Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 39
STEFNUMÓTA- MORÐINGINN 39Helgarblað 17.–21. maí 2013 ára fangelsi var dómurinn sem hinn 54 ára slátrari Enkarta Balapovi hlaut núna á fimmtudag. Sakarefnið: Nauðgun, frelsissvipting og þrælahald. Fórnarlambið í málinu er 39 ára indversk kona sem var neydd í þrælahald af Balapovi og tveimur konum. Konan hafði komið til Bretlands í von um starf sem barn- fóstra. Laun sín ætlaði hún að senda heim til fátæks eiginmanns og barna á Indlandi. Slátrarinn kúgaði hana til að sofa hjá sér og hótaði henni öllu illu, þar sem hún vann 16 tíma á dag við ömurlegar aðstæður.11 R odney Alcala fæddist 1943 í Texas í Bandaríkjunum. Hann ólst, ásamt systrum sínum, að mestu upp hjá einstæðri móður sinni, sem flutti til Los Angeles þegar Rodney var tólf ára. Sautján ára gekk Rodney í herinn en sagði skilið við hann árið 1964 þegar hann var úrskurðaður alvarlega andfélagslega sinnaður. Rodney fékk inngöngu í listadeild UCLA-háskólans og útskrifaðist þaðan árið 1968. Það ár rændi hann, nauðgaði, misþyrmdi og reyndi að drepa átta ára stúlku, Tali Shapiro. Hún hafði verið á leið heim úr skóla þegar Rodney lokkaði hana inn í bif- reið sína. Það varð Tali til happs að nærstaddur maður varð vitni að at- vikinu, elti bifreið Rodneys og hafði samband við lögreglu. Þegar lögreglan kom að heimili Rodneys hafði hann komið fram vilja sínum og gert tilraun til að kyrkja Tali, sem lá á eldhúsgólfinu þegar lögreglan braut upp dyrnar. Tali var svo illa farin að lögreglan taldi hana dána og sinnti henni ekki en reyndi frekar að hafa hendur í hári Rod- neys. Síðar sá lögreglan að Tali barð- ist við að ná andanum og á meðan henni var sinnt tókst Rodney að sleppa. Við leit í íbúðinni fann lög- reglan fjölda ljósmynda af ungum stúlkum og komst einnig að ýmsu öðru um Rodney. Þó átti eftir að líða langur tími áður en verðir laganna komu böndum á ódáminn, sem síðar fékk nafngiftina Stefnumóta- morðinginn. Nafngiftina fékk hann því hann hafði einhverju sinni keppt í stefnumótaþætti í sjónvarpi. Hann bar sigur úr býtum en ekkert varð af stefnumótinu því dömunni þótti Rodney vera „krípí“. Samið við Rodney Rodney tók upp nafnið John Berger, kom sér fyrir í New York og fekk inn- göngu í kvikmyndaskóla þar í borg. Þrátt fyrir að vera á lista bandarísku al- ríkislögreglunnar, FBI, þurfti hann ekki að fara huldu höfði – hann varð kunn- ur sem „grúví“ kvikmyndagerðarnemi, áhugaljósmyndari og heitur pipar- sveinn og þvældist um á klúbbum ein- hleypra í borginni. Á því varð þó breyting sumarið 1971 en þá vann hann við sumarnám- skeið í drama – eingöngu ætluðu stúlk- um – sem haldið var í New Hamps- hire. Tvær stúlknanna báru kennsl á Rodney á myndum af eftirlýstu fólki á pósthúsi og höfðu samband við lög- regluna. Rodney var handtekinn. En í Los Angeles var úr vöndu að ráða fyrir saksóknarann sem hugðist sækja Rodney til saka vegna árásarinn- ar á Tali 1968. Shapiro-fjölskyldan var flutt til Mexíkó og aðalvitnið því fjarri góðu gamni. Því var brugðið á það ráð að semja við ódáminn – Rodney játaði sig sekan um barnaníð og aðrar ákær- ur; nauðgun, mannrán, misþyrmingar og morðtilraun, yrðu felldar niður. Þetta voru nánast jólin hjá Rodney og hann var dæmdur til allt að lífs- tíðarfangelsis, en vegna samnings- ins fékk hann reynslulausn eftir 34 mánaða afplánun. Reyndar var hann kominn á bak við lás og slá innan tveggja mánaða eftir að hann rauf skilorð með því að útvega þrettán ára stúlku maríjúana. Reyndar hélt stúlkan því fram að Rod- ney hefði rænt henni en á hana var ekki hlustað. Rodney eyddi tveimur árum í grjótinu en var sleppt árið 1977, fór til Los Angeles og fékk vinnu hjá Los Angeles Times. En þess var skammt að bíða að hann léti undan morðfýsn sinni. Fimm fórnarlömb Í nóvember 1977 nauðgaði Rodney og myrti Jill Barcomb, átján ára stúlku sem nýlega hafði flutt til Kali- forníu. Rodney barði hana í andlitið með grjóthnullungi og kyrkti hana síðan. Lík hennar fannst 10. nóvem- ber í fjalllendinu við Hollywood. Í desember urðu örlög 27 ára hjúkrunarkonu, Georgiu Wixet, ráðin er hún varð á vegi Rodneys. Hann misþyrmdi henni kynferðislega með hamri sem hann síðan notaði til að ráða henni bana. Lík hennar fannst í hennar eigin íbúð í Malibu 16. des- ember. Þann 24. júní, 1979, fannst lík 33 ára ritara, Charlotte Lamb, í þvotta- húsi fjölbýlishúss í El Segundo. Henni hafði verið nauðgað, hún barin og síðan kyrkt með skóreim. Í sama mánuði nauðgaði og myrti Rodney 21 árs konu, Jill Parentau, í íbúð hennar í Burbank. Rodney fékk skurð þegar hann klifraði út um glugga íbúðarinnar og var bendlaður við morðið sökum þess um hve sjald- gæfan blóðflokk var að ræða. Hann var ákærður fyrir morðið en málinu var síðar vísað frá. Við fjallsrætur San Gabriel-fjalls skammt frá Sierra Madre fundust, 2. júlí 1979, líkamsleifar tólf ára stúlku, Robin Samsoe, sem Rodney hafði rænt og myrt 20. júní. Eftir að hafa myrt Robin tók Rodney á leigu geymsluhúsnæði í Seattle og þar fann lögreglan síðar hundruð ljósmynda af ungum konum og stúlkum og sekk sem innihélt ýmist dót sem talið var að kæmi úr fórum fórnarlamba Rodneys. Á meðal þess sem fannst voru eyrnalokkar Robin Samsoe en fjöldi fólks hafði staðfest að hann hefði verið á ströndinni þar sem hún sást síðast. Dauðadómi snúið í tvígang Að rannsókn lokinni var Rodney ákærður fyrir morðið á Robin, réttað var yfir honum, hann sakfelldur og dæmdur til dauða, árið 1980. Dauða- dómnum var síðar snúið af Hæstarétti Kaliforníu. Réttað var yfir Rodney aftur og hann sakfelldur enn og aftur fyrir morðið á Robin, árið 1986, og hann dæmdur til dauða. Þeim úrskurði var síðar snúið af sérstökum áfrýj- unardómstól. Á meðan Rodney beið þriðju réttarhaldanna fundust lífsýni, sem rekja mátti til hans, þar sem lík Jill, Georgíu og Charlotte fundust og hann var kærður fyrir fjögur morð í Los Angeles. Við þriðju réttarhöldin sá Rodney um vörn sína sjálfur. Hann bar ekki brigður á sakargiftir vegna morðanna fjögurra í Los Angeles, en beindi sjón- um sínum að máli Robin Samsoe. Sagðist hann hafa verið fjarri góðu gamni þegar hún var myrt. Gekk Rod- ney svo langt að spyrja sjálfan sig spurninga í þriðju persónu og breytti jafnvel rödd sinni eftir því hvort hann var í hlutverki lögfræðings eða síns sjálfs. „Mig langar, mig langar að drepa. Drepa.“ Þann 25. febrúar, 2010, var Rodney Alcala sakfelldur fyrir fimm morð, eitt mannrán og fjórar nauðganir. Þegar kviðdómur velti fyrir sér hvaða refs- ingu Rodney ætti skilið reyndi hann að leiða huga kviðdómara frá dauða- refsingu með því að fara með lag Arlo Guthrie, Alice‘s Restaurant, þar sem segir meðal annars: „I wanna, I wanna kill. Kill“ eða „Mig langar, mig langar að drepa. Drepa.“ Sú aðferðafræði Rodneys bar ekki ávöxt og kviðdómur mælti með dauðarefsingu og dómarinn var sama sinnis. Að lokinni sakfellingu Rodneys birti lögreglan í Huntington 120 ljós- myndir úr safni Rodneys enda grun- aði hana að fórnarlömb hans kynnu að vera ívið fleiri. Borin hafa verið kennsl á þó nokkur andlit sem sjá má á myndunum. Einnig hafa tvö morð í New York verið tengd við Rodney fyrir tilstilli DNA-sýna; flugfreyjan Cornelia Crilley var myrt 1971, á sama tíma og Rodney var í kvikmyndaskóla í New York, og Ellen Jane Hover var myrt 1977, á sama tíma og Rodney hafði fengið heimild skilorðsfulltrúa síns til að heimsækja fjölskyldu sína í New York. Rodney Alcala er sem stendur á dauðadeild San Quentin-fangelsis- ins. n „Mig langar, mig langar að drepa. Drepa. n Yngsta fórnarlamb Rodneys Alcala, Stefnumótamorðingjans, var 12 ára stúlka Brosmilt varmenni Rodney var ekki allur þar sem hann var séður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.