Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Síða 61
„Ég er pínu Marilyn Monroe í mér“
Ríkuleg uppskera
Jónína þakkar fyrir lífið á hverjum
degi en hún segist vera stjórnsöm í
grunninn en hún hefur lært að láta
af stjórnseminni með hjálp trúarinn-
ar. Henni finnst erfitt að tala um Jesú
sem leiðtoga sinn, en trúin er ákveðið
feimnismál meðal vina hennar.
„Trúin á Jesú Krist er ákveðið
feimnismál meðal minna vina.
Fólk sem hefur gengið í gegn-
um háskólanám, í öðru en guð-
fræði, á oft erfitt með að ræða það
óáþreifan lega sem Guð vissulega
er og hvað þá Jesú sem var kross-
festur en reis upp. Fyrir marga er
það eitthvað svo ótrúlegt. En trúin
er vonin um eitthvað betra og lífs-
stíll minn snýst um að finna það
góða þótt það taki mig alla ævina
að finna það. Ég skal finna það
besta í öllum, í öllum aðstæðum og
á öllum tímum.
Ég er þakklát öllum þeim sem
heyra rödd mína, bæði þegar hún er
mér í hag og eins þeim sem hlusta
þegar ég fer í dimma dalinn. Sá dal-
ur er bara í mínum hugarheimi,
hann er ekki raunverulegur. Ég mun
aldrei dvelja lengi þar því það er til
fólk sem ég get leitað til og það er til
Guð sem heldur mér við efnið ef ég
vinn vinnuna mína. Það felst í því
að lesa orðið og fylgja því eftir bestu
getu. Þetta hljómar væmið en Biblí-
an er bók bókanna og AA-bókin er
númer tvö. Þegar fólk vinnur 12 spora
vinnuna sína, sem allir ættu að gera
í raun, þá er uppskeran ríkuleg, and-
legt jafnvægi og heilbrigði til anda sál-
ar og líkama. Við erum nefnilega andi,
með sál og í líkama. Ekki öfugt.“ n
Nýtur kynþokkans
Jónína kemur vel fyrir
og geislar af hamingju.
Náði sátt við sjálfa sig Henni líður betur í eigin líkama þegar hún er aðeins yfir kjörþyngd.
Sjósundið
Jónína elskar
að synda nakin
í sjónum þegar
rökkva tekur.
Fólk 61Helgarblað 17.–21. maí 2013