Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 8
n „Skottulækningar“ segir rafvirki um rafbylgjumælingar
A
rnar Matthíasson rafvirki
hefur eitt og annað við starf-
semi Garðars Bergendals
rafbylgjumælingarmanns
að athuga. Í miðvikudags-
blaði DV var sagt frá því að níræð
kona, Guðlaug Magnúsdóttir, hefði
kært Garðar til lögreglunnar eftir
að hann mældi rafbylgjur á heimili
hennar og seldi henni hólk sem hann
sagðist hafa grafið í garðinum hjá
henni en hún fann ekki aftur. Hólk-
urinn átti að vernda heimili henn-
ar fyrir jarðárum, rafmagni, raka og
gasi. Fyrir heimsóknina og hólkinn
greiddi hún rúmar 80 þúsund krón-
ur. Garðar vísar ásökunum á bug og
segir alrangt að hólkurinn hafi ekki
verið í garðinum, en hann sótti hólk-
inn þangað og kom með hann mold-
ugan á ritstjórn DV.
Meiri áhyggjur af öðru
Arnar starfar fyrir Securitas á Akur-
eyri og fer víða til þess að setja upp
öryggishnappa. Í einni slíkri ferð
kom hann inn á heimili þar sem
Garðar hafði nýlega verið.
Margt kom Arnari undarlega fyr-
ir sjónir, jafnvel þótt hann sé einn af
þeim sem trúa því að rafbylgjur geti
haft áhrif á fólk efast hann stórlega
um að þjónusta Garðars hafi komið
að miklu gagni. „Í gripahúsum hafði
Garðar endaskipti á flúrperum alls
staðar þar sem þær voru aðgengi-
legar með þægilegum hætti úr hefð-
bundnum stiga.
En það skiptir engu máli hvern-
ig flúrperur snúa því það er gas inni
í þeim sem fer af stað þegar það er
örvað, hvernig sem þær snúa. Mér
fannst þetta því ekki mjög trúverð-
ugt,“ segir Arnar.
„Ég hefði mun meiri áhyggjur af
flökkustraumum, geislum frá raf-
tækjum, halogen-spennum og þess
háttar en því hvernig perur snúa.“
Varasamur frágangur
Verra fannst honum samt að sjá frá-
ganginn á kló sem hann fullyrðir að
Garðar hafði skorið í og skilið eftir í
eldhúsinu. Garðar mælir nefnilega
hvoru megin póllinn er og núllið og
merkir við það með bleiku nagla-
lakki því hann segir að annars leiði
rafmagn út og það hafi slæm áhrif á
heilsu fólks. Þess ber þó að geta að
þegar Garðar sýndi ritstjórn DV að-
ferðirnar sem hann notar þá not-
aði hann sérstakt mælitæki til þess
að mæla þetta og þurfti því ekki að
skera í klær. En svona lýsir Arnar
þessu: „Í eldhúsinu stóð hitaketill
sem Garðar hafði skorið í til þess
að sjá hvoru megin póllinn var og
núllið. Hann hafði skorið í gegn-
um einangrunina og inn í vírinn.
Eldhúsbekkurinn var úr járnplötu,
innstungan var neðarlega á bekkn-
um og kapallinn var sveigður út.
Ef það hefði skvest vatn á bekkinn
og einhver hefði komið við hann
hefði sá hinn sami fengið straum,“
segir Arnar og bætir því við að það
sé mun hættulegra að ganga svona
illa frá rafmagnsvírum heldur en
að snúa einhverri innstungu vit-
laust þegar hún er sett í samband.
Kvartaði við sambandið
Arnar hafði því samband við Raf-
iðnaðarsamband Íslands og lét vita
af þessu. „Ég veit ekki hvort eða
hvernig brugðist var við því. Það þarf
að athuga á hvaða forsendum Garðar
veitir þessa þjónustu, því þetta virð-
ast vera einhverjar skottulækningar.
Ég held að það sé bara verið að spila
inn á trúgirni fólks.“
Ísleifur Tómasson hjá Rafiðnað-
arsambandi Íslands segir að það geti
ekki beitt sér í svona málum. Sam-
bandið hefur fyrst og fremst það
hlutverk að berjast fyrir réttindum
og kjaramálum félagsmanna. „Það
væri frekar Mannvirkjastofnun sem
sér um að fylgja reglugerðum eftir
og ætti að beita sér í málinu ef þetta
væri hættulegt.“
Engar sannanir
Ísleifur segir að engar mælingar séu til
sem sýni fram á að segulsvið fari eins
illa með fólk og margir vilja trúa. „Það
eru ekki til neinar sannanir fyrir því en
við getum ekki lýst einhverja sem fals-
spámenn, sama hvort um er að ræða
heilara eða karl sem gengur um með
prjóna. Rafiðnaðarsambandið tekur
ekki afstöðu til þess.“
Þá sagði hann að rafbylgjur væru
alla jafna mældar með viðurkenndum
mælitækjum en ekki prjónum. Garð-
ar segir það þó alþekkta aðferð sem
margir nota.
Garðar vísar ásökunum Arnars
einnig á bug og segist ekki stunda
það að opna klær, það sé algjör
óþarfi því hann sé með sérstakt tæki
sem mælir hvorum megin er plús og
hvorum megin er mínus. Þá kannað-
ist hann ekkert við að hafa verið til-
kynntur til Rafiðnaðarsambandsins
vegna frágangs.
Hann segir að þessar ásakanir
jaðri við atvinnuróg og séu tilhæfu-
lausar með öllu. Að lokum benti
hann á heimasíðuna sína þar sem
fólk lofar hann fyrir góða þjónustu. n
„Verið að spila inn
á trúgirni fólks“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Það skiptir engu máli
hvernig flúrperur snúa
Arnar Matthíasson Segist hafa meiri
áhyggjur af flökkustraumum en því hvernig
perur snúa.
Garðar Vísar ásökunum á bug en
sýndi blaðamönnum DV hvernig
rafbylgjumælingarnar fara fram.
Hólkurinn Garðar komst í fréttirnar þegar
gömul kona kvartaði undan því að finna ekki
hólkinn aftur í garðinum.
8 Fréttir 7. júní–9. júní 2013 Helgarblað
Enn seinkar skýrslu um ÍLS
n „Örfáar vikur eftir“ segir formaðurinn
R
annsóknarnefnd um Íbúða-
lánasjóð átti að skila skýrslu í
byrjun maí. „Þetta er á loka-
stigi. Það gætu verið örfáar vik-
ur eftir við að ganga frá þessu,“ segir
Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrver-
andi héraðsdómari og formaður
rann sóknarnefndar um Íbúðalána-
sjóð í samtali við DV. Hann segist geta
lofað því að skýrsla rannsóknarnefnd-
ar um Íbúðalánasjóð verði tilbúin nú í
júní. Í byrjun apríl sagði DV frá því að
nefndin hefði þegar lokið vinnu sinni
og skýrslan væri því í raun tilbúin.
Nefndinni var ætlað að rannsaka
starfsemi sjóðsins frá aðdraganda
breytinganna á fjármögnun og lána-
reglum hans, sem hrundið var í fram-
kvæmd árið 2004, og til ársloka 2010
en tillaga um rannsóknina var sam-
þykkt á Alþingi í desember árið 2010.
Líklegt má telja að forystumenn
Framsóknarflokksins og Sjálfstæð-
isflokksins, sem nú sitja í ríkisstjórn,
séu lítt spenntir fyrir skýrslunni.
Ábyrgðin hjá Framsóknar-
flokknum
Eins og flestir þekkja heyrðu málefni
Íbúðalánasjóðs undir ráðherra Fram-
sóknarflokksins frá árinu 1995 til
2007. Á þeim tíma gegndu Páll Péturs-
son, Árni Magnússon og Magnús Stef-
ánsson starfi félagsmálaráðherra.
Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra flokksins, stýrði sjóðnum frá
1999 til 2010 og þá var Árni Magnús-
son félagsmálaráðherra 2003–2006.
Er talið að þessir tveir verði helst
gagnrýndir í skýrslunni.
Framsóknarflokkurinn stóð uppi
sem sigurvegari í kosningum til Al-
þingis í lok apríl. Flokkurinn mun
varla losna undan því að þurfa að
svara fyrir þau afglöp sem bent verður
á í skýrslunni. Formaður nefndar um
rannsókn á Íbúðalánasjóði er Sigurð-
ur Hallur Stefánsson, fyrrverandi hér-
aðsdómari. Með honum í nefndinni
eru Kirstín Flygenring hagfræðingur
og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor
við viðskiptafræðideild Háskólans á
Akureyri. n
as@dv.is
Ábyrgðin hjá Framsókn Líklegt þykir að Guðmundur Bjarnason og Árni Magnússon verði
helst gagnrýndir í skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.
Raftæki
eyðilögðust
„Það er verið að safna saman
munum sem blotnuðu eða
skemmdust þegar rútan festist
í Krossá á mánudaginn. Ég veit
ekki hversu mikið tjón þetta er
en ég hef þó haft spurnir af því
að í farangrinum sem blotnaði
var að minnsta kosti iPod-vagga
og fartölva. Ég held samt að
þetta hafi ekki verið mikið tjón,“
segir Gunnar Ríkharðsson tóm-
stundafulltrúi í Garðabæ.
Það var á mánudag sem
rúta með grunnskólanemend-
um festist í Krossá. Nemend-
urnir voru í 10. bekk og á leið í
útskriftarferð í Þórsmörk. Þrjár
rútur voru á leið inn í Húsa-
dal, sú fyrsta fór yfir áfalla-
laust en miðrútan stöðvaðist í
miðri á. Lestar rútunnar fyllt-
ust af vatni og blotnaði farang-
ur nemendanna. Skálaverðir í
Húsadal brugðust skjótt við og
drógu rútuna á þurrt. Engan um
borð sakaði en mörgum var illa
brugðið. Kristján Daníelsson
framkvæmdastjóri Kynnisferða
segir að tjón nemendanna verði
skoðað og Kynnisferðir meti það
í framhaldinu hvernig brugðist
verði við. Það sé verið að skoða
hvort tryggingarfélögin bæti að
einhverju leyti tjón af þessu tagi.
Reif af sér hárið
„Hárið á henni vafðist á ör-
skotsstundu utan um stöngina
sem stýrið er fest í. Hún var
snögg að rífa hárið sem flækt-
ist, úr hausnum á sér. Ég vil ekki
hugsa þá hugsun til enda hvað
hefði gerst ef henni hefði ekki
tekist það því hún er með hár-
lausa bletti á höfðinu eftir slys-
ið,“ segir móðir stúlku á 13. ári.
Stúlkan fór á hátíðina Sjóar-
ann síkáta í Grindavík um síð-
ustu helgi og þar fór hún ásamt
vinkonu sinni í bolla-hringekju.
Stúlkan sem er með sítt hár var
með það slegið og það fest-
ist í tækinu. Móðirin segir að
enginn hafi verið að fylgjast
með tækinu þegar stúlkurnar
fóru í það en þegar þær komu
úr hringekjunni sáu þær skilti
þar sem stóð skýrum stöfum að
þeir sem eru með sítt hár ættu
að vera með það í tagli.„Þetta
eru börn sem eru að fara í þessi
tæki og þau eru ekkert að lesa
svona skilti í öllum æsingn-
um við að komast í tækin. Það
er Sprell.is sem leigir tækin og
sér um uppsetningu og eftirlit
með þeim. Jóhann Tómasson,
framkvæmdastjóri Sprell.is, seg-
ist ekki hafa heyrt af þessu at-
viki en starfsmenn Sprell eigi að
fylgjast með öllum vélknúnum
tækjum auk þess sem búið sé að
koma upp viðvörunarskiltum
við öll tækin. Menn reyni eftir
bestu getu að fylgjast með því
að ekki verði slys. Hann segist
líka hvetja foreldra til að fylgjast
með börnum sínum og hafa eft-
irlit með þeim.