Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 10
F
élagið Jöká ehf. er næststærsti
hluthafinn í Tryggingamið-
stöðinni (TM) með nærri
átta prósenta hlut. Eigend-
ur félagsins eru þeir Kjart-
an Gunnarsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
Ármann Harri Þorvaldsson, fyrr-
verandi forstjóri Kaupthing Singer
& Friedlander í London, og Örvar
Kjærnested, sem var yfir FL Group
í London. Þeir keyptu 7,8 prósenta
hlut í TM á um 870 milljónir króna
í lok júlí 2012. Sé miðað við gengi
TM í dag eftir að félagið fór á mark-
að er verðmæti hlutarins nú kom-
inn í rúmlega 1.500 milljónir króna.
Ef Jöká seldi hlut sinn í dag myndi
félagið hagnast um 640 milljónir
króna sem þykir nokkuð gott á rúm-
um níu mánuðum.
TM var nýlega sett á markað
og hefur hlutafjárútboðið verið til
rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu
vegna mögulegrar markaðsmis-
notkunar þar sem umframeftir-
spurn eftir hlutabréfum var átta-
tíu sinnum meiri en þau bréf sem
stóðu til boða. Alls var selt fyrir 4,4
milljarða króna en eftirspurn eftir
bréfum nam nærri 360 milljörðum
króna.
Keyptu í lokuðu útboði
Bréfin í TM eignaðist Jöká í lok júlí
2012 þegar Stoðir (áður FL Group)
seldi 60 prósenta hlut í TM. Á með-
al kaupenda þá voru meðal annars
Lífeyrissjóður verzlunarmanna,
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda,
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir
lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður,
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar-
félaga, Lífeyrissjóður Vestfirðinga,
Sjóður 10 á vegum Íslandssjóða, auk
fjárfesta á vegum VÍB - Eignastýr-
ingar Íslandsbanka, Virðingar og
Auðar Capital. Þegar tilkynnt var um
kaup þessara aðila á hlutnum í TM
var ekki minnst á það að Jöká ehf.
væri einn af stærstu kaupendun-
um. Vekur það upp ýmsar spurn-
ingar um það hvernig kaup þeirra
Kjartans, Ármanns og Örvars bar að.
Þeir hafa allir mjög góð tengsl í við-
skiptalífinu. Kjartan var sem kunn-
ugt er varaformaður í stjórn Lands-
bankans, Ármann einn af æðstu
stjórnendum Kaupþings og Örvar
fyrrverandi yfirmaður hjá FL Group
(Stoðum) sem var einmitt að selja.
Ekki liggur ljóst fyrir hvernig kaup
Jöká á hlutnum í TM var fjármagn-
aður. Félagið hefur ekki skilað árs-
reikningi fyrir síðasta ár.
Félag Kjartans fór illa við fall
Landsbankans
Félagið Skipholt ehf. sem er í eigu
Kjartans Gunnarssonar var með
neikvætt eigið fé upp á 600 milljónir
króna í árslok 2011. Félagið tap-
aði gríðarlega miklu við fall Lands-
bankans. Í árslok 2007 var hlutur
Kjartans í Landsbankanum metinn
á 3.200 milljónir króna samkvæmt
ársreikningi Skipholts. Þegar ríkið
tók bankann yfir í október var verð-
mæti hlutar Kjartans komið í um
1.800 milljónir króna. Eftir yfirtöku
ríkisins á Landsbankanum varð sá
hlutur verðlaus. „Félagið stendur
ágætlega,“ sagði Kjartan þegar DV
leitaði svara um hvernig félag hans
stæði sumarið 2009 en árið áður
nam tap félagsins nærri þremur
milljörðum króna. Neikvæð eigin-
fjárstaða upp á rúmar 500 milljónir
króna í árslok 2011 virðist þó benda
til þess að fjárhagslega standi félag
Kjartans ekki nógu vel. Þess skal þó
getið að félagið á hlut í Marel upp á
85 milljónir króna og þótt fasteignir
félagsins sé lágt bókfærðar nemur
fasteignamat þeirra 440 milljónum
króna.
Árið 2005 keypti Skipholt, félag
Kjartans, hús Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar að Hringbraut 24 í
Reykjavík. Athafnamaðurinn Jón
Ólafsson stóð þá í málaferlum við
Hannes í Bretlandi. „Þegar ég stóð
andspænis því að greiða um 20–25
milljónir króna í málskostnað vegna
málaferla Jóns Ólafssonar gegn mér
úti í Bretlandi keypti Kjartan af mér
hús mitt við Hringbraut svo að ég
gæti staðið í skilum,“ sagði Hannes í
samtali við DV árið 2009.
Ármann laus við milljarðaskuldir
Ármann Þorvaldsson færði hluta-
bréf sín í Kaupþingi yfir í einka-
hlutafélagið Ármann Þorvaldsson
ehf. í upphafi árs 2007. Þar með
fetaði hann í fótspor Hreiðars Más
Sigurðssonar, þáverandi forstjóra
Kaupþings, sem færði hlutabréf sín
í bankanum yfir í einkahlutafélag
sumarið 2006.
Ármann Þorvaldsson ehf. var
tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011.
Skuldaði félagið um 5,5 milljarða
króna í lok árs 2009. Þá var eig-
ið fé félagsins neikvætt um rúm-
lega 5,3 milljarða króna. Félagið
var skráð til heimilis hjá foreldrum
Ármanns og voru þau bæði skráð í
stjórn þess. Slitastjórn Kaupþings
hefur gengið hart að mörgum fyrr-
verandi starfsmönnum Kaupþings
vegna lána sem þeim voru veitt til
hlutabréfakaupa í bankanum fyrir
hrun. Hafa mörg þeirra mála ver-
ið leidd til lykta fyrir dómstólum.
Ekkert hefur þó heyrst af neinu
slíku máli gegn Ármanni. Því má
leiða að því líkur að hann sé laus
undan 5,5 milljarða króna skuld-
um eignarhaldsfélags sem ber nafn
hans.
DV sagði frá því árið 2011 að Ár-
mann hefði gert kaupmála við eig-
inkonu sína. „Ég er ekki að flýja
neinar skuldir eða eitthvað svo-
leiðis. Er ekki að fara frá neinum
persónulegum skuldum. Ég held
ég tjái mig þó ekki að öðru leyti
um þetta,“ sagði Ármann aðspurð-
ur um umræddan kaupmála í sam-
tali við DV. Ekki liggur ljóst fyrir
við hvað Ármann hefur starfað að
undanförnu en árið 2011 sagði DV
frá því að fullyrt væri hann sinnti
á þeim tíma ráðgjafarstörfum fyrir
skilanefndir föllnu íslensku bank-
anna í London.
Örvar náði að selja í Kaupþingi
DV greindi frá því í lok árs 2012
að Páll Magnússon, útvarpsstjóri
Ríkis útvarpsins, og eiginkona hans
hefðu selt rúmlega 400 fermetra
hús sitt við Sunnuflöt 14 í Garðabæ
til Örvars Kærnested. Örvar hef-
ur verið búsettur í Bretlandi frá ár-
inu 2006 þar sem hann starfaði sem
yfirmaður hjá Kaupthing Singer
& Friedlander og síðar FL Group.
Samkvæmt heimildum DV greiddi
Örvar hluta af kaupverði hússins
að Sunnuflöt með svokölluðum
aflandskrónum. Í dag situr Örvar í
stjórn Straums fjárfestingabanka og
Tryggingamiðstöðinni. Þá er hann
einnig skráður framkvæmdastjóri
Jöká ehf. sem er næststærsti hlut-
hafinn í TM, líkt og áður kom fram.
Samkvæmt veðbandayfirliti er
hús Örvars að Sunnuflöt nú í eigu
félagsins Riverside Capital ehf. en
eigandi þess er síðan félag sem ber
sama nafn en er skráð í Lúxem-
borg. Til að gera eigendasöguna
enn flóknari þá er Riverside Capi-
tal í Lúxemborg í eigu félagsins In-
tegrem Holding S.A. en lögheimili
þess er skráð í byggingu Swiss Bank
í Panamaborg.
Frá árinu 2009 hefur Örvar rekið
Ortus Capital sem starfar á sviði
ráðgjafar og fjárfestinga í Bret-
landi. Breska blaðið The Guardian
greindi frá því árið 2009 að Ármann
Þorvaldsson kæmi einnig að rekstri
Ortus Capital. Þeir störfuðu lengi
saman hjá Kaupþingi.
Talið er að Örvar hafi hagnast
vel þegar hann seldi hlutabréf sín í
Kaupþingi eftir að hann hætti störf-
um hjá bankanum og réð sig til FL
Group í upphafi árs 2007. Sam-
kvæmt skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis skuldaði hann Kaupþingi
um einn milljarð króna í upp-
hafi árs 2007. Við starfslok greiddi
hann skuldina upp en ekki er vitað
hversu mikið Örvar hagnaðist af
sölu hlutabréfanna í Kaupþingi.
Hann greiddi hins vegar um 140
milljónir króna í skatta og opin ber
gjöld árið 2007 og greiddi sjöunda
hæsta skattinn það ár í Reykjavík,
næstur á undan sjálfum Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni. Þá var Örvar
með um 100 milljónir króna í árs-
tekjur hjá Kaupþingi árið 2005 og
140 milljónir króna árið 2006. n
Stórgræða á tM
n Kjartan Gunnarsson og Ármann Þorvaldsson stórir hluthafar í Tryggingamiðstöðinni
10 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað
Listmunauppboð
Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð
Síðustu forvöð til að koma með verk á
uppboðið er mánudaginn 27. maí
Vefuppboð
Myndlist
lýkur 21. maí
Eftirprent
lýkur 27. maí
Áhugasamir geta haft
samband í síma 551-0400
Tapaði mikið á Landsbankanum Félag Kjartans Gunnarsson, Skipholt ehf., átti
bréf í Landsbankanum upp á þrjá milljarða króna í lok árs 2007 sem urðu verðlaus við
fall bankans.
Laus undan 5,5 milljarða skuld Ármann Þorvaldsson ehf. skuldaði 5,5 milljarða
króna í árslok 2009 vegna lána til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Ármann Þorvaldsson
sjálfur virðist hins vegar laus allra mála.