Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Page 64
Sumir
reyna en
toppa
aldrei!
Aðstoðarmaður
jólasveinsins
n Sjónvarpskonan Margrét Erla
Maack skaut á samstarfsmann
sinn Helga Seljan á Facebook-síðu
sinni á fimmtudag. Margrét setti
inn mynd af Helga með yfirskrift-
inni „Aðstoðarmaður jólasveinsins
er bara í stuði“ en á myndinni var
Helgi klæddur í rauðan bol sem
minnti nokkuð á nærföt Sveinka.
Helgi sló á létta strengi og skrifaði
við myndina „Hvað á ég að segja?“.
Helgi gerði þar grín að
sjálfum sér en eins
og frægt er orðið
endurtók frétta-
maðurinn harð-
snúni setninguna
ansi oft þegar hann
ræddi við nýkjörna
þingmenn á dögun-
um. Samantekt
af því var sett
á YouTube
og vakti þó
nokkra
lukku á
Face-
book.
Rappafmæli
n Annar rappari fagnar afmæli
á næstunni en það er XXX
Rottweilerhundurinn Ágúst Bent
Sigbertsson. Hann heldur upp á
þrítugsafmælið sitt aðra helgi og
er stórhuga í veisluplönum. Góð-
vinir Bents, þeir Erpur Eyvindarson
og Steindi Jr., munu sjá um veislu-
stjórn. Allir eru þeir annálaðir
partípinnar og má því búast við
mikilli gleði. XXX Rottweiler-
sveitin var að senda
frá sér nýtt lag, Þú
veist, en rapp-
hundarnir eru
að vinna í nýju
efni þessa dag-
ana.
Kræsingar í
morgunsárið
n Halldór Halldórsson, grínisti, leik-
stjóri og rappari, fagnaði 28 ára
afmæli í gær. Afmælisbarnið var
vakið með dýrindis morgunverði
sem unnusta hans Magnea Guð-
mundsdóttir matreiddi en Halldór
deildi mynd af kræsingunum
með áhangendum sínum á Twitt-
er. Halldór fagnaði svo áfangan-
um enn frekar í góðra vina hópi á
matsölustaðnum Snaps. Undan-
farnir mánuðir hafa verið við-
burðaríkir hjá Halldóri en þau
Magnea eiga von á sínu fyrsta
barni. Fyrir á Hall-
dór soninn Kára.
Halldór er einnig
aðstoðarleikstjóri
Engla alheimsins
sem nú er verið að
sýna í Þjóðleik-
húsinu en
verkið hef-
ur fengið
frábæra
dóma.
Þ
etta hefur alltaf fylgt huganum,
segir Mjöll Sigurdís Magnús-
dóttir fjórtán ára aðspurð hvort
hana hafi lengi dreymt um að
fara sigra Hvannadalshnúk. Mjöll fór
á tindinn á föstudaginn í síðustu viku í
erfiðri færð. Raunar hafði enginn hóp-
ur náð á tindinn síðustu tvær vikurnar
á undan; allir þurftu frá að hverfa
vegna færðar.
Mjöll fékk ferðina í fermingargjöf
og fór með Íslenskum Fjallaleið-
sögumönnum en sérstök undantekn-
ing var gerð fyrir hana þar sem aldurs-
takmarkið í ferð á vegum félagsins á
hnúkinn er átján ár.
Lítill snjór hefur verið á hnúknum
að undanförnu sem gerir það að
verkum að brekkur verða brattari og
sprungur víðari. „Við vorum öll mjög
vel meðvituð um að ef þetta gengi
ekki upp þá myndi öll línan snúa við,“
segir Magnús Magnússon, faðir Mjall-
ar, sem gekk með henni. Venjulega fer
einn leiðsögumaður í svona ferð en
í þessu tilviki voru þeir tveir. Einnig
voru tveir frændur hennar með í för.
„Þetta var ekki eins erfitt og ég
hélt, en samt var þetta svolítið erfitt,“
segir Mjöll um gönguna í samtali
við DV. Veður var gott þótt færið hafi
verið erfitt: „Það var sól og blíða. Svo
var smá þoka og vindur þegar við
vorum á leiðinni niður.“ Mjöll mælir
með þessari göngu. „Þetta er mjög
skemmtilegt. Ég mæli með þessu. En
bara fyrir þá sem eru búnir að æfa sig
– það er alveg nauðsynlegt,“ segir hún.
„Þetta var ótrúlegt afrek hjá henni,“
segir Magnús stoltur: „Það er ekki sjálf-
gefið að ungir krakkar reyni að fara
þarna upp.“ Hann segir að ýtrasta ör-
yggis þurfi að gæta í svona ferðum.
Sjálf er Mjöll vön fjallgöngum og fór
mjög ung að ganga með föður sínum.
Fjórtán ára fór á Hvannadalshnúk
n „Ég mæli með þessu. En bara fyrir þá sem eru búnir að æfa sig.“
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 17.–21. Maí 2013 55. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Svolítið erfitt „Þetta var ekki eins erfitt
og ég hélt, en samt var þetta svolítið erfitt,“
segir Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir sem gekk
á Hvannadalshnúk. Mjöll er vön að ganga á
fjöll þrátt fyrir ungan aldur.