað að þörf­ in yrði enn slík rúmum tuttugu árum síðar. „Ég myndi halda að ef þær hefðu séð fram í tímann að það hefðu orðið svolítið vonbrigði að sjá hvað þörfin er mikil enn, en þó veit ég ekki hvað þær voru að hugsa og ég er ekki viss um að þær hafi vitað hvað þær voru að gera stórkostlega hluti með þessu. Og hversu gríðarlega mikið og þarft starfið er. Þetta var framsýnt verkefni sem þær réðust í þarna,“ seg­ ir hún. „Það er kannski ekki skrýtið að fólk hafi haldið á þessum tíma að það væri ekki þörf fyrir svona athvarf vegna þess að það var ekkert sem æpti á í daglega lífinu – kannski eins og núna. Flestir segjast vera svo heppnir að þekkja enga fjölskyldu þar sem ofbeldi er beitt en sennilega væri réttara að segja að fólk þekkti engan sem hefði sagt þeim frá ofbeldi sem viðkomandi býr við, af því að tölfræði segir okkur að við þekkjum öll fjöl­ skyldu þar sem ofbeldi er beitt.“ n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Enn er þörf Aðsókn í Kvennaathvarfið hefur aukist undanfarin ár. Mannréttinda- verðlaun Reykja- víkurborgar Mannréttindaverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingum, félaga- samtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Í ár var úthlutað styrkjum til átta aðila. „Þetta er stórt samfélagslegt vandamál Margir án atvinnu 900 störf voru í boði 2012, en aðeins 650 í ár. Lögreglumál: Nam 10 ára stúlku á brott Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa tekið tíu ára gamla stúlku með valdi inn í bíl sinn í Vesturbænum á miðvikudagskvöld hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 29. maí næstkomandi. Er hann grunaður um að hafa misnotað stúlkuna kynferðislega og haft í grófum hótunum við hana. Í yfir­ heyrslum hjá lögreglunni í gær bar maðurinn við minnisleysi. Málsatvik voru þau að stúlkan var á heimleið úr skóla á þriðja tímanum eftir hádegi þegar mað­ urinn, sem hún þekkir ekki, tók hana með valdi og setti í aftursæti bifreiðar sinnar. Ók hann með stúlkuna á afvikinn stað í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, en þar er maðurinn talinn hafa brotið gegn stúlkunni. Að því loknu ók hann með stúlkuna aftur í vesturbæ Reykjavíkur og hleypti henni þar út, en þó fjarri heimili hennar. Þaðan gekk hún til síns heima. Á meðan frelsissviptingu stóð hafði maðurinn í frammi grófar hótanir við stúlkuna. Handtöku manns­ ins má þakka stúlkunni sjálfri, en þrátt fyrir hræðilega lífsreynslu, gat hún gefið greinargóða lýs­ ingu á manninum, bílnum sem hann var á og leiðinni sem hann ók. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, en þó ekki vegna mála af þessum toga. Lögregla ítrekar að foreldrar fræði börn sín um þessi mál án þess að hræða þau. Það sé mikil­ vægt að börn kunni að gefa greinargóðar upplýsingar um málsatvik, þó fer það eftir þroska og aldri barnanna. Allar upplýs­ ingar sem þau geta gefið, bílnúm­ er, litur á bifreiðum eða lýsingar á þeim sem reyna að nálgast þau geta leitt til þess að lögregla hafi uppi á þeim grunuðu. n Útgáfa DV Hvítasunnuhelgin gengur nú í garð. Af þeim sökum kemur DV ekki út á mándaginn, eins og vant er. Næsta blað kemur því út mið­ vikudaginn 22. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.