Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Qupperneq 62
Þ að er búið að vera alveg ótrú­ lega gaman að búa þennan disk til, það er svo mikil gleði í þessu bandi,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, tónlistar­ maður og einn meðlima hljómsveit­ arinnar Æfingar frá Flateyri. Hall­ dór spilaði fyrst með hljómsveitinni fyrir nokkrum árum þegar Krist­ jáns Jóhannessonar, trommuleikra og fyrrverandi sveitarstjóra á Flat­ eyri, var minnst. Halldór þekkja flest­ ir Íslendingar en hann fer einnig fyrir Fjallabræðrum og hefur ferðast um landið og tekið upp nýtt íslenskt þjóðlag. Líður eins og fermingardreng „Ég var eiginlega sleginn til riddara og gerður að formlegum meðlimi Æfingar á þessari miklu gleðihelgi fyrir vestan. Það var mjög gaman að fara á svið með köllunum. Manni líð­ ur eins og fermingardreng með þeim. Æfing er fyrsta kynslóð sveitaball­ ahljómsveita á Flateyri en ég er af fjórðu kynslóð, allt sem á eftir kom er Æfingu að þakka. Það eru forréttindi að fá að stíga á svið með fyrstu kyn­ slóð og fáir sem upplifa það,“ segir Halldór Gunnar. Hljómsveitin var stofnuð byltingar árið mikla, 1968. Þeir voru fjórir sem ákváðu að slá í band og keyptu hljóðfæri. Þar sem enginn kunni með slíka hluti að fara var dreg­ ið um hver spilaði á hvað. Af þeim sem stofnuðu bandið er einn eftir um borð, Árni Benediktsson gítar leikari. Himnasending „Þetta hefur alltaf verið skemmti­ legt, fyrstu tuttugu árin vorum við nokkuð stíft í þessu en síðan höfum við komið saman við sérstök tæki­ færi, þess vegna hefur hljómsveitin verið til allan þennan tíma. Okkur dreymdi aldrei um það í gamla daga að við ættum eftir að gefa út plötu en nú er það orðið að veruleika. Ég hefði aldrei trúað hvað það er skemmtilegt að gera plötu með þessum hóp,“ segir Árni og hækkar í græjunum þar sem rokklagið Fínn karl kerlingin hans, hljómar af endalausu fjöri. Halldór Gunnar hækkar róminn og segir að þetta lag muni verða fyrst af diskinum til að komast á lista. „En þau verða fleiri.“ Alls eru fimm meðlimir í hljóm­ sveitinni auk þess sem leiguliði er á trommunum. Af nýrri meðlimum er Siggi Björns elstur en hann spilaði fyrst með bandinu á páskadag 1971. „Við komum og fórum til skiptis á ár­ unum á milli 1970 og 1980, ég, Jón Ingiberg Guðmundsson og Ásbjörn Björgvinsson, síðan höfum við allir fylgt bandinu. Það var svo sannkölluð himnasending þegar Halldór Gunnar bættist í hópinn, hann er hreinasti snillingur strákurinn, það vefst ekkert fyrir honum enda gæti enginn nema hann haldið saman svona kór eins og Fjallbræðrum. Svo lagar hann meðal­ aldur bandsins svo vel til. Vorið 2009 fórum við allir vestur til að minnast Kristjáns trommuleik­ ara og frumfluttum þar lag sem var eins konar ævisaga Æfingar. Það kom okkur verulega á óvart hvað margir komu vestur til að njóta helgarinnar með okkur. Þá fyrst áttuðum við okk­ ur á því hvað félagslegt gildi hljóm­ sveitarinnar hafði verið mikið í þorp­ inu. Þá kviknaði djörf hugmynd um að gera disk og var stór hluti af hon­ um einmitt tekinn upp fyrir vestan en restin í Reykjavík,“ segir Siggi Björns sem hóf feril sinn með Æfingu en hefur í aldarfjórðung haft sitt viður­ væri af því að spila tónlist fyrir íbúa meginlandsins. Öl og ástir Á disknum er mikið af lögum sem segja frá lífinu í litlu þorpi úti á landi, gæti líklega allt hafa gerst í hvaða þorpi sem er. Þarna er rómantík, sjór, öl og ástir. Slagsmál og kvöldsól. Allt þetta einkenndi lífið á gullaldarárum Æfingar. Í litla þorpinu snerist lífið um mikla vinnu og frelsi, margir tugir ungra kvenna komu á hverju hausti frá framandi heimsálfum til starfa í frystihúsum. Ófærð og einangrun skipti því aldrei máli á þessum árum þar sem frjálsar ástir komu í stað þess að hver héldi í sitt. „Það er búið að vera hrikalega skemmtilegt að taka þessa plötu upp, ég hef fylgst með þessu frá fyrstu hug­ mynd og allt til loka,“ segir Halldór Gunnar. „Lögin eru öll skemmtilegar sögur og nú veit ég miklu meira um þorp­ ið mitt en áður, þeir hafa sagt mér margar sögur og ótrúlega hefur þetta verið skemmtilegt þegar hvert ár varð öðru betra og leiðin lá bara upp. Ég er búinn að heyra margar mergjað­ ar sögur og sjá að fyrri kynslóðir voru hreint ekki heilagar. Við förum vestur núna á hvíta­ sunnunni og höldum tónleika í samkomuhúsinu á Flateyri á laugar­ dagskvöldið svo verður Æfingar­ ball á eftir fram í nóttina. Það verð­ ur skemmtilegt að standa á sviði þar og finna fjörið. Allar hljómsveit­ ir sem hafa verið á Flateyri byrjuðu í samkomuhúsinu, einhvern veginn fengu menn bara lykilinn og æfðu sig þar og það eru margar hljómsveitir sem hafa komið í fótspor Æfingar. Þeirra hlutverk var því stórt. Það eru örugglega til svona hljóm­ sveitir víða um land og ég skora Æfingarmenn allra þorpa að fara þessa slóð og gefa út svona efni. Það er ótrúlega mikil gleði í þessu. Æf­ ingardiskurinn er alveg hreint magn­ aður gripur,“ segir Halldór Gunnar þar sem hann stendur í greddulegri rokkstellingu og framkallar ótrúleg­ ustu hljóð úr gítarnum sínum í Glað­ heimum í Kópavogi. n 62 Fólk 17.–21. maí 2013 Helgarblað Gaman að fara á svið með köllunum n Fjallabróðir til liðs við Flateyrarbandið Æfingu n 40 ára gamalt þorpsband fær liðsauka Guðmundur Sigurðsson skrifar Æfing hjá Æfingu Plata á leiðinni hjá þessu fornfræga bandi sem hefur fengið öflugan liðsauka Fjallabróðurs. Hann er snillingur Halldór Fjallabróðir er genginn til liðs við Flateyrarbandið Æfingu. Sungið af list Hljóm- sveitin Æfing á sér ríka sögu. „Himnasending þegar Halldór Gunnar bættist í hópinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.