Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 8
Bora eftir olíu og
hvetja til hjólreiða
8 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Á
meðal þátttakenda í olíuleit
og fyrirhugaðri olíuvinnslu á
Drekasvæðinu eru fyrirtæki
sem hafa sérhæft sig í rann
sóknum og mati á umhverfis
áhrifum framkvæmda og gefa sig
sérstaklega út fyrir að vera umhverfi
svæn og stuðla að sjálfbærri þróun.
Eins og fram kom í janúar gaf at
vinnuvegaráðuneytið út leyfi til leit
ar og vinnslu kolefna á Drekasvæð
inu. Á meðal leyfishafa er nýstofnað
félag, Kolvetni ehf. sem er í eigu Jóns
Helga Guðmundssonar, aðaleiganda
BYKO, Gunnlaugs Jónssonar, Norð
mannsins Terje Hagevang og síð
ast en ekki síst ráðgjafarfyrirtækisins
Mannvits. Þá á verkfræðistofan Ver
kís 50 prósenta eignarhlut í Mann
viti og er auk þess stór hluthafi í Ís
lensku kolvetni ehf., fyrirtæki sem
jafnframt hefur tryggt sér aðkomu að
olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Fræða starfsmenn um
vistakstur
Á undanförnum árum hefur Mann
vit útbúið ótal matsskýrslur um um
hverfisáhrif framkvæmda, svo sem
fyrir álver á Bakka, Kröfluvirkjun,
Hellisheiðarvirkjun og Þeistareykja
virkjun. Á vefsíðu fyrirtækisins er
fjallað um umhverfisvænar áherslur
þess. Fram kemur að Mannvit leit
ist við að „vera til fyrirmyndar í um
hverfismálum“ en jafnframt leggi
fyrirtækið „áherslu á að leita um
hverfisvænna leiða í aðföngum og
þjónustu.“ Í þessum efnum gengur
fyrirtækið meira að segja svo langt
að fræða starfsmenn sérstaklega
um vistakstur að því er fram kemur í
samgöngustefnu fyrirtækisins.
„Stuðla að sjálfbærri þróun“
Verkís tekur þátt í olíuleitinni, annars
vegar í gegnum Mannvit og Kolvetni
og hins vegar í gegnum Íslenskt kol
vetni. Fyrirtækið gæti því komið til
með að hagnast umtalsvert á fyrir
hugaðri vinnslu. Rétt eins og hjá
Mannviti skipar mat umhverfisáhrifa
og umhverfisvöktun veigamikinn
sess í starfsemi Verkís. Fyrirtækið
tekur að sér matsáætlanir, matsskýr
slur og rannsóknir á ýmsum fram
kvæmdum sem taldar eru hafa um
talsverð áhrif á náttúruna.
Í umhverfisstefnu Verkís kemur
fram að fyrirtækið einsetji sér að
„taka tillit til umhverfisins í allri
starfsemi og stuðla að sjálfbærri þró
un í samfélaginu.“ Þá eru starfsmenn
fyrir tækisins hvattir til að ganga um
eða hjóla frekar en að keyra um á bíl
um sem knúnir eru áfram af jarð
efnaeldsneyti. „Sömuleiðis eru
þeir hvattir til að nýta almennings
samgöngur, fækka ökutækjum fjöl
skyldunnar og stuðla að bættri nýt
ingu þeirra,“ segir í samgöngustefnu
fyrirtækisins.
Olían og umhverfið
Ekki er ósennilegt að sömu fyrir
tæki og munu vinna að umhverfis
mati á fyrirhuguðum virkjanafram
kvæmdum næstu árin muni hagnast
umtalsvert á olíuvinnslu á Dreka
svæðinu. Samt sem áður liggur fyrir
að útblástur jarðefnaeldsneytis er
ein helsta orsök loftslagsbreytinga
af manna völdum. Nær ómögulegt
er að fyrirtæki geti hagnast á olíu
vinnslu á Drekasvæðinu án þess að
selja olíuna til brennslu og stuðla
þannig að auknum útblæstri gróð
urhúsalofttegunda. Hætta er á að
loftslag jarðar hlýni um 5–6 gráður á
Celsíus fyrir næstu aldamót og gæti
olíu og gasvinnsla á Norðurheim
skautinu haft í för með sér mörg
hundruð tonna aukningu koltvísýr
ings í andrúmsloftinu á hverju ári.
Stutt er síðan Bill McKibben, einn
þekktasti umhverfisverndarsinni
heims og forgöngumaður samtak
anna 350.org, hélt fyrirlestur á Ís
landi. „Við höfum meira af olíu, gasi
og kolum en við gætum mögulega
brennt nú þegar og vísindamenn
segja að við neyðumst til að láta 80
prósent af því jarðefnaeldsneyti sem
er að finna í jörðu óhreyft,“ sagði
hann og hvatti Íslendinga til að hætta
við olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Umhverfisáhrif olíuborunar ein
skorðast ekki við útblástur gróður
húsalofttegunda því hættan á meng
unarslysum og olíuleka er alltaf fyrir
hendi. Slíkt hefði varanleg áhrif á ís
lenska fiskistofna.
„Olía í plastbollum og lyfjum“
Haukur Óskarsson situr í stjórn
Kolvetnis fyrir hönd Mannvits og
er framkvæmdastjóri iðnaðar hjá
Mannviti. Aðspurður hvort ekki sé
tvískinnungur að segjast vera til fyrir
myndar í umhverfismálum en taka
um leið þátt í verkefni sem stefnir að
mikilli losun gróðurhúsalofttegunda
segist Haukur ekki telja svo vera. „Ég
sé það ekki. Þú keyrir bíl, ég keyri
bíl. Skipaflotinn er drifinn áfram af
olíu, það er olía í plastbollum og lyf
jum og olía er hluti af okkar lífi,“ seg
ir hann. „Þessi fyrirtæki vilja vinna
hana á sem öruggastan hátt, fara eft
ir því sem best er gert í heiminum og
umgangast auðlindirnar af virðingu.
Samfélag okkar byggir á þessu á
meðan ekki er kominn nýr orkugjafi.“
Haukur telur að það væri tví
skinnungur að hætta við olíuborun á
Drekasvæðinu en halda samt áfram
að kaupa olíu frá Rússlandi eða Nor
egi. Haukur segir ekkert í hendi hvað
varðar endanlega nýtingu og ekki
sé víst að ákveðið verði að bora. Að
spurður hvort fyrirtækin sem standa
að leitinni bindi ekki vonir við að
hagnast á mögulegri olíuborun segir
hann: „Það er náttúrulega enginn í
þessu nema til þess. En menn ætla
að gera þetta á sem hagkvæmastan
og öruggastan hátt, bæði fyrir sam
félagið og náttúruna, rétt eins og
Norðmenn hafa gert.“
Ákvörðun Steingríms
Finni leyfishafarnir olíu á Dreka
svæðinu í vinnanlegu magni eiga
þeir rétt á að nýta hana og ef allt
gengur að óskum gæti olíuvinnsla
hafist innan átta eða níu ára. Með
samningunum sem Steingrímur J.
Sigfússon, fráfarandi atvinnuvega
ráðherra og fyrrverandi formaður
Vinstri grænna, undirritaði við fimm
fyrirtæki í janúar voru teknar afdrifa
ríkar ákvarðanir um framtíð Dreka
svæðisins og eftir því sem DV kemst
næst gæti ríkið trauðla neitað fyrir
tækjunum um að bora eftir olíu án
þess að baka sér skaðabótaskyldu. n
n Olíuvinnsla stuðlar að loftlagsbreytingum n Starfsmenn hvattir til að taka strætó
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
„Olía er hluti
af okkar lífi
Stefna að hagnaði Verkís og Mannvit eiga aðild að
olíuleit á Drekasvæðinu og stefna þannig að því að hagnast
á fyrirhugaðri borun. Fyrirtækin sjá um gerð umhverfismats
og hafa gefið sig út fyrir að vera mjög umhverfisvæn.
í allar deildir fyrir veturinn 2013-2014 •
fara fram í síðustu viku maímánaðar •
INNRITUN
INNTÖKUPRÓF
SÖNGNÁM • Klassík / Söngleikir / Þjóðlagatónlist
• Unglingadeild yngri 11-13 ára
• Unglingadeild eldri 14 -15 ára
• Almenn tónlistardeild Grunn-/Mið-/Framhaldsnám
• Háskóladeild Einsöngs-/Söngkennaranám
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans
að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga• www.songskolinn.is
Söngskólinn í Reykjavík