Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Fréttir Erlent 17 n Umsátur staðið yfir frá 2011 n Ástandinu líkt við Stalíngrad n Jarðýtur rústa heilu hverfunum Á leið í öryggi Óbreyttir borgarar flýja hina sundur- spengdu borg Homs í Sýrlandi. Hér sjást meðal annars börn á leið til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem aðstoðuðu við að koma þeim úr umsátrinu í Homs. Harðir bardagar hafa staðið þar yfir í hátt í þrjú ár. U msátrinu hefur verið líkt við umsátrið við Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Það var eitt skelfilegasta umsátur sem þekkst hefur, stóð yfir í um hálft ár og kostaði fleiri hundruð þúsund manns lífið, bæði Rússa og Þjóðverja. Orrustan um Stalíngrad sneri við stríðsgæfu Þriðja ríkisins og markaði upphafið að endalokum Ad- olfs Hitlers. Líkt við Stalíngrad Ástandinu í sýrlensku borginni Homs, hefur verið líkt við Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Borgin er sú þriðja stærsta í Sýrlandi og á undanförnum mánuðum hafa þúsundir manna verið innilokaðar í borginni, sem hefur ver- ið vettvangur nær látlausra bardaga og fallbyssuárása frá vordögum 2011. Borgin hefur verið í fréttum að undanförnu vegna brottflutnings borgarbúa undir verndarhendi Sam- einuðu þjóðanna. Nokkur hundruð manns hafa verið flutt á brott síðustu daga og af myndum sem birst hafa í fjölmiðlum má sjá að borgin er nánast rústir einar. Minna myndir frá Homs á myndir frá borgum eins og Dresden í seinni heimsstyrjöld, eftir sprengju- herferð Bandamanna gegn Þriðja ríki Hitlers eða Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu, eftir aðfarir Rússa í fyrra stríði þeirra við Tsjetsjena í Kákasus á árunum 1994–1999. Báðar þessar borgir voru nánast lagðar í rúst. Áður en stríðið í Sýrlandi braust út á vormánuðum 2011 bjuggu tæp- lega 700.000 manns í Homs og var borgin þekkt sem iðnaðarborg. Hún er um 100 kílómetra norður af höfuð- borginni Damaskus og liggur hún ná- lægt landamærum Líbanon, sem ligg- ur að Miðjarðarhafinu. Fólk deyr hér! Dagblaðið The Australian komst í samband við lækni – sem ekki vildi koma fram undir nafni – í Homs í sept- ember í fyrra og í gegnum Skype sagði hann: „Veikt fólk deyr hér vegna skorts á læknishjálp, hungurs, vannær- ingar og skorts á grundvallarþjón- ustu, vegna smására sem ekki gróa. Við erum um 3.000 manns hér og um 1.000 þeirra eru særðir, þar af fjöldi kvenna og barna.“ Hann bætti við að allar tilraunir til samninga við ríkis- stjórn Bashar Al Assad, forseta Sýr- lands, hefðu mistekist. Það er sem sagt ekki fyrr en nú, um hálfu ári síðar, sem íbúar eru fluttir úr borginni með ör- uggum hætti. Bardagarnir um borgina eru mjög miklir vegna mikilvægrar legu henn- ar og hernaðarþýðingar. Sá sem ræð- ur Homs, borginni sem hefur verið kölluð höfuðborg byltingarinnar, ræður einnig yfir mikilvægum sam- gönguleiðum til Damaskus og Aleppo, annarrar borgar sem mikið hefur verið barist í. Damaskus er höfuð borg Sýr- lands og ein sögufrægasta borg Mið- Austurlanda. Miðstöð andspyrnu Homs skiptist í nokkra hluta; „gamla bæinn“, sem er hjarta og miðja borgar- innar, og nokkur hverfi í kringum þann hluta. Í Homs eru þrír meginhópar íbúa; súnní-múslimar, alawítar, sem eru tengdir sjíta-múslimum, og kristn- ir, sem eru í minnihluta. Borgin var hertekin af múslimum á sjöundu öld og varð hún síðan hluti af múslimska Ottóman-heimsveldinu, sem stóð frá 1293–1923. Á meðan Frakkar höfðu svo tögl og hagldir í Sýrlandi á árun- um 1924–1958, varð Homs að miðstöð andspyrnunnar gegn þeim. Logn- molla er því eitthvað sem ekki hef- ur einkennt borgarlífið í Homs, sem var fræg fyrir mikla baðmullarrækt á síðustu öld. Í nágrenni við borgina er einnig að finna einn best varðveitta miðaldakastala í heimi. Homs er hluti af Homs-héraðinu, sem þekur í raun miðhluta Sýrlands. Her Sýrlands hefur staðið fyrir nokkrum meirháttar aðgerðum gegn andstæðingum sínum í borginni síð- an borgarastríðið í landinu braust út. Mannfall í Homs hefur verið gríðar- legt, talið er að það hlaupi á þúsund- um. Erfitt er að fá tölur staðfestar, þar sem bæði Sýrlandsher Assads og Her hins frjálsa Sýrlands (Free Syrian Army), sem berst gegn stjórn Assads, gefa sjálfir upp allar tölur. Mjög erfitt er fyrir hlutlausa aðila að vinna á svæðinu. Pyntingar og mannshvörf Samtökin Human Rights Watch (HRW) gáfu út skýrslu upp á tugi blað- síðna um ástandið í Homs í nóvember 2011 og þá komust samtökin að þeirri niðurstöðu að um 3.100 manns hafi þá þegar verið myrtir í borginni. Síðan þá hafa tugir þúsunda bæst við og talið er að yfir 100.000 manns hafi nú þegar látist í styrjöldinni. Hún hefur einnig leitt af sér versta flóttamannavanda- mál sögunnar í Mið-Austur löndum, en talið er að á bilinu 5–7 milljóna manna séu á flótta vegna átakanna í Sýrlandi. Samtökin telja upp í skýrslunni fjölda tegunda mannréttindabrota; pyntingar, mannshvörf, handahófs- kenndar handtökur, andlát í gæslu- varðhaldi og fleira í þeim dúr. Í skýrsl- unni er skorað á sýrlensk stjórnvöld að láta af þessum aðferðum og einnig er skorað á alþjóðasamfélagið að bregðast með einbeittum hætti við ástandinu í landinu. Enn sem komið er hefur það lítinn árangur borið og allar friðarumleitanir hafa farið út um þúfur, nú síðast í Genf í þessari viku. Heilu hverfin lögð í rúst Þá hafa samtökin einnig gagnrýnt harðlega niðurrifsherferðir sýrlenskra stjórnvalda í nokkrum borgum lands- ins. Í nýrri skýrslu kemur fram að yfir- völd hafi notað jarðýtur og sprengi- efni til þess að jafna heilu hverfin við jörðu: „Frá því í júlí árið 2011 hafa sýr- lensk stjórnvöld lagt þúsundir íbúða- bygginga – og stundum heilu hverfin í borgunum Damaskus og Hama – í rúst, með því að nota jarðýtur og sprengiefni,“ segir orðrétt í skýrslunni sem ber heitið Razed to the Ground, eða Jöfnuð við jörðu. Haldið eftir í yfirheyrslum Í kjölfar þeirrar aðgerðar sem fólst í að flytja almenna borgara frá Homs í byrj- un vikunnar, hefur um 300 mönnum verið haldið eftir og þeir yfirheyrðir af sýrlenskum yfirvöldum. Þau hafa lof- að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna að vel verði farið með þá. Fréttakona BBC, Lyse Doucet, fékk sérstakan aðgang að þessum mönnum og gat rætt við nokkra þeirra. Í samtölum lýsa þeir skotárás- um á þá inni í borginni og ræddi Lyse við nokkra unga karlmenn sem voru særðir, m.a. vegna skothríðar frá leyni- skyttum inni í borginni. Í samtölun- um var það staðfest að enn væri fjöldi uppreisnarmanna innilokaður í mið- borg Homs. Í fréttinni kom einnig fram spurningin um það hvort þessi mann- úðaraðgerð SÞ væri að hluta til upplýs- ingaraðgerð fyrir sýrlensk stjórnvöld? Margir karlmannanna sem fréttakon- an ræddi við sögðu að þeir hefðu ver- ið spurðir fjölda spurninga um hvað þeir hefðu aðhafst inni í borginni. Þá sést einnig í fréttinni hvernig héraðs- stjóri Homs ræðir við fangana og reyn- ir að „endurmennta“ þá með boðskap á borð við að „þeir séu allir Sýrlendingar og í sama liði.“ Staðan í Sýrlandi er með þeim hætti að fátt bendir til þess að á næstu vikum dragi úr bardögum eða að friðarsamn- ingar náist í gegn. Ekki er heldur ólík- legt að átökin færist í aukana, nú þegar vorar og sumarið nálgast. Því mun það líklegast verða þannig að daglega ber- ist grimmilegar fréttir frá landinu; um mannfall, bardaga og skelfingu. Sem yfirleitt bitnar harðast á almennum borgurum, konum, börnum og gamal- mennum. n Hryllingur í Homs Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Stalíngrad Ástandinu í Homs í Sýrlandi hefur verið líkt við umsátrið um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Kannski ekkert skrýtið, þegar myndirnar með greininni eru bornar saman. „Frá því í júlí árið 2011 hafa sýrlensk stjórnvöld lagt þúsundir íbúðabygginga í rúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.