Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 33
Eurovision 33Helgarblað 17.–21. maí 2013 en fullkomnunarsinni Kærastan Annað sem fólki ber saman um er að Eyþór Ingi sé mikill fjölskyldumaður. Hann og Soffía Ósk eru trúlofuð og ætla að gifta sig í lok júlí. „Hann er frá- bær fjölskyldufaðir. Ég átti tvær stelp- ur þegar við kynntumst og hann tók þeim strax sem sínum. Það er eins og hann hafi ekki gert annað. Þær dýrka hann og dá,“ segir Soffía Ósk. „Hann heldur miklu sambandi við fólkið sitt fyrir norðan og hefur sterk tengsl við langafa sinn og afa og ömmu. Hann er líka einstaklega góður faðir og hefur gengið dætrum Soffíu í föðurstað. Hann er nærgæt- inn og ljúfur og vill gefa stelpunum sínum mikinn tíma. Þegar yngsta dóttirin fæddist í fyrra vildi hann ekki setja hana á leikskóla, hann vildi hugsa sjálfur um hana á daginn,“ segir Guðbjörg. Nær gallalaus Þegar viðmælendur eru spurðir hvort Eyþór hafi einhverja galla vefst flestum tunga um tönn. „Hann getur verið óstundvís, á það til að gleyma sér en athyglisbresturinn gerir það að verkum,“ segir Soffía Ósk. „Ég held að hann hafi enga galla. Hann er með athyglisbrest og getur verið utan við sig,“ segir Júlíus. „Ég held að hans eini ókostur sé hvað hann er ofboðslega kröfuharður á sjálfan sig,“ segir mamma hans. „Hann er með gríðarlega fullkomn- unaráráttu og gerir miklar kröfur til sín. Hann vill gera allt 110 prósent,“ segir Soffía Ósk. Í sama streng taka aðrir viðmælendur blaðsins en þeir segja einnig að þessi ókostur geti jafnframt verið mesti kostur Eyþórs Inga í framtíðinni. n Fékk ekki taugaáfall Á gústa Eva Erlendsdóttir í gervi Silvíu Nætur, vann í báðum undankeppn- um hér heima með yfir- burðum en hafnaði í 23. sæti forkeppninnar í Aþenu eftir mikla skandala sem hreyfðu við allri Evrópu. Atriðið var farsi og persóna Silvíu Nætur hugarsmíð Ágústu og leikstjórans, Gauks Úlfarssonar. „Við gerðum aldrei ráð fyrir því að við kæmumst ekki áfram,“ segir Ágústa Eva. „Það kom okkur á óvart. Ég þurfti því að finna upp á einhverju. Ég sat kyrr í nokkrar sekúndur og hugs- aði, svo tróð ég mér upp á svið þar sem sigurvegararnir voru að fagna. Fékk lánað horn og öskraði í það. Svo endaði ég ein að dansa við Madonnu-lag í geðveikislegri afneitun. Einu aðdáendurnir voru hommar sem öskruðu til mín falleg stuðningsorð. Ég hélt leikritinu svo áfram. Náði mér í tannkremstúbu í búningsherbergi og sprautaði tannkremi í augun. Á blaðamannafundi var ég svo grátbólgin og kenndi öðrum um ófarir mínar,“ segir Ágústa Eva og hlær að minningunni. „Þegar ég kom heim þá fann ég að einhverj- ir héldu að taugaáfallið úti hefði verið ekta. Mér fannst það óskilj- anlegt og hélt að fólk vissi að um gjörning væri að ræða en það ber nú samt vott um hlýhug,“ segir hún. Bullið rataði á forsíðu Eftir Eurovision-keppnina var leikritinu haldið áfram. Ágústa Eva ferðaðist til Los Angeles til þess að taka upp plötu og til Mexíkó til að taka upp tónlistar- myndband. „Paris Hilton style,“ segir hún og hlær. „Ég fékk engin sérstök tilboð eftir keppnina en við fengum langmesta athygli af öllum keppendum. Við þurft- um að skrifa undir samning fyrir keppnina um að við tækjum ekki upp á einhverju óvæntu. Það hef- ur aldrei verið gert, fyrr eða síðar. Þeir voru svo hræddir við okkur. Þá var útsendingunni seinkað vegna okkar og það hefur ekki gerst áður. Á einhverjum blaða- mannafundi bullaði ég svo um sigurvegarann Carolu, sagði að hún hefði unnið vegna þess að hún hefði sofið hjá einhverjum forráðamanni keppninnar. Ég hefði séð þau út um hótelglugg- ann í samförum í bíl. Það er með ólíkindum, en það rataði á forsíðu sænsks dagblaðs,“ segir Ágústa Eva og skellir upp úr. Forsíðufyrir- sögnin var: Sex scandal! Holdsveikur „lúser“ Hún segist hafa fundið fyrir blendnum viðbrögðum lands- manna. Mörgum hafi þótt uppá- tækið skemmtilegt en aðrir hafi orðið sárreiðir. „Það var eins og hún væri holdsveik, það þorði enginn að pota í hana. Hún var svo mikill lúser.“ Ágústa Eva segir þá sárreiðu geta huggað sig við það að hin heimsfræga Lady Gaga hafi sótt sér fyrirmynd í Silvíu Nótt. „Já, Lady Gaga sá Eurovision og fékk innblástur frá Silvíu Nótt, þar fann hún eins konar vinkil fyrir tónlist sína. Þetta kom fram í við- tali við hana. Við höfum því snert á frægðinni.“ Eftir Eurovision-ævintýrið hefur Ágústa Eva einbeitt sér að leiklistarferlinum og unnið þar marga sigra. Mesta athygli vakti hún þegar hún lék eitt aðalhlut- verkanna í myndinni Borgríki en í myndinni mátti sjá margvísleg bardagaatriði. Til þess að undir- búa sig fyrir hlutverkið fór Ágústa Eva að æfa hjá bardagaíþróttafé- laginu Mjölni en hún lék öll sín áhættuatriði sjálf í myndinni. n Lady Gaga fékk innblástur frá Silvíu Nótt Lærði af Silvíu Nótt Lady Gaga horfði á Eurovision og framkoma Silvíu Nætur varð henni innblástur. Við eigum þá hlutdeild í heimsfrægðinni eftir allt saman. Í leiklist og æfir bardagalistir Ágústa Eva hefur einbeitt sér að leiklist- arferlinum og hefur einnig náð töluverðri færni í bardagalistum. Flutti til Ítalíu H alla Margrét lærði óperu- söng á Ítalíu og hefur starf- að þar sem óperusöng- kona frá 1997. Hún hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi eftir keppnina en söng þó á plöt- unni Kvöld við lækinn með þeim Kristni Sigmundssyni og Jóhanni Helgasyni sem kom út árið 1987. Halla Margrét býr í Parma og er gift ítalska tónlistar- manninum Roberto Baralli. Hún hefur búið á Ítalíu í meira en þrjátíu ár. n Helgaði sig óperusöng Nærgætinn ljúflingur Það eru meiri líkur á því að verða frægur á alþjóðlegu bingómóti en í Eurovision,“ segir Gaukur Úlfarsson, spunameistari eins alræmdasta Eurovision-atriðis sem Ísland hefur sent frá sér, Til hamingju Ísland. Þar gerði Ágústa Eva Erlends- dóttir í gervi Silvíu Nætur allt vitlaust. Í Silvíu Nótt kristallaðist Eurovision- æði Íslendinga sem er rússíbanareið himinhárra væntinga niður í botn- laus vonbrigði. En er það rétt? Hver eru örlög íslenskra Eurovision-fara? Og hvernig gekk þeim að halda sönsum í íslenska væntingarússíban- anum? DV kannaði örlög íslenskra Eurovision-fara og komst að því að framtíð Eyþórs Inga er björt. Þeir sem hafa tekið þátt í Eurovision hafa flest- ir haldið áfram að starfa að tónlist af ástríðu. Örlög íslenskra Eurovision-fara Silvía Nótt Ágústa Eva segir frá umstanginu í kring- um atriðið. Einhverjir héldu taugaáfallið sem hún gerði sér upp á blaðamannafundi eftir keppnina ekta. Í dag hefur Ágústa Eva einbeitt sér að leiklistarferli sínum og nýtilkomnu móðurhlutverki. Ástfangin Eyþór Ingi ætlar að ganga að eiga unnustu sína Soffíu ósk Guðmundsdóttur í sum- ar. „Hann er húmoristi með yndislega nærveru,“ segir Soffía Ósk. Gerir vel „Hann er mikill fagmaður sem vill allta f gera betur. Hann spyr alltaf hvernig hann hafi st aðið sig og hvort það sé hægt að gera betur,“ segir vinu r hans. Með stelpunum „Hann er frábær fjölskyldufaðir . Ég átti tvær stelpur þegar við kynntumst og hann tók þeim strax sem sínum. Þær dýrka hann og dá,“ segir Soffía Ósk unnusta Eyþórs .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.