Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Fréttir 13 Máluðu sig út í horn Það sem stjórnin lofaði en hefur ekki gert n Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Báðir stjórnarflokkarnir ályktuðu um að ekki yrði haldið lengra í að­ ildarviðræðum við Evrópusambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Formenn beggja stjórnarflokkanna gengu svo lengra og sögðu kjósendum að það yrði kosið. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningar á fyrri hluta kjörtímabilsins. n Hundraða milljarða afskriftir til heimilanna Framsóknarflokkurinn lofaði stórfelldum skuldaniðurfell­ ingum til einstaklinga. Ríkisstjórnin setti á fót nefnd sem vann tillögur um hvernig það væri hægt. Niðurstöðurnar voru niðurfellingar upp á 80 milljarða og möguleika á að nýta séreignalífeyrissparnað til að greiða inn á húsnæðis lán. Margfalt hærri upphæðir höfðu verið nefndar fyrir kosningar, á bilinu 240–300 milljarða, og kostnaðurinn átti að enda á slitastjórnum en ekki ríkinu. n Afnám gjaldeyrishafta Sjálfstæðisflokkurinn lagði gríðarlega áherslu á afnám gjaldeyrishafta í kosningabaráttu sinni. Tíu mánuðum frá kosningum liggur ekkert fyrir um hvernig eða hvenær afnema eigi höftin. „Landsfundur telur að Sjálfstæðis­ flokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn,“ sagði flokkurinn fyrir kosningar. n Afnám verðtryggingarinnar Sigmundur Davíð sagði skýrt að ríkisstjórn hans myndi leysa þjóðina undan verðtryggingu. Stillti hann kostum kjósenda meðal annars upp þannig að annars vegar yrði Framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn. Nefnd sem hann skipaði um afnám verðtryggingar skilaði nýverið til­ lögum sínum sem fólu ekki í sér afnám. Þess í stað á að takmarka lánsmöguleika verðtryggðra lána og um leið torvelda ungu fólki og tekjulágum aðgengi að lánsfjármagni til íbúðarkaupa. n Atvinnulífið snýst gegn Sjálfstæðisflokknum n Þjóðin klofin vegna Evrópusambandsins Hvað hefur stjórnin gert? Það sem þeir lofuðu og lofuðu ekki S tjórnarflokkarnir lofuðu mörgu í kosninga­ baráttunni og ýmislegt birtist svo í stjórnar­ sáttmálanum. Stærst er líklega loforðið um skuldaniðurfellingar til heimilanna og afnám verðtryggingarinnar. Frá því að stjórnin tók við hefur hins vegar lítið þokast í mörgum af þessum málum. Enn hefur þingið ekki fengið til meðferðar skuldaúr­ ræði stjórnarinnar en starfshópur stjórnvalda kom með tillögur um hvernig væri hægt að framkvæma þær. Þá er ekki fyrirséð hvenær eða hvernig stjórnin ætlar að endurskoða verðtrygginguna en starfshóp­ ur stjórnarinnar hefur lagt til að ýmis lánaform verði bönnuð en ekki verðtryggingin. Það sem stjórnin hefur gert en enginn bað um n Breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands Hvorugur flokkanna talaði um að breytinga væri þörf á lögum um seðlabank­ ann í aðdraganda kosninganna. Þegar síðustu breytingar voru gerðar studdu framsóknarmenn þær en sjálfstæðismenn ekki. Nú hefur verið tilkynnt að til standi að breyta lögunum en Már Guðmundsson seðlabankastjóri fékk ekki sjálfkrafa endur­ ráðningu í síðustu viku. n Breyttar kröfur um framfærslulán hjá LÍN Menntamálaráðherra gerði sparnaðar­ kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna í haust sem hafði þær afleiðingar að ný stjórn sjóðsins ákvað að herða talsvert á kröfum um framfærslulán frá sjóðnum. Stúd­ entaráð Háskóla Íslands fór með málið fyrir dómstóla og sigraði þar sjóðinn og íslenska ríkið. n Slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið Ekki er útlit fyrir annað en að stjórnar­ meirihlutinn slíti viðræðum við Evrópu­ sambandið í samræmi við þingsálykt­ unartillögu sem liggur fyrir þinginu. Formenn beggja flokka lofuðu kjósendum í aðdraganda síðustu þing­ kosninga því að þeir fengju að kjósa um hvort viðræðum yrði fram haldið. „Lýðræðislegt að kjósa um það“ Davíð Guðjónsson og Máni Svansson DG: „Þeir voru búnir að lofa því að við fengjum að kjósa um samninginn og fá að sjá samninginn. Það er fáránlegt að þeir ætli svo bara að draga samninginn til baka þvert á það sem Sigmundur Davíð og ábyggilega Bjarni Ben voru búnir að segja. En ekki bara út af því, heldur finnst mér þetta bara vera glæpamenn. Þeir taka okkar auðlindir og nýta fyrir sig sjálfa og sína eigin hagsmuni.“ MS: „Þetta er alvara. Ástandið er mjög alvarlegt. Það þýðir ekkert hókus­pókus trikk eitthvað, það á bara að ýta þessum samningi út af borðinu og svo er engin önnur leið boðin. Þessi ríkisstjórn á bara að segja af sér ef hún býður ekki upp á neinar aðrar leiðir en að fara í eitthvert haftasamfélag. Ég held að yngri kynslóðin vilji ekki búa í svona samfélagi og mikil hætta á að við missum hana úr landi. Það er hagsmunamál að sjá hvað felst í samningnum og svo er það lýðræðislegt að kjósa um það.“ Logið trekk í trekk Gunnar Roach „Ég er að mótmæla því að það sé logið að okkur trekk í trekk, og ég er að mótmæla af því að ríkisstjórnin hefur engin úrræði í efnahags­ og peningamálum og ætlar sér að slíta því eina úrræði sem er.“ „Það er búið að lofa þessu“ Björgvin Gunnarsson og Svetlana Malyutina BG: „Kornið sem er búið að fylla mælinn núna er þetta ESB­ dæmi. Það er búið að lofa þessu, að það eigi að kjósa um áframhaldið og svo er það bara svikið. Svo er bara talað um að þetta hafi verið óheppileg orð. Fólk ætlar bara að komast upp með það. Vigdís Palin ætlar að komast upp með að segja að það sé hungursneyð í Evrópu og Malta sé ekki sjálfstætt, strax er teygjanlegt hugtak. Þau halda að þau geti ausið drullu ofan í almúgann endalaust. En það er bara komið nóg. Þetta er bara byrjunin.“ SM: „Þau ofmeta mjög mikið getu þjóðarinnar til að fyrirgefa og gleyma. Maður bara skammast sín þegar þetta fólk situr og svarar fyrir þjóðina á alþjóðavettvangi.“ BG: „Á fyrstu vikunum þá afnema þeir veiðigjaldið. Maður getur ekki orða bundist. Ég er bara farinn að halda að útlendingar séu bestir til að stjórna okkur, Þjóðverjar eða eitthvað, því við erum of heimsk til að gera það sjálf.“ lokið. Á meðan barst ómurinn af mótmælunum inn í þingsalinn. Fara gegn meirihlutanum Skoðanakannanir benda til að meirihluti þjóðarinnar vilji klára aðildarviðræður við Evrópusam­ bandið og fá þannig að sjá mögu­ legan samning. Stjórnarmeirihlut­ inn hefur að mestu skautað fram hjá þessari staðreynd og reynt frekar að beina sjónum að niðurstöðum skoð­ anakannana um stuðning við inn­ göngu í sambandið en í þeim kemur fram að þjóðin vilji ekki ganga í sam­ bandið í dag. Samtök atvinnulífsins framkvæmdu einnig könnun með­ al aðildarfyrirtækja sinna á afstöðu þeirra til aðildarviðræðnanna. Skýr meirihluti, eða tæp 56 prósent, sögð­ ust andvíg afturköllun umsóknar um aðild. 38 prósent þeirra aðildarfyrir­ tækja sem svöruðu könnuninni vilja slíta aðildarviðræðum. Enginn ályktaði um slit Málið var mikið til umræðu í að­ draganda kosninganna en Fram­ sóknarmenn hafa lengi verið yfir­ lýstir andstæðingar viðræðnanna. Á flokksþingi sínu í febrúar síðastliðn­ um, þar sem stefnan fyrir kosningarn­ ar í apríl var mótuð, var ályktað um að halda viðræðunum ekki áfram nema að undangenginni þjóðarat­ kvæðagreiðslu. Það var hins vegar ekki ályktað um að slíta viðræðunum og gaf Sigmundur Davíð það til kynna í kosningabaráttunni að þjóðarat­ kvæðagreiðslan ætti að fara fram. Sjálfstæðismenn tókust á um málið á landsfundi sínum í febrúar en niðurstaðan var sú að ályktað var um að ekki ætti að halda viðræð­ um áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kynningar­ efni og samantektum á ályktunum landsfundarins kom svo fram að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það loforð hefur nú verið fjarlægt af vef flokksins. n Stór hópur Um það bil 3.500 manns mættu á Austurvöll til að mótmæla fyrirhugaðri ákvörðun stjórnvalda um að kalla aftur aðildarumsókn að Evrópusambandinu. MyND SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.