Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 15
Fréttir 15Helgarblað 17.–21. maí 2013 „Þar er ég dauðans matur“ Eftir að Útlendingastofnun synjaði Okoro um hæli kærði hann ákvörðun­ ina til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana í mars. „Ég skil ekki af hverju,“ segir Okoro. „Ég er veikur og ég var látinn rotna í fangelsi í þrjár vik­ ur. Verði ég sendur til Ítalíu gæti ég dáið því þar mun ég hvorki hafa að­ gang að lyfjum né efni á þeim. Mér yrði líklega fyrst stungið í fangelsi sem ólöglegum innflytjanda. Svo yrði mér annaðhvort kastað á götuna eða ég hrakinn til Nígeríu. Þar er ég dauðans matur.“ Okoro segist hafa verið látinn læra íslensku og dregur upp próf sem hann fékk einkunnina 9,9 fyrir. „Hvers vegna var ég sendur í skóla ef það átti svo að senda mig til baka? Er verið að rembast við að gera mig ruglaðan? Mér er sagt að ég eigi að aðlagast íslensku sam­ félagi og það vil ég gjarnan en kerfið virðist mótfallið því,“ segir hann. Mál Okoro er nú fyrir héraðsdómi og hefur lögmaður hans sóst eftir því að réttar­ áhrifum af ákvörðun Útlendingastofn­ unar og innanríkis ráðuneytisins verði frestað þar til málinu lýkur. Innanríkis­ ráðuneytið hafnaði beiðninni. Nokkr­ ar vikur eru liðnar síðan og lögmaður Okoro bindur vonir við að hann fái að bera vitni fyrir dómstólum þegar mál­ ið verður tekið fyrir um miðjan júní. Fordómar innbyggðir í kerfið Hvað verður um Okoro? Hverjar eru hans helstu óskir? „Fyrst og fremst dreymir mig um betra líf,“ segir hann. „Ég vona að innanríkis ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína. Hún er ómannúðleg, því ég er veikur maður.“ Okoro segist lifa í stöðugum ótta og óvissu. Hann telur að hælisleitendur verði fyrir fordómum og fordómarn­ ir séu að einhverju leyti innbyggðir í kerfið. „Þetta er kúgunarkerfi sem nálgast fólk eins og búfénað. Hér er Dyflinnarreglugerðin notuð sem rétt­ læting á því að kasta burt hælisleit­ endum eins og hverju öðru rusli.“ Hann segir að hælisleitendur upp til hópa séu vesælir og veikir. „Líf okkar fjarar út hérna og við verðum fyrir óafturkræfu tjóni á sálinni. Ég mun þurfa að glíma við þessa reynslu það sem eftir er ævinnar. Ekki misskilja mig, Ísland er að mörgu leyti gott, en þegar kemur að því að rétta aðkomu­ fólki hjálparhönd þá mættu þið gera svo miklu miklu betur.“n Óafsakanleg meðferð á hælisleitendum „Osahon Okoro er í hópi þeirra fjölmörgu flóttamanna sem hafa mjög slæma sönnunarstöðu,“ segir Katrín Oddsdóttir héraðsdómslög- maður sem fer með mál Osahon Okoro. „Þegar fólk flýr heimaland sitt er ekki sjálfgefið að því gefist neitt ráðrúm til að redda sér alls konar gögnum og pappírum um að það hafi verið hér og þar. Samt bera flóttamenn hitann og þungann af því að sanna allt um fortíð sína og framvísa viðeigandi gögnum. Þá virðist engu máli skipta hvort þeir eru að flýja úr brennandi húsi eða undan sprengjuregni.“ Bendir hún á að Dyflinnarreglugerðin skyldi stjórnvöld engan veginn til að hrekja fólk í burtu. Ákvæðið veitir aðeins heimild til þess og beri stjórnvöldum að meta hverju sinni hvort slíkt geti stefnt lífi flótta- mannsins í hættu. „Það er líka fráleitt hvernig það virðist þykja í lagi að senda flóttafólk til Ítalíu þótt það liggi fyrir að þar hafi beiðni þess verið synjað. Þarna er aðbúnaður hælisleitenda ömurlegur. Hælisleitendur á Ítalíu fá oft hvorki húsaskjól né framfærslu, þetta fólk verður fyrir ofbeldi og býr við örbirgð,“ segir hún og fullyrðir að óafsakanlegt sé fyrir ríki eins og Ísland að vísa þeim örfáu hælisleitendum sem hingað leita á ári hverju til Ítalíu eða Möltu án þess að skoða mál þeirra ofan í kjölinn. Katrín óttast að Okoro verði fyrir sérstaklega miklum fordómum innan kerfisins vegna þess hve orðspor Nígeríu er slæmt en bindur vonir við að hann fái tækifæri til að bera vitni þegar mál hans verður tekið fyr- ir í héraðsdómi um miðjan júní. Styrkveitendum hlíft n Styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins græða á afnámi veiðigjalds B jarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti ný­ lega fyrir þingflokki sínum að líklega yrði sérstaka veiðigjaldið fellt úr gildi strax á næsta sumarþingi. Þannig mætti koma í veg fyrir að veiði­ gjaldalögin sem samþykkt voru í fyrra tækju gildi á næsta fiskveiðiári. Þetta, auk hugmynda um fækkun ráðuneyta, er á meðal þess fyrsta sem frést hefur úr stjórnarmyndunarviðræðunum og má því ætla að hér sé um forgangsat­ riði að ræða. Í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu þingkosningar styrktu sjávarútvegsfyrirtæki frambjóðendur um meira en sex milljónir króna meðan frambjóðendur annarra flokka fengu í heildina aðeins 12 þúsund krónur. Á meðal þeirra sem styrktu frambjóðendur fyrrnefnds flokks eru sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Eskja, HB Grandi og Samherji sem öll munu njóta góðs af niðurfellingu sérstaks veiðigjalds. Séu styrkir sjávarútvegs­ fyrirtækja til frambjóðenda Sjálfstæð­ isflokksins á árinu 2009 teknir með í reikninginn nema þeir allt í allt níu milljónum króna. Frambjóðendur annarra flokka fengu enga styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum árið 2009 og aðeins 12 þúsund krónur í ár. Ekki liggur fyllilega ljóst fyrir hversu miklar tekjur ríkissjóður gæti fengið af gjaldinu á núverandi fiskveiðitímabili sem nær til 1. september en talið er að um sé að ræða átta til tíu millj­ arða króna. Sé miðað við þetta gæti ríkissjóður orðið af 30 til 50 milljörð­ um á komandi kjörtímabili. Þetta setur fjárfestingaráætlun fráfarandi ríkisstjórnar í uppnám en tilgangur hennar var að skapa aukinn hagvöxt, fjölbreytni og nýsköpun í íslensku at­ vinnulífi. Áætlunin var lögð fram á grundvelli þess að ríkissjóður fengi aukna hlutdeild í arði sjávar útvegsins og til stóð að hún yrði að miklu leyti fjármögnuð með tekjum af veiði­ gjaldinu. 2.500 milljónir króna átti að nýta til fjármögnunar á samgöngu­ áætlun og 1.200 milljónir skyldu renna til atvinnuþróunar og sóknaráætlana á vegum landshlutasamtaka. Síðast en ekki síst áttu tveir milljarðar að renna árlega til eflingar rannsóknasjóðs­ og tækniþróunarsjóðs. n Opnunartímar: Föstudagur 11-19 Laugardagur 10-16 Mánudagur 10-16 (annar í Hvítasunnu) Virkir dagar 11-19 (meðan birgðir endast) NÝTT kortatímabil Heildsölu lager hreinsun Fatnaður á alla fjölskylduna Vönduð og góð merkjavara á mögnuðum afslætti: Jakkaföt frá 4.000 kr. Peysur frá 1.500 kr. Sokkar frá 100 kr. Gallabuxur frá 3.000 kr. Herraskyrtur frá 1.990 kr. Ýmiss konar barnafatnaður frá 499 kr. Dömu- og herrabolir frá 990 kr. Lagerhreinsunin fer fram að Höfðabakka 9, fyrir aftan þetta þekkta hús á höfðanum. Höfðabakka 9 110 Reykjavík Fengu níu milljónir Helstu styrk- veitendur Sjálfstæðisflokksins munu hagnast verulega á fyrirhuguðu afnámi sérstaks veiðigjalds.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.