Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Page 2
Helgarblað 10.–13. janúar 20142 Fréttir Íslendingur í fangelsi í Kína Geir Gunnarsson fékk ellefu mánaða dóm Geir Gunnarsson, 31 árs Ís­ lendingur, hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir lík­ amsárás í Kína. Dómurinn féll síðla desembermánaðar. Geir er dæmdur fyrir að ráðast á leigu­ bílstjóra. DV hafði samband við utan ríkisráðuneytið sem staðfestir að Íslendingur hafi verið dæmdur í Kína seint í desember, en nafn­ greinir hann ekki. Í samtali við DV vill Urður Gunnarsdóttir upp­ lýsingafulltrúi að öðru leyti ekki tjá sig mikið um málið en segir að það sé á forræði aðstandenda Geirs, og hans sjálfs, að ákveða hvort málinu verði áfrýjað. Hann getur ekki sótt um að afplána dóminn á Íslandi fyrr en öll dóm­ stig í Kína hafa tekið málið fyrir. „Utanríkisráðuneytið tekur ekki ákvörðun um það heldur fjölskyldan,“ segir Urður. Sendi­ ráð Íslands í Peking vinnur nú í málinu og mun faðir Geirs halda til Kína til að vinna í því. Geir er skráður til heimilis í Hollandi en hefur búið um nokkurt skeið í Kína. Fjölskyldan hefur ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað en telur þó að Geir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð, þar sem túlkunarörðugleikar hafi komið við sögu. Í búðir með vírklippur Tvær konur á þrítugsaldri voru handteknar í verslunarmiðstöð fyrr í vikunni en þær voru með ýmsan varning sem þær gátu ekki gert grein fyrir í fórum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu voru konurnar fluttar á lögreglustöð þar sem þær voru áfram margsaga um vörurnar; fatnað og snyrtivörur. Báðar konurnar höfðu með­ ferðis vírklippur sem grunur leik­ ur á að þær hafi notað til að fjar­ lægja þjófavörn af fatnaðinum. Gefur 100 þúsund í skugga vanskila Óli Geir sagðist hafa misst allt vegna Keflavík Music Festival U m helgina fer fram partí á vegum Agent.is, sama fyrir­ tækis og hélt Keflavík Music Festival. Það væri ekki frá­ sögu færandi nema fyrir þær sakir að Óli Geir Jónsson, eig­ andi Agent.is, hyggst gefa 100.000 krónur í reiðufé á kvöldinu sjálfu. Eins og fram hefur komið skuldar hann enn þónokkrum listamönn­ um vegna Keflavík Music Festival. Sagðist skulda átta Samkvæmt heimildum DV liggja reikningar upp á hundruð þúsunda ógreiddir hjá hinum ýmsu fyrir­ tækjum vegna Keflavík Music Festi­ val. Í tilkynningu sem Óli Geir sendi frá sér rétt fyrir áramót sagðist hann hafa tapað öllum sínum eignum og að hann og viðskiptafélagi hans, Pálmi Þór Erlingsson, ættu eftir að greiða fyrir átta tónlistar atriði: „Þrátt fyrir allt tapið þá höfum við gert upp við öll þau tónlistaratriði sem komu fram nema átta.“ Skuldar fleirum En það eru ekki bara tónlistarmenn sem þurfa að fá greitt eftir hátíðina. Samkvæmt heimildum DV voru leigð tæki og tól fyrir hundruð þús­ unda og meðal þeirra sem sitja eftir með sárt ennið eru þau fyrir­ tæki sem leigðu Agent.is búnað­ inn. Engir reikningar hafa verið greiddir og ekki vitað hvort þeir verði greiddir yfirhöfuð. Í tilkynningunni sem Óli Geir sendi frá sér fyrir áramót segist hann hafa komið út í þrjátíu millj­ óna króna mínus. Eitthvað virð­ ist fjárhagsstaðan hafa lagast því samkvæmt viðburði Óla Geirs og Agent.is á Facebook þá fær einhver heppinn gestur á Players í Keflavík 100.000 krónur í beinhörðum pen­ ingum. 100 þúsund í vasann Partíið kallast „Back2School“ en í auglýsingu fyrir viðzburðinn stend­ ur eftirfarandi: „Eina sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á að vinna 100.000 krónur er að gera „ATTENDING“ á viðburðinn og mæta á Players á laugardaginn. Á hápunkti kvöldins drögum við út fyrir framan gesti vinningshafa út frá Facebook viðburðinum.“ Voru ekki sáttir Meðal þeirra hljómsveita sem komu fram á Keflavík Music Festival var Skálmöld. Hljómsveitin sagði í samtali við DV á sínum tíma að það hafi ekki staðið steinn yfir steini varðandi loforð skipuleggj­ enda. Þeir gagnrýndu aðstandendur harkalega og bentu á fjölmarga misbresti á hátíðinni. Meðal þess sem þeir tiltóku var að engin gæsla var á svæðinu og slökkt á ljósabún­ aði. En af hverju var slökkt á ljósa­ búnaðinum? Skálmöld sagði það vegna þess að ljósamenn hefðu ekki fengið greitt. Ekki er vitað hvort ljósamönnunum hafi síðan verið greitt því ekki náðist í Óla Geir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á með­ an á vinnslu fréttarinnar stóð. n „Þrátt fyrir allt tap- ið þá höfum við gert upp við öll þau tón- listaratriði sem komu fram nema 8. Býður peninga Óli Geir hefur ekki gert að fullu upp við þá sem hann skuldar vegna Keflavík Music Festival. Meintir þjófar athafna sig Þrátt fyrir ítarleg gögn frá IKEA hefur rannsókn lögreglu tekið nærri því heilt ár. Allt stopp í IKEA-málinu Nærri því ár liðið síðan IKEA kærði stórfelldan þjófnað til lögreglu R annsókn lögreglunnar á höfuð borgarsvæðinu á stór­ felldum og skipulögðum þjófnaði í verslun IKEA er enn á lokastigi. Þetta stað­ festir Friðrik Smári Björgvinsson, yfir­ lögregluþjónn rannsóknardeildar lög­ reglunnar, í samtali við DV. Friðrik Smári gaf nákvæmlega sömu svör um stöðu málsins hjá lögreglunni í septem­ ber. Málið er ekki enn komið á það stig að tekin hafi verið ákvörðun um hvort, og þá hversu margir, verði ákærð­ ir vegna málsins. „Okkur skortir fjár­ magn og mannafla,“ segir Friðrik Smári spurður um skýringar á hægagangi lög­ reglu. Eins og kom fram í afhjúpun DV í byrjun maí síðastliðnum voru lög­ fræðingur, eigandi lögfræðistofu, fram­ kvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjón­ ustu og hjúkrunarfræðingur meðal þeirra sem kærð voru til lögreglu fyrir aðild að stóra IKEA­málinu. Meintir glæpir eru raktir allt að sex ár aftur í tí­ mann og nema hin meintu svik millj­ ónum króna. DV hafði undir höndum leyni­ skýrslu um málið og birti myndbönd af hinum meintu þjófum að athafna sig sem nýttu sér rúmar skilareglur IKEA, tóku strikamerki af ódýrum vörum og límdu yfir strikamerki á dýrari varningi. Svikin fólust síðan í því að fólkið greiddi því mun lægra verð fyrir vöruna en skil­ aði þeim síðan á fullu verði. Fyrir fékk fólkið inneign sem síðan mátti nýta að vild. Meintir þjófar versluðu fyrir þessar inneignir og eins keyptu þeir sér gjafa­ kort fyrir inneignirnar. Þegar vörunni er skilað þarf hins vegar að gefa upp kennitölu og því eru skil umræddra meintra þjófa, rækilega skjalfest. Var fólkið kært til lögreglu í febrúar fyrir nærri því ári síðan. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.