Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Rússarnir sólgnir í íslenskt lambakjöt Sala á lambakjöti til Rússlands hefur stóraukist U ndraverður árangur hef- ur náðst í sölu íslensks kjöts, sér í lagi lambakjöts, til Rúss- lands á síðastliðnum árum. Árið 2012 var virði útflutn- ings á lambakjöti til Rússlands um tvö hundruð milljónir króna. Sama ár var virði verslunar á sömu vöru til Banda- ríkjanna örlítið hærra þrátt fyrir mikla áherslu síðastliðin ár á þann mark- að. Fyrir árið 2012 var lítið sem ekk- ert lambakjöt flutt út til Rússlands. Út- flutningsaðilar eru stórhuga og segja að útflutningur á lambakjöt til Rúss- lands muni stóraukast á næstu miss- erum. Hafa þeir orð á því að þakka megi Ilonu Vasilieva, viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Moskvu, góðan árangur á síðastliðnum árum. Selt til dýrustu veitingastaðanna „Við erum búnir að stunda útflutning til Rússlands í sjálfsagt á annan ára- tug. Það hefur aðallega verið hrossa- kjöt og ærkjöt. Fyrir þremur árum byrjuðum við markvisst að markaðs- setja lambakjöt,“ segir Ágúst Andr- ésson, forstöðumaður kjötafurða- stöðvar KS á Sauðár króki, í samtali við DV. Ágúst segir að hluti af mark- aðssetningu lambakjötsins hafi falist í að fara með kjötið á vörusýningar og halda kynningar á meðferð á íslensku lambakjöti. Fjörutíu kokkum af helstu veitingastöðum Moskvu var boðið á kynningu á kjötinu. Árangurinn af því starfi er að nú er íslenskt lambakjöt selt beint til margra ríkmannlegustu veitingastaða þar í borg. „Vandamálið nú er að það er gífur- legur áhugi á kjötinu en það eru margir aðilar sem vilja kaupa kjötið í minni skömmtum. Það hafa verið erfiðleikar fólgnir í því að koma vörunni til kaup- enda en við erum að vinna núna í að vinna bug á því. „Ilona er markaðsfull- trúi Íslands í Rússlandi. Hún hefur lagt sitt af mörkum og hefur mikla reynslu af þessu því hún vann áður fyrir Ástr- ala þegar þeir voru að koma sér inn á þennan markað. Sendiherrann Albert Jónsson hefur líka reynst okkur mjög vel,“ segir Ágúst. Útflutningur mun aukast Erlendur Garðarsson, markaðsráð- gjafi og samstarfsaðili kjötframleið- enda í útflutningi til Rússlands, segir blikur á lofti – að útflutningur á lamba- kjöti muni aukast umtalsvert á þessu ári. „Það var ekki rík hefð fyrir lamba- kjötsneyslu í Rússlandi, þeir hafa gert lítinn greinarmun á lambakjöti og kindakjöti. Í þeirra huga er þetta allt kindakjöt. Við sem erum með þróaðri smekk á kjötið notum lambakjöt og kindakjötið á ólíka vegu. Rússneski markaðurinn er samt að eflast, milli- stéttin hefur stækkað alveg gífurlega og það eru komnir flottir veitingastað- ir í allar þessar borgir,“ segir Erlendur. Hann segir að til standi að bjóða rúss- neskum kokkum til Íslands á þessu ári til að kenna þeim að matreiða lamba- kjöt. „Ég veit að það eru fleiri sem ætla að fara og nýta sér farveginn sem við erum að ryðja, til dæmis að flytja út bleikjuna. Ekki hefðbundinn matur Í samtali við DV segist Ilona Vasilieva vera upp með sér þegar hún er spurð um árangur sinn í sölu lambakjöts. „Þetta hófst nú fyrst og fremst fyrir til- stilli íslenskra útflutningsaðila. Þeir höfðu áhuga á að flytja út lambakjöt í hæsta gæðaflokki til Rússlands og í kjölfar þess aðstoðaði ég þá við halda ráðstefnur og kynningar á kjötinu,“ segir Ilona. Hún segir lambakjöt vera nokkuð sem Rússar leggi sér ekki mik- ið til munns nema í suðurhluta lands- ins. Það eigi þó ekki við um ætlað- an markað íslenska kjötsins þar sem það sé selt til dýrari veitingastaða í Moskvu og Sankti Pétursborg. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Viðskiptafulltrúi Útflutningsaðilar hafa orð á því að Ilona Vasilieva hafi hjálpað mikið við að koma íslensku lambakjöt á disk Rússa. „Rússneski markaðurinn er samt að eflast E ignarhaldsfélagið Aztiq Pharma ehf., sem keypti gamla Borgarbókasafnið í Þingholts- stræti af fyrirtæki Ingunnar Wernersdóttur í lok síðasta árs, hef- ur farið í skuldabréfaútboð fyrir 200 milljónir króna. Greint er frá skulda- bréfaútboðinu á vef Verðbréfaskrán- ingar Íslands. Skuldabréfaútboðið gengur út að nýta fjárfestingarleið Seðlabanka Ís- lands til að flytja erlendan gjaldeyri til landsins og fá 20 prósenta afslátt af íslenskum krónum hjá bankanum. Aztiq Pharma er félag sem tengist bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen sem Róbert Wessmann fer fyrir sem stjórnarformaður og hlut- hafi. Í frétt DV um kaupin á Borgar- bókasafninu kom fram að fyrirtækið hygðist nýta sér húsið undir skrif- stofur sínar á Íslandi. Um svipað leyti hafði verið greint frá því að Alvogen ætlaði sér að byggja lyfjaverksmiðju í Vatnsmýr- inni og var gerður samningur um þá framkvæmd við Reykjavíkurborg. Aztiq var einnig nefnt til sögunnar í þeirri umræðu en félagið hefur verið er í eigu félags á Cayman-eyjum. Ef marka má gögn um skuldabréfaút- boðið á vef Verðbréfaskráningar er móðurfélag þess nú sænskt. Í gögnum um Borgarbókasafnið kemur fram að nú í febrúar hafi Aztiq veðsett húsið í Þingholtsstræti hjá Arion banka fyrir láni upp á 49 millj- ónir króna. Hluti kaupverðsins gæti því verið fjármagnaður með lánum og hinn með eigin fé í gegnum fjár- festingarleið Seðlabanka Íslands. n ingi@dv.is Kaupandi Borgarbókasafns flytur inn fé Fyrirtæki á vegum samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen nýtir sér fjárfestingarleiðina Saksóknari víki vegna vanhæfis Fyrirtaka í máli níumenningana sem voru ákærðir fyrir að óhlýðn- ast fyrirmælum lögreglu þegar þeir mótmæltu vegagerð í Gálgahrauni fór fram í gær, mánudag. Tugir manns voru upphaflega hand- teknir við friðsamleg mótmæli í hrauninu og færðir í einangrun, en einungis hluti hópsins var ákærð- ur, tveir karlar og sjö konur, fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga. Í greinargerð sem lögð var fram við fyrirtöku í Hæstarétti Reykjaness var þess krafist að mál- inu yrði vísað frá og Karl Ingi Vil- bergsson, saksóknari, yrði látinn víkja sökum vanhæfis. Gerð er krafa um að hann verði hins vegar kallaður fyrir sem vitni vegna að- komu sinnar að málinu. Karl Ingi mótmælti kröfunni. Flytja inn fé Fyrirtækið tengt samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen fór í skuldabréfaútboð nú í febrúar til að flytja 200 milljónir til landsins. Róbert Wessmann er stjórnarformaður Alvogen. Thomas og Boris flýja Ísland Gáfust upp í baráttu við kerfið Boris McDohl frá Króatíu og Thomas Markus Dyck frá Þýska- landi giftu sig á Íslandi fyrir þrem- ur árum. Þeim líkaði svo vel við land og þjóð að þeir ákváðu að setjast að hér á landi á síðasta ári. „Okkur langaði að setjast hér að meðal annars vegna þess hve réttindi samkynhneigðra eru hátt skrifuð hér á landi,“ segir Boris í samtali við DV. Vistin hefur hins vegar reynst þeim erfiðari en þeir bjuggust við og nú sjá þeir sér ekki annað fært en að yfirgefa landið. Thomas kom hingað á undan Boris og settist að á Akranesi þar sem hann fékk fljót- lega vinnu. Hann er með dróma- sýki og hafði fengið þau skilaboð að hann gæti nálgast lyfin sín hér á landi enda með þýska sjúkra- tryggingu. Eftir þref við Trygginga- stofnun í að verða ár hefur hann gefist upp. „Við komum alls staðar að lok- uðum dyrum,“ sagði Boris sem hitti blaðamann á mánudag á meðan Thomas lá veikur heima: „Hann sefur meira og minna allan daginn.“ Sagði hann að þeir hefðu fengið afar misvísandi skilaboð um það hvernig þeir ættu að bera sig að til þess að eiga kost á því að nálgast lyfin, en Thomas hef- ur hingað til þurft að ferðast til Þýskalands til þess að fá lyfja- skammtana sína. „Fyrst sögðu þeir að þeir þyrftu frumrit pappíranna en þegar þeir voru komnir báðu þeir um þýðingu og þegar hún var komin báðu þeir um bréf frá lækni og þannig koll af kolli.“ Boris kom til landsins í nóvem- ber og fékk vinnu hjá sama vinnu- veitanda og Thomas. Ekki bætti úr skák þegar þeir fengu laun sín ekki útborguð. Hvorki gekk né rak í að innheimta launin. „Við enduðum á því að pakka saman og flytja til Reykjavíkur.“ Þeir eiga nú flug til Bretlands á miðvikudag og ætla að setjast að þar um sinn. „Við viljum endilega búa á Íslandi en við get- um það engan veginn með þessu áframhaldi,“ segir Boris sem tekur fram að þó vinir þeirra hafi ver- ið hjálplegir virðist sem íslenskar stofnanir hafi snúist gegn þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.