Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 60
„Ég er pínu Marilyn Monroe í mér“ J ónína segist vera löngu hætt að láta aðra segja sér hvernig hún eigi að líta út. Á tímabili eltist hún við staðalímyndir eins og útlit Barbie-dúkkunn- ar. „Nú er ég orðin 56 ára gömul og estrogenið mitt er enn mjög virkt og við vitum að fitan hjálpar þar til. Eins vitum við að feitar konur fá síður beinþynningu en mjóar. Ef maður temur sér að æfa og vera sterkur og liðugur með gott úthald þá gera aukakílóin ekkert ógagn. Ég læt engan segja mér hvernig ég á að vera, það er liðin tíð. Á því tímabili sem ég eltist við ímyndir sem voru langt frá mínum genum, langt frá mínum lífsstíl, endaði ég úti í skurði. Fordæmum útlitsdýrk- un stelpur, verum allt í senn hugs- andi og heilbrigðar kynverur sem þora að njóta ásta. Við konur erum aðlaðandi þegar við erum geislandi glaðar en ekki nöldrandi. Karlar þola illa nöldur. Feit og nöldrandi eða mjó og nöldr- andi, skiptir engu. Sorglegt, en sumar konur geta hlustað á eigið nöldur daginn út og inn og trúðu mér, það er fitandi fyrir alla á heim- ilinu. Við getum nú verið Ásdís Rán af og til án þess að allt fari á annan enda hjá femínistum. Ég skammast mín ekki fyrir konuna í mér, elska að gera mig fallega fyrir mann- inn minn. Í minni fjölskyldu eru konurnar þykkar flestar en rosa- lega skemmtilegar og karlmenn eru brjálaðir í þær,“ segir Jónína og hlær. Útlitsdýrkun varhugaverð „Ég veit ekki hvað það er,“ segir Jón- ína, „en fyrstu 25 ár ævi minnar var lífsstíll minn eins og handrit fyrir íþróttaálfinn. Ég hugsaði um þrennt, íþróttir, líkamann og trú- mál.“ Í gegnum tíðina hefur Jón- ína verið meðvituð um mikilvægi þess að ástunda heilbrigðan lífsstíl og rækta heilbrigð viðhorf gagn- vart líkamanum. „Ég er hugsi yfir þeirri útlitsdýrkun og útlitssjúk- dómum sem herja á hinn vestræna heim, sérstaklega á konur. Nú herja anorexía eða búlemía á mjög ungar stúlkur. Átröskunarsjúkdómar eru alvarlegir og okkur ber að grípa hratt og ákveðið inn í þá. Þetta er nefnilega dauðans alvara auk þess sem þessir sjúkdómar hafa varan- leg áhrif á viðkomandi, meðal annars þau að sjálfsmyndin er á skjön við raunveruleikann. Hér er oft um að ræða konur með hæfileika og getu á háu stigi sem finnst þær þurfa að hafa ákveðið útlit til þess að ná árangri. Þær missa getuna til að skilgreina útlit sitt eins og það er og ætla með svelti að breyta sér. Hugarfarið stjórnar för og það hefur ekkert upp á sig að reyna að koma mat í þessa sjúklinga heldur þarf að vinna sál- rænt að lækningu. Það er eins og með alkóhólismann, þetta læknast ekki af sjálfu sér en fólk lærir að lifa með þessum sjúkdómum og eign- ast oft mjög gott líf þannig,“ segir Jónína. Afleiðingar hugarfarsins Hún segir fína línu vera milli þessa að vera stöðugt með útlitið á heil- anum og að leyfa sér að fitna fram úr öllu hófi. Leyndarmálið á bak við batann eða það að ná heilbrigði á ný er að sækja sér sálfræðiaðstoð eða styðjast við 12 spora kerfi AA- samtakana, að mati Jónínu. „Sjálfhverfu eða narsissisma má auðveldlega sjá í hegðun margra kvenna sem varla þora að hafa álit eða skoðun á nokkru nema útliti sínu og annarra kvenna og vaða reyk í þeirri skoðun sinni að feitt fólk sé ekki í lagi. Hafi enga sjálfsstjórn, sé þriðja flokks manneskjur. Engum líður vel þegar hann er hættur að geta hreyft sig af spiki. Það er af- leiðing hugarfars, leti, þunglyndis, kvíða, ofdrykkju og sykurneyslu. Það eru engin leyndarmál við að halda heilsu og holdafari í lagi. Fáðu sálfræðihjálp með hugarfarið fyrst og svo þarf að taka hænufetin. Sigurinn er þinn.“ Gafst upp á Guði Jónína er mjúk og stolt af því. Hún segist einu sinni hafa verið mjó en hún muni lítið frá þeim tíma. „Ég varð sljó og þreytt og fann mig ekki í 55 kílóum. Mín kjörþyngd er þegar ég hugsa skýrt, get hreyft mig og elskað manninn minn án þess að vera með hugsanir um að ég dugi ekki til. Í sjálfu sér líður mér best aðeins yfir minni kjörþyngd sem er 66 kíló. Það er að segja að þá finn ég að hugurinn og líkaminn vinna sem ein vél. Þetta er ekki afsökun fyrir því að borða mikið, þetta er satt.“ Það kom þó tímabil þar sem hún barðist við niðurrifshugsanir og óánægju með líkamann. „Ég fór inn í svona Marylin Monroe-hugs- anir, að ég dygði aldrei til, að ekkert sem ég gerði væri nægilega gott, að lífið væri fyrir aðra en mig. Auðvit- að var þetta þunglyndi sem síðar varð kvíði. Ég tamdi mér hugsanir sem eru tortímandi öllu fólki. Trúin vék ekki frá mér því ég veit að Guð gefst aldrei upp á mér en ég gafst upp á Guði. Ég skildi ekkert hvað hon- um gekk til með ýmsum atburðum í lífinu og samböndum sem ég lenti í eða kom mér í, flúði í eða leitaði eftir. Enginn neyddi mig í þess- ar aðstæður. Enginn dró mig inn í þetta brjálæði sem ég var í um tíma, enginn annar en ég sjálf. Það var ekki fyrr en ég sá botninn, þegar ég horfði upp úr feninu, að ég áttaði mig á því að ég væri nú meira virði en svo að láta einhverja aula taka frá mér ráð og rænu. Ég sneri reynslunni mér í hag og lærði að hætta að hlusta á þessar raddir um vanmátt minn, um getu- leysið og tilgangsleysið en í stað- inn komast að því hver þessi Jónína Ben er í raun og veru. Ég gerði allt og geri allt til þess að halda mér þar sem ég veit að ég á heima.“ Á meðal þess sem hún gerir til þess að rækta líkama og sál er að stunda sjósund. Það hefur hún gert í um tvö ár. „Það gerir mér mjög gott. Mér finnst best að fara á kvöldin þegar enginn er þarna og í myrkrinu er best að vera nakin. Á sama tíma þarf ég að passa að vera ekki ein í sjónum.“ Fyrirleit sjálfa sig „Í dag er ég sátt í eigin skinni og er ekki eins reið og ég var í langan tíma. Reiðin er mannskemmandi og gerir manni sjálfum verst fyrir. Ég er pínu Marilyn Monroe í mér og ég legg hart að mér til að hleypa henni ekki að í mínu lífi. Hún end- aði líf sitt því hún fyrirleit sjálfa sig. Hún leitaði í karlmenn með völd og fórnaði lífinu fyrir röddina sem hvíslar að fólki eins og mér þeirri ónotalegu tilfinningu að við séum einskis virði. Þvílík vitleysa sem mannshug- urinn getur alið á, hann getur tekið okkur út um víðan völl, langt frá til- gangi okkar og hæfileikum. Ég veit innst inni að Guð elskar mig eins og ég er, hann þekkir mig, hann er alltaf til staðar fyrir mig. Svo kemur hin veraldlega rödd sem við heyr- um allt frá því að við erum börn „ekki ímynda þér Jónína Ben að þú eigir skilið hamingjuna, hún er fyrir aðra en þig.“ Þetta er rödd dauðans og ég vil ekki deyja. Ég vil lifa enda hef ég allt að lifa fyrir og þá meina ég allt.“ Jónína Benediktsdóttir, athafnakona og lífs- spekúlant, hefur farið í gegnum djúpa dali í sínu lífi og upplifað meira en margur. Þunglyndi og myrkur einkenndi líf Jónínu um tíma, en hún hefur snúið vörn í sókn og stundar sjósund af kappi sem hún segir gera sér mjög gott. Hún segir að útlitsdýrkun sé komin út í öfgar og konur ættu að elska líkama sinn í hvaða formi sem er. „Ég var eins og íþróttaálfurinn „Karlmenn ola ekki nöldrandi kerlingar. 60 Fólk 17.–21. maí 2013 Helgarblað Íris Björk Jónsdóttir iris@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.