Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Page 20
20 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Hríðir á steinsteyptu verksmiðjugólfi Rohingya-músliminn Roma Hattu býr við þær aðstæður að vera daglega beitt
ofbeldi. Hún var, þegar þessi mynd var tekin núna á miðvikudaginn, við það að eignast barn. Á myndinni liggur hún á gólfi gamallar gúmmíverk-
smiðju, þar sem fjölskylda hennar hefst við, með hríðir. Átök á milli trúarbrota eru daglegt brauð í Mjanmar. Stjórnvöld vinna nú að því að aðskilja
múslima frá stríðshrjáðum svæðum þar sem búddistar eru í meirihluta.
Í sviðsljósinu Franska leikkonan Audrey
Tautou er kynnir á kvikmynd
a-
hátíðinni í Cannes í Frakkland
i. Hátíðin, sem hófst á fimmt
udaginn og stendur til 26.
maí, er nú haldin í 66. sinn. Ta
utou er ekki óvön sviðsljósinu
, eins og þessi skemmtilega
mynd ber með sér.
Byssur drepa Uppreisnarmenn í frelsisher Sýrlands skjóta
á það sem þeir segja óvinveitta andstæðinga sína; hersveitir á vegum
Beshar al-Assad forseta. Átökin í landinu virðast engan endi ætla að
taka. Tala fallinna frá því átökin í landinu hófust nálgast ískyggilega
100 þúsund. Hálf önnur milljón íbúa hefur flúið landið.
Réttarhöld vegna Concordia Þeir
eru engin smásmíði, kranarnir sem notaðir eru til að vinna
í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Skipið strandaði
við strönd eyjunnar Giglio 13. janúar 2012 með um 3.200
farþega innanborðs. Réttarhöld fara nú fram yfir skipstjór-
anum, sem vegna gáleysis síns og hugleysis (þegar hann
flúði frá borði) er sakaður um að hafa orðið 32 að bana.
Hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í aðdraganda
strandsins en segir fráleitt að hann beri einn ábyrgð.
Hækkanir í Pakistan Það er ekki tekið út með
sældinni að sýsla með verðbréf. Í það minnsta virðist þessi pakist-
anski verðbréfamiðlari ekki sérlega upplitsdjarfur, þegar þessi
mynd var tekin á miðvikudag. Hann ætti þó að vera glaður því á
þriðjudag hækkuðu hlutabréf í pakistönsku kauphöllinni um heilt
prósent. Í maí hafa verðbréfin að jafnaði hækkað um níu prósent.
Vonir standa til að ný ríkisstjórn muni koma hjólum atvinnulífsins í
gang og það muni leiða til enn frekari hækkana hlutabréfa. Hljómar
kunnuglega í eyrum Íslendinga, ekki satt?
Ljósmyndarar Reuters festa á filmu
stórviðburði á hverjum einasta degi
allan ársins hring. Á meðfylgjandi
myndum má sjá brot af því helsta sem
gerðist í vikunni sem senn er liðin.
Barið á mótmælendum Um 200 m
anns mótmæltu kröfum lögf
ræðistéttarinnar í Kenía um
hærri laun fyrir utan þinghús
ið í höfuð-
borginni Naíróbí á miðvikuda
g. Óeirðalögreglan sýndi eng
a linkind. Hún barði mótmæl
endur miskunnarlaust með k
ylfum, beitti táragasi og not
aði
vatnsbyssur til að sundra mó
tmælendunum.