Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 48
48 Lífsstíll 17.–21. maí 2013 Helgarblað n Bogfimisetrið í Kópavogi er hið eina sinna tegundar í heiminum n Allir velkomnir Beint í mark Þ að er enginn staður í ver- öldinni eins og þessi,“ segir Guðmundur Örn Guðjóns- son, annar af tveimur stofn- endum Bogfimisetursins og nýs félags, Bogfimifélagsins Bogans. „Hér er æfingaraðstaða fyrir hvern sem er að æfa sig á boga. Það er að mér vitandi ekki opin slík aðstaða fyrir almenning neins staðar í heim- inum.“ Guðmundur Örn hefur boðið blaðamanni og ljósmyndara í heim- sókn í því skyni að leyfa þeim að prófa íþróttina. Þegar þá ber að garði eru börn um tíu ára aldur við æf- ingar. „Mega sumsé börn æfa bog- fimi?“ spyr blaðamaður og horfir á áhugasöm börnin leggja ör á streng og skjóta í mark. Sum skjóta á stóra mynd af bjarndýri. „Við erum að prófa okkur áfram í að veita börnum leiðsögn. Þessi börn eru úr Kársnes- skóla og hafa áhuga á að læra bog- fimi. Ef til vill verðum við með nám- skeið í sumar, við erum að minnsta kosti í smá tilraunastarfi í dag.“ Mjög gaman Skiljanlega eru börnin afar áhugasöm um bogfimi. Ekki síst í ljósi vinsælda Hollywood-kvik- myndarinnar Hunger Games, þar sem kvenhetjan Katniss Everdeen mundaði bogann hetjulega. Maríanna, 10 ára stúlka úr Kárs- nesskóla, er stödd við æfingar og gefur sig á tal við blaðamann. „Mér finnst þetta mjög gaman, ég kynntist bogfimi í Kanada. Þar hafa margir áhuga á bogfimi. Miklu fleiri en hér,“ segir hún og sýnir svo getu sína. Hún spennir bogann og skýtur beint í mark. Efni í góða íþrótta- konu. Bæði fyrir konur og karla „Hér er hægt að koma í bogfimi rétt eins og keilu,“ segir Guðmundur Örn með bros á vör. „Ég sjálfur byrjaði að æfa bogfimi fyrir um 11 mánuðum og komst þá að því að aðgengi að íþróttinni er mjög erfitt og lítið á Íslandi. Ég ákvað fimm mánuðum seinna að bæta úr því og opna þessa aðstöðu hér. Hér er opið fyrir almenning og ef einhverj- um líkar einstaklega vel þá er hægt að halda áfram í íþróttinni og ganga í bogfimifélag. Síðan við opnuðum hefur orðið fimmföldun í sportinu. Áður voru um 40 sem æfðu bog- fimi að staðaldri, nú eru 200 manns skráðir í félagið okkar og því ljóst að framtakið hefur orðið til þess að stórauka áhugann á greininni.“ Heillandi sport Hann segir alla geta stundað bog- fimi og íþróttin henti bæði konum og körlum. „Elsta konan í bogfimi er um sjötugt og sú yngsta 10 ára.“ Erla María Hauksdóttir, jarð- fræðingur og rannsóknarmaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, prófaði fyrst að skjóta af boga fyrir skömmu. Hún fór með félaga sín- um í gott skjól í Öskjuhlíðinni þar sem ófáum örvum var skotið á mark án þess að vegfarendum væri stefnt í hættu. „Ég var að prófa þetta fyrst þegar myndin (sjá að ofan) er tekin og heillaðist strax. Ég er í göngu- hópi og björgunar sveit og elska hitt og þetta sport. Ég fer á kajak og klíf fjöll og svona og því er bogfimin skemmtileg viðbót. Ég hlakka til að gera meira af þessu.“ Í nýrri aðstöðu Bogfimisetursins eru níu skotmörk og skilrúm á milli brauta. Bogarnir sem eru notaðir eru í mismunandi stærðum og segir Guðmundur Örn alla eiga að geta fundið sér stærð við hæfi. „Þetta er skemmtilegt og öruggt sport fyrir alla fjölskylduna. Það sem skiptir allra helst máli er að þiggja leiðsögn áður en skotið er af boga. Það er skil- yrði hér. Líkamsstaðan þarf að vera rétt og fylgja þarf settum öryggis- reglum. Þeir sem stunda bogfimi þurfa að búa yfir góðri einbeitingu og vera í góðu andlegu jafnvægi,“ til- tekur Guðmundur. „Allur búnaðurinn er á staðnum. Þú færð boga, örvar, hlífar og skot- mörk til að skjóta á.“ Ásamt því er leiðbeinandi á staðnum sem kynnir þér grunninn að því hvernig á að skjóta. Bogarnir sem eru notaðir í saln- um eru allir í mismunandi stærð- um svo allir ættu að geta fundið sér stærð við hæfi. Búnaðurinn skiptir einhverju máli í bogfimi en það sem skipt- ir höfuðmáli er að búnaðurinn sé rétt stilltur, skotstaða og þeim mun meira sem æft er þeim mun meiri árangri er náð. Skotmörkin sem eru notuð eru sams konar og þau sem notuð eru á alþjóðlegum mótum erlendis og eru af hæstu gæðum. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Skotið af boga Erla María Hauksdóttir, jarðfræðingur og rannsóknarmaður hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, skýtur af boga í Öskjuhlíð. Hún ætlar sér að skjóta oftar af boga og segir það óhemju skemmtilegt sport. „Elsta konan í bog- fimi er um sjötugt og sú yngsta 10 ára. Kynntist bogfimi í Kanada Maríanna er 10 ára og prófar sig áfram í bogfimi í Bogfimisetrinu í Kópavogi. Hún kynnt- ist bogfimi í Kanada, þar sem hún segir marga hafa áhuga á sportinu. Sport fyrir alla Hér sést Guðmundur Örn spenna ör á boga. Honum fannst aðgengi að bogfimi of lítið á Íslandi og ákvað að opna það fyrir almenningi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.