Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 16
16 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað Þ etta er gott fyrir mannskap- inn,“ sagði Guðmundur Krist- jánsson, útgerðarmaður í Brimi, þegar hann leiddi full- trúa frá DV í gegnum nýjasta frystitogara landsins, Skálaberg ER 7, á fimmtudag. Það er engu logið þegar fullyrt er að aðbúnaðurinn í skipinu sé hinn glæsilegasti. Enn á eftir að ráða áhöfn. Matsalurinn er hinn glæsileg- asti, viðarklæddur að innan og aðbún- aðurinn þægilegur. Áður en gengið er inn í matsalinn blasa við tvær setu- stofur fyrir áhöfnina. „ Önnur er fyrir Manchester-menn, hin er fyrir Liver- pool-menn. Þetta er aðallega gert til að komast hjá rifrildum,“ segir einn þeirra sem tekur á móti okkur um setustofurnar tvær þar sem önnur ber fremur af. Í miðju hennar er eldstæði sem hægt er að fýra upp í þegar menn vilja hafa það náðugt á milli vakta og slaka á eftir erfiða törn. Þetta minnir hreinlega á aðstöðu á hóteli. Skálaberg var byggt í Noregi árið 2003 fyrir færeyska útgerð og ber þess vel merki. Færeyingar eru trúrækin þjóð og má sjá biblíur víðsvegar um skipið og merkilegt nokk er hljóm- borð í annarri setustofunni, hljóðfæri sem Færeyingarnir notuðu við messur á sunnudögum. Sungu þeir sálma við undirleik frá hljómborðinu sem hefur síður en svo verið lagt til hliðar af þeim sem sigldu Skálaberginu heim til Ís- lands frá Las Palmas á Kanaríeyjum þar sem það hefur legið í slipp síðast- liðna fjóra mánuði. Tónleikar voru að sögn haldnir á hverju kvöldi í setustof- unni á heimleiðinni. Þrumuræða Í setustofunni sem hýsir hljóm- borðið og eldstæðið fáum við að heyra þrumuræðu frá Guðmundi Kristjáns- syni sem er síður en svo ánægður með sértæka veiðigjaldið sem sett var á í tíð ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Sértæka veiðigjaldið hefur skilað ríkinu auknum beinum tekjum af sjávarútveginum en fullyrt er að til standi að afnema það af hálfu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins nái þeir saman í stjórnar- myndunarviðræðum. Guðmundur hefur lýst því yfir að það sé engin forsenda fyrir rekstri Skálabergsins á Íslandi ef sértæka veiðigjaldinu verði ekki breytt. Sú krafa hefur verið uppi í þjóðfélaginu að þjóðin eigi að fá meiri arð af þessari náttúrauðlind en þegar Guðmund- ur er spurður hvernig tryggja eigi það með öðrum hætti en sértæka veiði- gjaldinu svarar hann því til að á Íslandi sé skattkerfi þar sem þjóðin fái sínar tekjur af auðlindinni. Lyftir sér mjög vel á öldunum Áður en lengra var haldið í þessum umræðum var tekinn túr um skipið og litið við í þreksalnum, sem er búinn hlaupabretti, róðrarvél og handlóð- um. „Maður lyftir þessu varla, þeir eru svo sterkir þessir strákar,“ segir einn sem tekur á lóðunum í sýnisferðinni um skipið. Inni í þreksalnum er sturtu- aðstaða og sána sem mun eflaust reyn- ast aumum skrokkum vel eftir amstur dagsins. Káeturnar fyrir hásetana eru tveggja manna. Það mun væntanlega ekki væsa um menn í þeim því hver ein og einasta er búin sturtu, klósetti og sjónvarpi sem menn geta horft á þegar þeir safna kröftum. Þá er þráð- laus nettenging í skipinu sem tryggir áhöfninni stöðugt samband við um- heiminn. Guðmundur leiðir okkur síðan út á bátapall þar sem horft er yfir dekkið. Hann greinir okkur frá því að skipið sé búið fjórum spilum og geti verið með þrjú troll. „Þetta skip er mjög gott fyr- ir mannskapinn, það lyftir sér mjög vel í öldunum og veitir þeim skjól,“ segir Guðmundur. Brennir 20 þúsund lítrum á dag Skipið er 3.435 tonn af stærð, 16 metra breitt og 74,50 metra langt. Aðalvél skipsins er tíu þúsund hestöfl og því eðlilegast að spyrja hvort það brenni ekki mikilli olíu. „Við erum að brenna 20 þúsund lítrum á dag í siglingu,“ segir Guð- mundur og má því segja að það kosti nærri tveimur milljónum króna að sigla skipinu í einn dag og getur tekið allt upp í fimm daga að sigla í Smug- una í Barentshafi. „Við reiknum með að kaupa olíu fyrir fimm hundruð og fimmtíu milljónir á ári, bara olíu. En ríkið tekur skatt af því. Svo reiknum við með að borga milljarð í laun, þar tekur ríkið 450 milljónir, svo taka þeir af okkur löndunargjöld og svo kaup- um við viðhald og veiðarfæri og þeir taka af því. Svo vilja þeir 350 milljónir extra áður en við förum að veiða. Þá er dæmið bara búið,“ segir Guðmundur um kostnaðinn við rekstur. Þegar komið er upp í brú blasir glæsilegt útsýni við í allar áttir. Þetta er gert til að tryggja öryggi þannig að menn geti fylgst vel með öllu því sem á sér stað úti á dekki enda getur mikið gengið á þegar gefur á bátinn. Aðstað- an er afar nútímaleg og fátt sem minn- ir á gamla tíma fyrir utan kaffibollann við skipstjórastólinn. Mikil eftirspurn eftir plássi Guðmundur á enn eftir að ráða áhöfn á skipið en segir að mikið sé haft sam- band við hann. „Það er mikið spurt því menn vilja róa einn og einn,“ seg- ir Guðmundur en þá fara menn í þrjá- tíu daga túr og fá þrjátíu daga í frí á móti. Reikna má með að hásetahlutur- inn verði tvær til þrjár milljónir króna en þá fá fær áhöfnin borgaðan hálfan túrinn og hinir sem eru í landi hálfan. „Þá missir þú ekki af mettúrnum,“ seg- ir Guðmundur. Hann segir mikla eftirspurn eftir plássi á skipinu enda hafi HB Grandi sagt upp sjómönnum síðastliðinn vet- ur. „Og enginn segir neitt. Eins og þessi veiðigjöld eru þá er verið að stúta öll- um frystitogurum. Þá er það bara ákvörðun samfélagsins og þá getum við ekkert gert í því. Þá þýðir ekkert að heimta laun fyrir að vera kennari, það verða engar tekjur og ekkert til skiptanna,“ segir Guðmundur. „Þú mátt ekki minnka kökuna. Þú verð- ur að leyfa okkur að baka stóra köku. Það sem menn eru að gera núna er að banna okkur að baka kökuna. Þannig að það verður engin kaka og það verð- ur ekkert til skiptanna,“ segir Guð- mundur þegar hann er spurður út í veiðigjaldið. „Þjóðin er ekkert ósátt“ Mikil umræða hefur verið þjóðfé- laginu um að þjóðin sé ekki að fá nægj- anlega mikinn arð af sjávarútveginum, af þeim sem nýta náttúruauðlindina. Hvernig er þá hægt að ná sátt í þessu máli þannig að bæði útgerðarmenn og þjóðin fái sinn skerf? „Það er al- Eins og hótel á fiskveiðum n Skálabergið búið nútímaþægindum n „Banna okkur að baka kökuna“ Við nýja skipið Guðmundur í Brimi fyrir framan Skálabergið þegar það var ný- komið til hafnar á fimmtudag. veg ágætis sátt,“ segir Guðmundur og bendir á að niðurstaða kosninganna hafi gefið það sterkt til kynna þar sem þeir flokkar sem fengu mesta fylgið vilja ekki sækja meira í útgerðina og í tilfelli Sjálfstæðisflokksins lækka og jafnvel afnema sértæka veiðigjaldið. „Þjóðin er ekkert ósátt við þetta. Hún vill bara að þetta sé opið, að þetta sé í lagi og þetta sé vel rekið,“ segir Guðmundur sem á von á því að sér- tæka veiðigjaldið verði af numið þegar ný ríkisstjórn tekur við. „Við trúum því, það er alveg skýr vilji kjósenda,“ segir Guðmundur sem á von á því að Skála bergið verði selt úr landi ef það verður ekki afnumið. „Það verð- ur ekkert hægt að gera út héðan,“ seg- ir Guðmundur sem segist ekki nenna að vera með útgerð erlendis líkt og þekkist hjá öðrum íslenskum út- gerðarmönnum. Gefur nýrri ríkisstjórn hálft ár En hvað bíður þá nýrrar ríkisstjórnar sem mun ekki afnema veiðigjaldið? „Þá kjósum við þá flokka ekki aftur eftir fjögur ár. Sama og við gerðum við Jóhönnu og Steingrím. Við kusum þau fyrir fjórum árum og vildum gefa þeim tækifæri. Þau stóðu sig illa. Þú ert fastur með þá í fjögur ár. Þú verður að sætta þig við það,“ svarar Guðmund- ur en þegar hann er spurður hvort ný ríkisstjórn megi búast við mótmælum á Austurvelli ef ekki verður staðið við það svarar hann: „Eigum við ekki að gefa þessu hálft ár?“ n Yfirvélstjóraherbergið Þar sem vélstjórarnir ræða sín á milli um ástand skipsins og daginn og veginn. Matsalurinn Hér sést inn í matsalinn innan úr annarri seturstofunni í skipinu. MYndir SiGtrYGGur Ari Útgerðarmaður í brúnni Guðmundur í Brimi leiddi fulltrúa DV um allt skipið og er hér uppi í brú. Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Úttekt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.