Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Qupperneq 28
28 Fólk 7.–9. júní 2013 Helgarblað Gleðigjafinn Hemmi Gunn Hermann Gunnarsson eða Hemmi Gunn eins og hann var yfirleitt kallaður var einn ástsælasti fjölmiðlamaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann var vinamargur og hvert sem hann fór smitaði hann með glaðværð sinn. DV ræddi við nokkra vini og fyrrum samstarfsmenn Hemma sem allir eiga það sameiginlegt að hafa notið þess að umgangast þennan mikla gleðigjafa sem þjóðin syrgir nú sárt. Allir bera þeir honum vel söguna og deila hér með lesendum sögum og reynslu sinni af Hemma. Þ að er bara þannig með Hemma eins og var með hann Rúna Júl. vin minn þegar hann dó, þá kem- ur bara húmorinn upp í hugann, það var það sem heldur sorginni niðri, bara að hafa gaman, seg- ir söngvarinn Gylfi Ægisson sem var góður vinur Hemma til margra ára. Þeir kynntust í Vestmannaeyj- um þegar Hemmi var enn að spila knattspyrnu fyrir Val en þá var Gylfi að spila sem organisti á hótelinu í Vestmannaeyjum. Nokkrum árum seinna fékk Gylfi ásamt vini sínum, söngvaranum sáluga Rúnari Júlíus- syni, Hemma til að vera sögumað- ur á ævintýraplötum sem þeir voru að vinna að. „Hann var á þeim tíma vinsæll íþróttafréttamaður og var til í að prófa þetta. Páll Óskar var líka með okkur í þessu, þá kornung- ur en samt eins og sprenglærður söngvari. Við fengum svo Hemma til að syngja með okkur á ævintýra- plötunum,“ segir Gylfi en upp frá því var Hemmi einn af áhöfninni á Halastjörnunni. Gylfi segir mikið fjör hafa verið í kringum gerð ævin- týraplatnanna. „Í einu ævintýrinu, ég held það hafi verið um Hans og Grétu, þá langaði mig til að nornin ræki við. Á þeim tíma var það ekki sjálfsagt mál og ég varð að hringja í siðameistara útvarpsins til þess að spyrja hvort það væri í lagi að koma með eitt prump í ævintýr- ið. „Eitt prump, það hlýtur nú að vera í lagi,“ sagði þá siðameistarinn og þar með var það sett á plötuna,“ segir Gylfi hlæjandi. „Í ævintýr- inu kveikti Hemmi á eldspýtu og sagði: „Hvaða voða lykt er þetta“ og þá hló Páll Óskar alveg eins og vitleysingur,“ segir Gylfi. Ekki er langt síðan áhöfnin á Halastjörn- unni kom síðast saman. „Þá tókum við gömlu lögin. Lög eins og Fallerí og Út á gólf verða alltaf lögin hans Hemma,“ segir hann. H ann var, eins og þjóðin veit, hláturmildur, skemmtilegur og alltaf í góðu skapi,“ segir Ragna Fossberg sminka sem starfaði með Hemma í þáttunum Á tali. Ragna segir Hemma hafa ver- ið afar þægilegan og skemmtilegan vinnufélaga sem var gott að vera í kringum. Hann hafi ekki haft mikl- ar áhyggjur af útliti sínu ef frá er talið hárið. „Hann hafði miklar áhyggjur af því hvort hárið lægi rétt,“ segir hún kímin. „Ég sagði við hann að hann væri kominn með tungl og þetta varð svona húmor okkar á milli,“ segir hún. Það ótrúlega gerðist samt að hár Hemma tók að þykkna aftur af nátt- úrulegum orsökum. „Eitthvað var það, ég veit ekki hvað. Hann allavega byrjaði að fá skalla en endaði ekki með skalla. Hárið þykknaði aftur eftir að hann var hættur í sjónvarpinu. Ég veit ekki hvort það tengist því þegar hann dó í fyrra skiptið. Það gæti verið,“ segir Ragna og vísar til þess þegar hjarta hans stoppaði í heilar átta mínútur fyrir um níu árum síð- an. Hemmi sjálfur talaði um sig sem endurfæddan eftir þá reynslu. Ragna segir það hafa verið góða reynslu að vinna með honum. „Það var alltaf fjör, hann var alltaf tilbú- inn til að hlæja og alltaf tilbúinn til að hlusta og taka þátt. Það var ekk- ert sem stoppaði það. Það er liggur við hægt að segja að nei hafi ekki ver- ið til í hans orðaforða. Hann var alveg ofboðslega jákvæður. Alltaf jákvæður og alltaf ánægður.“ Þ egar ég lít til baka á mína dag- skrárstjóratíð þá finnst mér vera eitt af því skemmtilegra sem ég gerði, að hafa feng- ið Hemma þarna inn, segir Hrafn Gunnlaugsson fyrrum dagskrár- stjóri sjónvarpsins. Hann var dag- skrárstjóri þegar Hemmi hóf sjón- varpsferil sinn. Hugmyndin kviknaði í spjalli milli Hrafns og Egils Eð- varðssonar, dagskrárgerðarmanns. Þeir viðruðu hugmyndina við Hemma sem þá starfaði í útvarpinu. „Hann var bæði til og ekki til í það. Hann langaði en var hræddur við það,“ segir Hrafn og heldur áfram: „Hann var mjög „prívat“ persóna en hann gat sett sig í ákveðinn gír. Það eru ekki allir sem geta það. Hann var mjög sérstakur að því leyti.“ Að lokum lét Hemmi þó til leiðast og varð ein skærasta sjónvarpsstjarna allra tíma á Íslandi. Hrafn segir það ekki síst vera Agli að þakka sem hafi haldið vel utan um stjórnartaumana og leitt Hemma áfram fyrstu skrefin í sjónvarpinu. „Hann hafði Egil með sér sem ég held að hafi ráðið svolítið úrslitum um það hversu vel tókst til.“ Hrafn segir alltaf hafa verið fjör í kringum Hemma og ýmsar hug- myndir hafi komið upp. Ein slík varð til í kringum ein áramót. „Við vorum að spjalla saman inn á skrif- stofu hjá mér um það hvað þessir fréttaannálar væru alltaf leiðinlegir. Þá kom upp sú hugmynd að hann myndi gera annál og úr varð þáttur- inn „Á því Hermanns ári“. Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár þetta var en ég man að þátturinn var alveg ofboðslega skemmtilegur og það þyrfti nú endilega að grafa þenn- an þátt upp og sýna til minningar um hann. Þetta var svona saman- safn af skemmtilegum hlutum sem hann hafði gert á árinu og svo spjall- aði hann við Ladda í gervi Elsu Lund um árið. Þátturinn var skemmtileg- ur eins og yfirleitt allt sem Hemmi gerði. Það var alltaf svo mikið fjör og stuð í því sem hann gerði. Það var það sem var heillandi við hann sem mann að hann náði alltaf að búa til stuð í kringum sig,“ segir Hrafn. „Það er mikill heiður að hafa unnið með Hemma.“ Hér eru félagarnir á Halastjörnunni Ari Jónsson, Gylfi og Hemmi. „Verða alltaf lögin hans Hemma“ Á því Hermanns ári Hafði áhyggjur af hárinu Íþróttastjarna Hermann spilaði um tíma sem atvinnumaður í Austurríki. Töffari Hér er Hemmi ungur að árum. Gleðigjafi Hemma er minnst sem mikils gleðigjafa sem allir nutu að umgangast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.