Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 22
T íu ára stúlka í Reykjavík varð fyrir þeirri hryllilegu lífsreynslu að karlmaður neyddi hana til að koma upp í bifreið hans og svipti hana frelsi. Hann ók síð­ an með hana á afvikinn stað og misnot­ aði kynferðislega. Þetta gerðist í miðri Reykjavík og um hábjartan dag. Stúlk­ an gat gefið greinargóða lýsingu á þeim óþverra sem þarna var að verki sem varð til þess að hann var handtekinn. Þetta er hvorki fyrsta né síðasta málið af þessu tagi. Óvættirnir leynast víða í samfélaginu og sitja um staði þar sem líklegt er að þeir nái börnum á sitt vald. Hið sorglega í málinu er að þeir leika lausum hala vegna þess að samfélagið hefur umburðarlyndi gagn­ vart þeim. Fjölmörg dæmi eru um að einstaklingar hafi fengið frið með óeðli sitt vegna þess að samfélag þeirra vill þagga málið niður. Athæfið má ekki verða opinbert vegna þess að þá kemst óorð á þorpið, bæinn eða hverfið. Dæmi um þögnina í þorpinu er þekkt. Á allra vitorði var að barna­ níðingurinn væri á sveimi en ekkert var gert til að stöðva hann þar sem mál­ ið mátti ekki komast í hámæli. Nálægt okkur í tíma er svokallað Ísafjarðar­ mál. Árum saman hafði það orð farið af gerandanum að hann notaði sér ungmenni í kynferðislegum tilgangi. En þögnin umlukti óhæfuverkin. Þegar málið komst í hámæli eftir að ungir menn lögðu fram kærur fyrirfór mað­ urinn sér. Samfélag hans fór þá gegn þeim fjölmiðli sem sagði fyrstur frá. Og í framhaldinu sættu fórnarlömbin of­ sóknum einstakra íbúa og eitt þeirra reyndi að fyrirfara sér. Mörgum árum síðar fengu þau bætur vegna málins. Skaðinn var þá orðinn gífurlegur og verður aldrei bættur. Málið allt mun um langa tíð verða blettur á þeim sem veittust að þolendunum og sköpuðu jarðveg fyrir glæpina. Ótal mörg önnur dæmi eru um að samfélag okkar sýni barnaníðingum umburðarlyndi. Það er ekki fyrr en á síðustu mánuðum að augu fólks virðast vera að opnast fyrir því að það er ekkert sem réttlætir það að fullorðið fólk noti börn og ungmenni í kynferðislegum tilgangi. Loksins hefur tekist að hrekja fólk frá því að slá skjaldborg um menn sem haldnir eru einhverju versta óeðli sem hugsast getur. Þökk sé opinberri umræðu. Allt samfélagið verður að leggjast á eitt til að lágmarka þessa tegund glæpa. Tryggja þarf hinum sjúku meðferð gegn barnagirndinni, rétt eins og mis­ notuðum börnum er rétt öll möguleg hjálp. Þá verður fólk að setja fórnar­ lömbin í fyrsta sæti. Sem fyrirbyggj­ andi aðgerð þarf að upplýsa börn um þann háska sem getur steðjað að þeim í miðri heimabyggðinni, hvenær sem er. Reglan verður að vera sú að þau fari ekki upp í bíla hjá ókunnugu fólki og læri að varast þá sem hugsanlega gætu meitt þau. Þetta á ekki síst við um ætt­ ingja. Aðalatriðið er að opna augu allra fyrir aðsteðjandi háska og uppræta ill­ gresið sem kostur er. Það á ekki að hlífa dæmdum níðing­ um og gera þeim kleift að fara huldu höfði. Hið rétta er að gera opinbert hvar slíkir menn búa og tryggja þannig að íbúar geti varið börn sín. Eðlilegt er að opinberir aðilar haldi úti netsíðu með slíkum upplýsingum. Skylda ætti dæmda níðinga til að kynna sig fyrir næstu nágrönnum. Vandinn er hins vegar sá að við erum ennþá í þeim ljóta leik að skapa þeim felustaði og þar með að búa til veiðilendur óeðlisins. Það má ekki vera samúð með níð­ ingnum þótt auðvitað verði sekt að liggja fyrir. Gerum andlit barnaníðing­ anna opinber og höldum þeim inni í dagsbirtunni. Opnum umræðuna og beinum kastljósinu að þeim ómennum sem skaða börn og eyðileggja líf þeirra. Sandkorn Gylfi valtur n Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur oft og tíðum sætt mikilli gagnrýni á undan­ förnum árum. Þá sérstak­ lega frá Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness. Nýlega lét Vil- hjálmur Egilsson af starfi framkvæmdastjóra Sam­ taka atvinnulífsins og tók við sem rektor Háskólans á Bifröst. Nú velta menn fyrir sér hvort Gylfi sé ekki líka á förum, líkt og Vilhjálmur Egilsson og núverandi ríkis stjórn. Fótgönguliði n Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi og byltingarmaður á Akranesi, er maður sem fæstir vilja hafa á móti sér. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for­ maður Framsóknarflokks­ ins, sem stendur í miklum barningi í eigin loforð­ um, getur hrósað happi því Vilhjálmur er sann­ færður fótgönguliði hans. „Ég hef grun um að sumir þeirra hafi jafnvel putta­ brotið sig, svo fast hafa þeir slegið á lyklaborðið,“ seg­ ir hann um andstæðinga Sigmundar á bloggi sínu. Sjónarsviptir að Smára n Víst er að það verður sjónarsviptir að Gunnari Smára Egils- syni þegar hann hætt­ ir sem for­ maður SÁÁ. Hann hefur látið mikið að sér kveða undanfarin tvö ár og haldið samtökunum inni í sviðs­ ljósinu. Á hinn bóginn hefur Gunnari Smára ekki tekist að halda frið innan samtakanna. Meðal annars hrökklaðist kvenfélag SÁÁ út úr samtökunum. Óljóst er hvort Gunnar Smári fer vegna átakanna eða af öðr­ um ástæðum. Bjarni styrkist n Stuðningsmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan Sjálfstæðisflokks­ ins eru óhressir með að hún skuli ekki hafa verið inni í myndinni við upp­ haf stjórnarmyndunarvið­ ræðna. Kenningin er sú að Bjarni Benediktsson sé markvisst að halda henni frá áhrifum til að ná full­ um tökum á flokknum eftir þrauta­ gönguna í aðdraganda kosninganna. Það er mál manna að hann sé reyndar á góðri leið með að festa sig rækilega í sessi. Mér var í raun bara alveg sama um líf mitt Gummi Steingríms með húsbóndavald yfir mér Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með tæp sex kíló af kókaíni. – DV Atli Fannar Bjarkason er nýr aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar. – DV Þögnin um barnaníðingana„Skylda ætti dæmda níðinga til að kynna sig fyrir næstu nágrönnum Þ essa dagana er skólamála­ umræðan afskaplega lituð af skýrslu sem verkefnahópur á vegum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld hefur lagt fram. Það merkilega er að menn eru svo uppteknir af téðri skýrslu að þeir gleyma að nærri samdóma skýrsla kom út 13.11. 2012 auk fjölda annarra sem á undan hafa komið. Dónaskapur gagnvart starfstétt Það sem einkennir þessa umræðu er í mínum huga þrennt. Í fyrsta lagi vanþekking á stöðu mála í íslensku skólakerfi þar sem verið er að krefjast úreltra lausna við vandamálum sem löngu er búið að leysa. Hér er átt við styttingarmálin meðal annars. Í öðru lagi gríðarlegar einfaldanir á tölfræði sem er í raun engan veginn nothæf. Einn angi þess er væntanlega enn ein tilraun tímarits við að gæða­ meta framhaldsskóla út frá óboðlegum reiknireglum. Og í þriðja lagi gríðarleg­ ur dónaskapur sem sýndur er starfstétt sem vinnur við ömurleg launakjör, erfiðar vinnuaðstæður þar sem gríðar­ legum vanda hefur verið velt á skólana og í afskaplega neikvæðu umhverfi þar sem sífellt er verið að hafa í hótunum eða lítillækka starfsvettvanginn. Það hljómar til dæmis fáránlega að halda því fram að það þurfi að þyngja starfsaðstæður kennara til að spara þegar þeir eru með þeim lægst launuðu sem sjást í saman­ burði OECD. Ef íslenskt skólakerfi er svona dýrt í hvað fara þá peningarnir? Steypu? Skólaskrifstofur? Ráðuneyti? Aðkeypta vinnu? Hefur þegar verið gert Þegar verið er að kalla eftir styttingu námstíma skólanna þá vita menn ekki að þetta hefur verið gert. Þetta var gert í lögum um grunnskóla og framhalds­ skóla 2008. Grunnskólar mega útskrifa nemendur úr 9. bekk ef viðkomandi nemendur uppfylla skilyrði og fram­ haldsskólar mega útskrifa þegar nem­ andinn hefur lokið tilteknu prófi. Það er beinlínis rangt að ætla öllum nem­ endum grunn­ og framhaldsskóla að fara í gegn samstíga og jafnhratt. Rétt­ ara væri, að leyfa nemendum að fara eins hratt og þeim hentar í unglinga­ deild. Auk þess að draga úr bóklegu hlutverki grunnskólans og kynna nem­ endum raunverulegt verknám sem valkost. Nokkrir skólar eru skipulagð­ ir sem fjögurra ára skólar. Þeir taka 30–40% nemenda úr 10. bekk. Þeir taka nær eingöngu nemendur með háar einkunnir. Þessi nemendahóp­ ur er markhópurinn sem ætti að ljúka grunnskóla á níu vetrum og fram­ haldsskóla á þremur. Meðan við bein­ um blóma árgangsins þessa leið og teljum hana vera viðmið menntunar þá viðhelst kerfið því stór hluti þeirra sem fer í aðra skóla þarf lengri tíma eða annað nám en í boði er. Þess vegna á að miða við færni, kunnáttu og getu nemenda en ekki árafjölda. Óvirðing í garð kennara Kennarar eru sagðir vinna of lítið. Hér er gjarnan miðað við staðnar kennslu­ stundir en það er fleira í starfi kennara en það. Ef við reiknum vinnutíma þingmanna eingöngu út frá þing­ fundum og fréttamanna eingöngu út frá fréttatímum þá held ég að heyrist baulað. Það er óþolandi að sitja undir því ár eftir ár að hlusta á stjórnvöld berja á hópi sem er með nánast einhver lægstu laun faglærðra opinberra starfs­ manna, hóp sem þarf orðið fimm ára háskólanám, vinnur þrotlaust hvað sem hver segir, og af samviskusemi. Og sömu vinnuveitendur sýna þessum undirmönnum sínum framkomu sem er engu lík. Hvaða atvinnurekandi með snefil af sjálfsvirðingu talar svona? Þetta dugir ekki Það er óþolandi að þurfa að sitja undir þessu ár eftir ár. Ef laun kennara væru í samræmi við þá hópa sem þurfa jafn­ mikla menntun þá væri ekki stál í stál endalaust heldur hægt að fá allskonar hluti fram til viðbótar við það sem nú fæst án þess að nuddast um krónur og aura. Ef fólk fyndi að því væri treyst, verk þess metin í stað þeirra viðhorfa sem mæta því í dag væri kannski ekki þessi reiði. Ef launin væru löguð til langframa þá gengi betur að leysa margt. Hins vegar er ekki boðlegt að hlusta á að með styttingu skólans, stækkun hópa, fækkun skóla þá megi athuga með hærri laun … Þetta dugir ekki. Er ekki kominn tími til að gera þetta betur en hingað til? Höfundur er aðstoðarskólameistari við Flensborgarskóla. Nóg komið Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 17.–21. maí 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Magnús Þorkelsson aðstoðarskólameistari við Flensborg „Það er óþolandi að þurfa að sitja undir þessu ár eftir ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.