Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Síða 36
Neitar að bjóða gagN-
rýNeNdum í leikhúsið
36 7.–9. júní 2013 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
M
ín fyrstu kynni af leik-
listinni var í menntó. Ég
fann allt í einu stað þar
sem ég gat sameinað öll
mín helstu áhugamál –
myndlist, tónlist, kvikmyndir. Leik-
listin heillaði mig, mér fannst þetta
gaman og var góður í því. Svo sótti ég
um í Listaháskólanum og komst inn.”
Vill framkvæma
Þannig lýsir Vignir fyrstu kynn-
um sínum af leiklistargyðjunni sem
hann hefur verið giftur alla tíð síðan.
Hann vakti athygli strax í skóla, not-
aði sumrin til að ferðast til Berlínar
og sjá það nýjasta í evrópsku leikhúsi
og skipulagði sýningar með leikhópi
sínum, Vér Morðingjum.
„Ég vil ekki vera að velta mér
of mikið upp úr hlutunum. Miklu
skemmtilegra að framkvæma. Við
stofnuðum Vér Morðingja til að setja
upp verkið Penetrator eftir Anthony
Neilson. Það var árið 2005. Ég las
um verkið þegar ég var að skrifa
ritgerð í skólanum. Pantaði það á
netinu og svo settum við það upp í
Klink & Bank og aftur ári seinna úti
á Granda. Verkið tilheyrði þessum
„In your face“ leikritum frá Bretlandi
og margir sem sáu það upplifðu eitt-
hvað nýtt og spennandi. Fólk fattaði
að leikhúsið getur verið töff. Það þarf
ekki að vera asnalegt.“
Ekkert að því að stela
Vignir segir að leikhúsferðirnar til
Berlín ar hafi verið ómetanlegar. „Ætli
ég hafi ekki farið á hverju ári síð-
an 2005. Það er lífsnauðsynlegt að
sjá eitthvað nýtt. Og eitthvað annað
en bara það sem gert er hér á landi.
Ég man þegar við settum upp Bubba
kóng eftir Alfred Jerry á leiklistar hátíð
hérna heima. Sú uppsetning var alfar-
ið sprottin upp úr því sem við höfðum
séð í Berlín.“
Hópurinn fór heldur ekki leynt með
að um endurvinnslu væri að ræða.
„Við kölluðum þetta Víkingaleik-
húsið. Það varð að einskonar stefnu.
Ekkert mátti vera „original“. Allt þurfti
að vera stolið. Við stálum hugmynd-
um og nauðguðum þeim. Eins og vík-
ingarnir.“
Fastráðinn í Þjóðleikhúsinu
Vignir var um tíma fastráðinn leik-
ari við Þjóðleikhúsið. Lék í fjölda
verka, allt frá Kardemommubænum
til Fridu Kahlo í leikstjórn Atla Rafns
Sigurðarsonar, og kynntist streði
hins fastráðna leikara. Hann hélt þó
alltaf áfram að búa til eigin verkefni.
Vér Morðingjar settu upp verkið Sá
ljóti á smíðaverkstæðinu undir leik-
stjórn Kristínar Eysteinsdóttur sem
hafði einnig leikstýrt Penetrator. Og
uppsetning Vignis og Stefáns Halls
á Macbeth á smíðaverkstæðinu vakti
litla hrifningu gagnrýnenda.
„Þetta ástar-/haturs- samband
leikhúsfólks við gagnrýnendur er
auð vitað merkilegt. Ef gagnrýnand-
inn segir eitthvað fallegt um sýningu
þá er það sett á plakat með nafninu
hans en ef hann segir eitthvað slæmt
þá er hann hálfviti sem veit ekki neitt.
Gagnrýni getur drepið litla leiksýn-
ingu. Svo einfalt er það. Sérstaklega
gagnrýni í Fréttablaðinu sem fer inn
á hvert heimili.“
Óvönduð gagnrýni
Vignir segir því miður mikið um
óvandaða gagnrýni.
„Þetta snýst allt um fyrirsögn og
stjörnugjöf og þá er búið að stimpla
sýninguna. Svo fer maður og skoð-
ar dóminn og sér að höfundurinn er
Sigga sumarafleysingastarfsmaður
sem finnst bara gaman að fara í leik-
hús. Það gengur auðvitað ekki. Ef þeir
vilja að við séum „professional“ þá
verða þeir að vera það líka.“
Vignir hefur sett upp fjölda sýninga
á síðustu tveimur árum með hópnum
Óskabörn ógæfunnar. Nú síðast jóla-
sýningu fyrir fullorðna í Tjarnarbíói
og leikritið Lúkas út á Granda. Vignir
fór þá óvenjulegu leið að bjóða gagn-
rýnendum ekki á Lúkas. Að hans sögn
til að skapa umræðu.
Mamma þurfi að borga
„Ef gagnrýnanda langar að sjá sýn-
inguna mína þá getur hann bara
borgað sig inn og skrifað það sem
hann vill. Af hverju á ég að borga
einhverjum fyrir að segja sína
skoðun á því hvernig ég stend mig
í vinnunni?“
Hann segir að Víðsjá hafi verið
eini fjölmiðillinn sem gagnrýndi
Lúkas. Og gagnrýnandinn hafi
borgað fullt miðaverð.
„Það þarf líka að taka með í
reikninginn að oft eru sýningar
settar upp af leikhópum með lítil
fjárráð. Í okkar tilviki áttum við
enga peninga. Mamma mín þurfti
meira að segja að borga sig inn. Og
ef mamma borgar, af hverju á Jón
Viðar þá að fá ókeypis inn?”
„Auðvitað vorum við líka að
pikka „fight“, fá smá umræðu. Ég
hef reynt að segja mína skoðun á
hlutunum og rökstyðja mitt mál.
En það er oft sem fólk meikar það
ekki. Ég hef verið skammaður á
börum af virðulegu leikhúsfólki.
Það segir: Þú ert gaurinn sem ert
alltaf á móti. En það er ekki satt. Ég
er ekkert alltaf á móti. Ég er rosa
mikið með og ég elska leikhúsið.
En við þurfum umræðu. Alltaf. Það
er mín sannfæring.”
Leikstýrir í Borgó
Vignir skrifaði nýverið und-
Vignir Rafn Valþórs-
son hefur þýtt og leik-
stýrt nýlegum erlendum
verkum sem slegið hafa
í gegn hér á landi. Hann
vill að gagnrýnendur
borgi aðgangseyri í leik-
hús eins og mamma sín
og óttast ekki að missa
sjálfstæðið þó hann
hafi nýlega skrifað undir
samning við Borgarleik-
húsið.
Viðtal
Símon Birgisson
simonb@dv.is
„Ef þeir vilja að
við séum „pro-
fessional“ þá verða
þeir að vera það líka.
Langdregin á köflum
The Great Gatsby
Baz Luhrmann
„Frábær klækjavefur“
House of
Cards