Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 34
34 Eurovision 17.–21. maí 2013 Helgarblað Þau kepptu líka 1992 Nei eða já - Heart2Heart 7 1994 Nætur - Sigríður Beinteinsdóttir 12 1995 Núna - Björgvin Halldórsson 15 1996 Sjúbídú - Anna Mjöll Ólafsdóttir 13 1997 Minn hinsti dans - Páll Óskar 20 1999 All Out Of Luck - Selma Björns 2 2001 Angel - TwoTricky 23 2003 Open Your Heart - Birgitta Haukdal 8 2004 Heaven - Jónsi 19 2005 If I Had Your Love - Selma Björns 16* * Undankeppni Héldu hvert í sína áttina I cy-hópurinn var stofnaður fyr- ir fyrstu þátttöku Íslands í Eurovision en þau Helga Möller, Eiríkur Hauksson og Pálmi Guð- mundsson unnu ekki saman undir þeim formerkjum eftir það. Helga hélt áfram að syngja en hún er einna þekktust fyrir diskó- og jólalög sín. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2007, jólaplötuna Hátíðar- skap. Hún hefur starf- að sem fararstjóri og flugfreyja auk þess sem hún þykir lið- tæk í golfi. Pálmi hélt áfram að vinna við tónlist meðal annars með Mannakornum. Hann fæst í dag við ýmis verkefni og hefur meðal annars hlúð að djassáhuga sínum. Eiríkur flutti til Noregs með fjölskyldu sína þar sem hann vann við kennslu og hefur spilað þar og sungið með rokk- hljómsveitum. Hann fór svo aftur út fyrir Íslands hönd árið 2007. n Helga Möller er flugfreyja, Pálmi djassgeggjari og Eiki Hauks rokkar í Noregi Bleiki mittis- lindinn svalur S tefán hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir keppnina og er þekkt- astur fyrir að vera söngvari Sálarinnar í yfir tuttugu ár. Hann hefur auk þess starfað með öðrum tón- listarmönnun og tekið þátt í fjölda sýninga og tónleika í gegn- um tíðina. Sverrir er tónlistarmaður og rithöfundur og hefur starfað sem útvarpsmaður. Í nýlegri könnun DV á bestu og verstu íslensku atriðunum segir einn álitsgjafinn að lagið hafi verið fínt en það hafi þó klár- lega vantað ömmur, bláar ninjur eða sirkushóp á hjólum á sviðið. Eða bara Pál Óskar og ljóskurnar. Bleiki mittislindinn hans Stefáns hafi samt verið virkilega svalur. n Lentu í hinu alræmda 16. sæti „Fáir muna eftir þeim sem lentu í 2. eða 3. sæti“ S igga og Örvar voru í hljóm- sveitinni Stjórninni sem var vinsæl áður en þau fóru út með lagið Eitt lag enn sem náði góðum árangri. Árið 1992 fór Stjórnin aftur fyrir hönd Íslands í Eurovision, í þetta skipti með lag- ið Nei eða já sem lenti í sjöunda sæti í Malmö. Stjórnin hefur starfað síð- an þá með hléum og er enn í fullu fjöri. Sigga hefur fengist við söng síðan og hefur meðal annars rekið söngskólann Söngstúd- íó Siggu þar sem hún kenn- ir bæði fullorðnum og börnum að syngja. Hún hefur tekið þátt í fjölda tónleika og tónlistarvið- burða. Grétar hefur unnið við tónlist síðan og sem umboðsmaður en hann tók aftur þátt í Eurovision árið 2008 en þá sem bakradda- söngvari Eurobandsins. Lögðu mikið á sig „Við vorum búin að vinna saman í eitt ár en Sigga kom inn í Stjórnina árið 1989. Við tókum svo þetta lag að okkur til að upplifa stemninguna og til þess að gera hljómsveitina vinsæla. Við lögðum mikið á okkur,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður en hann tók þátt árið 1990 ásamt Stjórninni með Einu lagi enn. Fengu að upplifa gömlu Júgóslavíu Hann segir að ferðin til Zagreb hafi alveg staðið undir vænting- um og að þau hafi verið hepp- in að fá að fara til gömlu Júgóslavíu. „Það var allt að liðast í sundur en þetta var rétt áður en stríðið braust út svo það var spenna í loftinu.“ Hann segir að það hafi þó verið vel haldið utan um allt. Þau fóru svo aftur tveim- ur árum seinna með lagið Nei eða já en þá voru það Sigga og Sigrún Eva Ármannsdóttir sem sungu lag Grétars og Friðriks Karlssonar. „Í bæði skiptin þurftum við að syngja á íslensku en hefðum vilj- að syngja á ensku. Það hefði verið áferðarfal- legra.“ Veitti skemmtileg tækifæri Aðspurður hvort þau hafi litið á keppn- ina sem tækifæri til að koma sér áfram erlendis segir hann þau hafi lítið spáð í það á þeim tíma. „Það var enginn sérstakur áhuga fyr- ir slíku hjá okkur. Okkur fannst fínt að vera heima á Íslandi og við höfðum nóg að gera þar í mörg ár á eftir. Þetta veitti okkur mörg skemmtileg tækifæri hér heima.“ Hann segir að þau hafi fengið einhverjar fyrirspurn- ir að utan en þau hafi ekki sinnt þeim. Grétar segist alltaf hafa verið viðloðandi tónlistina. Hann hafi til dæmis verið í útgáfu, stúdíó- vinnu og verið að spila í gengum árin. Með tónlistinni hefur hann starfað við ýmislegt en hann byggði og stofnaði Kaffi Akur- eyri í kringum 1995. Hann hefur einnig fengist við markaðstengd efni og var einn í hópi nokkurra sem sáu viðskiptatækifæri í því að opna bakarí í Bandaríkjun- um. Grétar segir að hann hafi búið úti um tíma og þar hafi hann skoðað ýmsa möguleika á að opna bakarí en að þeir hafi hætt við og dregið sig út úr því. Hvetur fólk til að taka þátt Grétar efast um að íslenskir tón- listarmenn líti á keppnina sem stökkpall fyrir ferilinn erlend- is. „Fáir muna eftir þeim sem lentu í öðru eða þriðja sæti. Það er bara fyrsta sætið sem hefur eitthvað að segja.“ Hann hvet- ur þó tónlistarfólk til að taka þátt og bendir á að það sé búið að vera mikil fjölbreytni í hópi þeirra sem taka þátt . „Þótt það hafi örlað fyrir fordómum fyrir Eurovision á sínum tíma innan bransans þá hafa ótrúlegustu tónlistarmenn tekið þátt og það er bara jákvætt.“ n Grétar hefur þrisvar tekið þátt Eitt lag enn Íslendingar glödd- ust hjartanlega þegar Stjórnin dansaði sig upp í fjórða sætið. Þ ó að lagið næði ekki ofar í keppninni en í 20. sæti vakti það eigi að síður mikla athygli ytra. Páll Óskar hefur allar götur starfað sem lagahöfundur, söngvari og plötusnúður auk þess sem hann hefur gert þætti fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Hann hefur sung- ið með nokkrum hljómsveitum þar á meðal Millj- ónamæringun- um og Casino. Páll Óskar er einn þekktasti Eurovision-sér- fræðingur þjóðar- innar. Lagið vakti mikla athygli O kkur líst bara mjög vel á,“ seg- ir söngkonan Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir í viðtali við DV um flutninginn til Óslóar í Noregi í fyrra. Þangað flutti hún ásamt kærasta sínum, Davíð Sigur- geirssyni tónlistarmanni, í leit að nýjum tækifærum á stærri markaði en Ísland býður upp á. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún sé fegin að vera laus við á Íslandi segir Jóhanna ekki svo vera. „Auðvitað mun ég sakna Íslands al- veg helling. Við fórum ekki út til að flýja neitt eða af því okkur finnist ekki frábært að vera á Íslandi.“ Fleiri tækifæri í Noregi Jóhanna Guðrún er með norskan umboðsmann, sem hún hefur þekkt í fjölda ára, og taldi viturlegt að færa sig nær honum. Það er ein aðalástæðan fyrir því að parið ákvað að freista gæfunnar í Noregi. „Það eru tækifæri hér sem við ætl- um að prófa og sjá hvort það gangi vel. Þetta er svona prufukeyrsla hjá okkur,“ útskýrir hún. „Við erum ung og það er fullt af möguleikum hér. Ef maður nýtir sér þá rétt þá getur ýmislegt gerst,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að mörg tækifæri bjóðist á Íslandi þá er það takmark- andi, að sögn Jóhönnu Guðrúnar sem bendir á að það sé mun auð- veldara og ódýrara að ferðast frá Noregi til annarra landa en frá Ís- landi. Flutt til Noregs: „Ekki að flýja“ n Leitar tækifæra á stærri markaði Is It True? Ein besta frammi- staða Íslendinga í Eurovision var þegar Jóhanna Guðrún heillaði Evrópu með laginu Is it True?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.