Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Bílablað DV kemur út með helgarblaðinu 28. febrúar og verður aðgengilegt frítt inn á dv.is. Hafðu samband! Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is Teitur Atlason teitur@dv.is Þórdís Leifsdóttir thordis@dv.is Tryggðu þér auglýsingapláss! D jöfullinn var í mér,“ sagði Litháinn sem henti flösku fullri af metafmetamín­ basa í gólfið við tollskoðun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Aðalmeðferð í mál­ inu fór fram á miðvikudag en henni er þó ekki lokið. Maðurinn, sem heitir Algirdas Vysnauskas, hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann kom til landsins og gaf skýrslu fyr­ ir dómi. Hann naut aðstoðar túlks allan tímann á meðan hann var í dómsal, en hann hlustaði á tollverði gefa skýrslu áður en hann fór í fylgd fangavarða. Flaskan var gjöf Maðurinn sagðist hafa komið hing­ að til lands þar sem hann hefði feng­ ið loforð um að hér myndi hann fá vinnu. Maður, sem hann kannaðist lítið við og verður hér nefndur Jón, kom að máli við hann og þeir ræddu um vinnu í útlöndum. Jón hélt því fram að hann hefði tengsl við aðila hér á landi, og gæti útvegað ákærða vinnu hér. Þeir ræddu um hvern­ ig hægt væri að komast til lands­ ins og ákváðu að fara heim til Jóns. Samkvæmt framburði mannsins fóru þeir svo í búðina og keyptu vín­ flöskur. „Við drukkum vín og töluð­ um um vinnu hér á landi. Hann bað mig um að fara með eina rauðvíns­ flösku með mér til landsins, sem væri gjöf til mannsins sem gæti út­ vegað mér vinnu,“ sagði ákærði fyrir dómi. Hann sagðist ekki hafa vitað annað en að í flöskunni væri rauð­ vín, líkt og það sem hann og Jón hefðu drukkið og keypt í búðinni. Hann sagðist þó ekki geta munað það nákvæmlega hvernig atburða­ rásin hafi verið, fram að því að hann tók flöskuna. Hann sagði það ekki hafa verið sinn ásetning að flytja fíkniefni á milli landa og að hann hefði aldrei gert slíkt, hefði hann vitað hvað hann væri með. Hugsaði ekki skýrt Tollverðirnir sem stöðvuðu mann­ inn gáfu skýrslu fyrir dómi, en voru ekki spurðir sérstaklega um ástæðu þess að ákærði var stöðvaður. Hann var tekinn til frekari skoðunar, þar sem fátt vakti sérstaklega athygli og pappírar mannsins voru í lagi. Flaskan vakti hins vegar athygli tollvarða, þar sem hún var mjög ólík hefðbundnum rauðvínsflöskum. Ákærði gaf leyfi fyrir því að flaskan yrði opnuð og fór þá annar tollvarð­ anna að sækja tappatogara. Hinn tollvörðurinn sneri sér þá aðeins undan og á augabragði greip ákærði flöskuna og grýtti henni í gólfið, þannig að efnið spýttist á veggi og gólf. Tollverðirnir sögðu að lyktin sem upp hafi gosið hefði ver­ ið óvenjuleg og greinilega ekki rauð­ vínslykt. Um ástæðu þess að ákærði grýtti flöskunni í gólfið sagðist hann ekki hafa hugsað rétt. „Ég var mjög stressaður og vissi ekki hvað ég átti að gera. Af hverju ég var hræddur, veit ég ekki, kannski af því að ég er öryrki. Ég hugsaði ekki skýrt og veit ekki hvers vegna ég gerði þetta. Djöf­ ullinn var í mér,“ sagði maðurinn. Hægt að framleiða 830 grömm Matsgerðarmaður sem greindi efnið sagði það hafa verið 71% að styrk, en að metamfetamín­ basi í vökvaformi væri óalgeng­ ur og að hann hefði ekki rannsak­ að slíkt áður. Lítill munur sé þó á amfetamínbasa og metamfetamín­ basa. Að sögn hans mætti útbúa 83 grömm af metamfetamínklóríði úr þeim 100 millílítrum sem hann hafði til rannsökunar, en talið er að í flöskunni hafi verið einn lítri af basanum. Því hefði verið hægt að framleiða 830 grömm af metam­ fetamíni, en nákvæmt götuverð er óþekkt. Þess er oft neytt í krist­ allaformi og er þá frekar sterkt. Í dómnum tókust lögfræðingar á um styrkleika efnisins, en í flösk­ unni voru leysiefni sem gufuðu upp og eyðilögðu veggi og gólf, svo brjóta þurfti það upp og rífa veggina niður. Isavia er með einkaréttar­ kröfu í málinu vegna skemmdanna og krefst greiðslu skaðabóta vegna þeirra. Lögfræðingar munu flytja mál sitt í þessari viku og í fram­ haldinu verður dómur kveðinn upp. n n Grýtti flösku með metamfetamínbasa í gólfið n Hélt að basinn væri rauðvín „Djöfullinn var í mér“ Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Leiddur inn í járnum Hinn ákærði hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann kastaði flösku fullri af metamfetamínbasa í gólfið í Leifsstöð. Mynd RögnvaLduR MáR „Hann bað mig um að fara með eina rauðvínsflösku með mér. Ók dópaður og ölvaður K arlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa far­ ið á bifreið sinni undir áhrif­ um áfengis og amfetamíns á ofsahraða á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi stefnt lífi samferða­ manna sinna í stórfellda hættu, með­ al annars með því að reyna að þvinga sér á milli tveggja bíla og aka utan í þær þannig að önnur þeirra endaði utan vega eftir veltu. Í ákærunni sést að maðurinn var mjög ölvaður auk þess sem amfetamín mældist í þvagi hans. Hann ók aðfaranótt sunnu­ dagsins 20. maí 2012 austur Vestur­ landsveg í Reykjavík. Hann var á um 150 kílómetra hraða á klukkustund. Þar er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Þegar maðurinn kom að Vínlandsleið reyndi hann að þröngva bifreið sinni á milli tveggja bíla með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var mjög ölvaður og ók glæfralega og hættulega. Hann þröngvaði sér á milli tveggja bifreiða, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst utan í hægri hlið annarrar bif­ reiðarinnar og svo utan í vinstri hlið hinnar. Þær höfðu áður ekið sam­ hliða í sömu akstursstefnu. Þegar maðurinn ók utan í síðari bifreiðina missti ökumaður hennar stjórn á henni og fór hún í kjölfarið eina veltu og staðnæmdist á hjólunum utan vegar. Með þessu aksturslagi stefndi maðurinn í hættu farþega og ökumönnum hinna bifreiðanna, sem og farþega í sinni eigin bif­ reið, og ógnaði heilsu þeirra og lífi. Í ákæru segir að þeim hafi verið stefnt í hættu á á ófyrirleitinn hátt. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostn­ aðar og verði sviptur ökurétti. n astasigrun@dv.is Þvingaði sér á milli bíla og hefur verið ákærður Ofsaakstur Maðurinn keyrði glæfralega. Vilja umboðs- mann aldraðra Ályktun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um stofn­ un embættis umboðsmanns aldr­ aðra hefur verið send á Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Umboðsmaður aldraðra myndi standa vörð um áunnin réttindi eldri borgara og tryggja óháðan málflutning um mál er þá varða. Í greinargerðinni kemur fram að lengi hafi verið rætt um mikilvægi stofnunar þessa embættis. „Íslendingar 60 ára og eldri eru nú um 62.000 og mun fjölga ört í þeim hópi næstu árin,“ seg­ ir í greinargerðinni. „Aðstaða aldraðra er víða óviðunandi og merkjanlegt er að þar sem þjón­ ustan hefur verið góð er farið að þrengja að í rekstri hennar.“ „Axarskaft“ Vigdísar „Vigdís Hauksdóttir gerði axar­ skaftið í rökræðum í sjónvarpi á Stöð tvö, þar sem hún bar Möltu saman við Vestmannaeyjar, hóp af smáum eyjum við suðurströnd Íslands (íbúafjöldi er 4.000).“ Frá þessu greindi maltneska fréttastofan Times of Malta á mánudag. Ummæli Vigdísar Hauks­ dóttur, þingkonu Framsóknar­ flokks, í þættinum Mín skoðun á sunnudag, hafa vakið athygli í maltneskum fjölmiðlum. „Hún neitaði að skýra í hvaða landi Malta væri sjálfstjórnarríki,“ segir í fréttinni. Þá segir einnig að íslenskir fjölmiðlar hafi verið fljótir að benda á rangfærslur Vigdísar og segja frá því hvenær Malta öðlað­ ist sjálfstæði og varð hluti af Sam­ einuðu þjóðunum. Loks er fjallað um gagnrýni Sigríðar Víðis Jónsdóttur, upp­ lýsingafulltrúa UNICEF á Ís­ landi, á notkun Vigdísar á orðinu hungursneyð. Segir að Sigríð­ ur hafi gagnrýnt Vigdísi fyrir „ósvífna notkun hennar á orðinu hungursneyð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.