Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Sport 31 Bestu vinir í dag Ár: 2005-2009 Góðir félagar geta slegist og rifist en síðan grafið stríðsöxina og verið bestu vinir. Þetta á við um þá Mourinho og Sir Alex Ferguson þegar þeir kollegar börðust hatrammri baráttu á Englandi. Mourinho skaut jafnan föstum skotum að Sir Alex og lærisveinum hans hjá Manchester United og svaraði Ferguson ávallt í sömu mynt. Mourinho sagði til dæmis þegar hann var stjóri Chelsea að það væri lífsins ómögulegt að fá vítaspyrnu gegn United. Þegar Mourinho tók við Inter mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2009. United henti Inter úr keppni og ákvað Mourinho að sleppa því að taka í höndina á Sir Alex eftir síðari leikinn. Síðar sagði Mourinho að hann hefði ekki meint neitt illt með því. Mourinho og Ferguson eru góðir vinir í dag og hafa margoft látið hafa það eftir sér að þeir beri ómælda virðingu fyrir hvor öðrum. n Sá einstaki lendir iðulega í deilum n Arsene Wenger „sérfræðingur í að mistakast“ Stríð Mourinho Sérfræðingur í að mistakast Ár: 2014 „Kjánalegt, ókurteist og vandræðalegt fyrir bæði hann og klúbb- inn.“ Svona hljómuðu viðbrögð Arsene Wenger við nýjustu ummælum Jose Mourinho. Knattspyrnustjórinn lét hafa eftir sér á dögunum að Wenger væri sérfræðingur í því að mistakast. „ Félagið hafi ekki unnið bikar í háa herrans tíð. Ef hann myndi ekki skila titli hjá Chelsea átta ár í röð myndi hann fara frá London og aldrei stíga fæti þangað aftur. Ummæli Mourinho hafa valdið fjaðrafoki, eins og stundum áður. Arsenal goðsögnin Bob Wilson, sem varði mark liðsins um árabil, hefur sagt að ummælin séu fyrirlitleg. „Hann er virkilega hæfileikaríkur og frábær knattspyrnustjóri, en akkúrat núna þykir mér hann leiðinlegur fauti. „Hann þarf ekki reiknivél“ Ár: 2014 Mourinho og Manuel Pellegrini hafa stundum tekist á á hliðarlínunni; fyrst þegar þeir stýrðu Real Madrid og Malaga í spænsku deildinni en einnig nú eftir að þeir tóku við Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Pellegrini gagnrýndi nýlega kaup Chelsea í félaga- skiptaglugganum í janúar. Mourinho svaraði því til að Chelsea hafi virt reglur UEFA, ólíkt við það sem City hafi gert undanfarin ár og að Pellegrini, sem væri viðskiptafræðimenntaður, ætti ekki að þurfa reiknivél til að finna út að Chelsea hafi hagnast um 23 milljónir punda í glugganum. Juan Mata og Kevin de Bruyne hafi verið seldir fyrir 55 milljónir punda. Nemanja Matic og Mohamed Salah hafi verið keyptir fyrir 32 milljónir. „Svo að 55 milljónir punda mínus 32 eru 23 milljónir. Í þessum glugga græddum við 23 milljónir, hann þarf ekki á reiknivél til þess að reikna þetta út.“Að gagnrýna réttar ákvarðanir Ár: 2011 Mourinho og Pep Guardiola stýrðu í nokkur ár tveimur af allra bestu félögum heims, andstæðingunum Real Madrid og Barcelona. Fyrir hverja viðureign liðanna stal Portúgalinn fyrirsögn- unum með skoðunum sínum á andstæðingunum eða túlkun sinni á sannleikanum. Guardiola lét sér yfirleitt fátt um finnast og stóðst þá freistingu að svara fyrir sig. Eftir viðureign liðanna í bikarn- um í apríl 2011, þar sem Real vann 1–0, sagði Guardiola að Real hafi unnið á sentímetraspursmáli – og gaf þar í skyn að mark Real hefði lyktað af rangstöðu. Mourinho hafði svör á reiðum hönd- um. Hann sagði að fæstir knattspyrnustjórar létu það ógert að gagnrýna dómara. Stærri hópur, þar á meðal hann sjálfur, gagnrýndi þá fyrir lélega frammistöðu en hrósaði þeim stundum fyrir góða. „Eftir um- mæli Pep um daginn er kominn nýr hópur, sem einungis hann tilheyrir í augnablikinu, en það eru þjálfarar sem gagnrýna réttar ákvarðanir hjá dómurum. Það er eitthvað sem ég hef aldrei séð í fótboltaheiminum,“ sagði Mourinho. Þetta hleypti illu blóði í Guardiaola. Potaði í auga Vilanova Ár: 2011 Áður en Tito Vilanova tók við starfi knattspyrnu- stjóra af Pep Guardiola hjá Barcelona var hann tiltölu- lega óþekktur aðstoðarmaður hans hjá félaginu. Vilanova komst heldur betur í sviðsljósið í ágúst 2011 þegar Barcelona og Real Madrid kepptu um titilinn meist- ari meistar- anna á Spáni. Mourinho var þá sem kunnugt er stjóri Real Madrid. Allt ætl- aði um koll að keyra í leiknum og litu þrjú rauð spjöld dagsins ljós. Steininn tók þó úr þegar Mourinho potaði viljandi í auga Vilanova og sýndi Mourinho hlið sem hann hafði ekki sýnt áður. Þrátt fyrir augljósan brotavilja var Mourinho ekki refsað sérstaklega fyrir fautaskapinn. Eins og í tölvuleik Ár: 2009 Þeir sem spila tölvuleikinn Football Manager vita eflaust að hægt er að láta ýmislegt flakka um erkifjendur sína og starfsbræður hjá öðrum liðum. Eitt af því er að segja við fjölmiðla að maður „sé ekki sérstakur aðdá- andi viðkomandi.“ Það er nákvæmlega leikurinn sem Mourinho og Carlo Ancelotti léku árið 2009, þegar Mourinho var stjóri Inter en Ancelotti nýtekinn við Chelsea eftir að hafa stýrt erkifjendum Inter í Milano, AC Milan. Það var víst Mourinho sem sagði fyrst að Ancelotti væri ekki „sér- stakur vinur“ hans en sá síðarnefndi svaraði í sömu mynt og sagði að hann væri ekki heldur „aðdáandi Mourinho“ hvort sem var. Tókust ekki í hendur Ár: 2005 og 2006 José Mourinho og Rafa Benitez hafa lengið eldað grátt silfur saman. Þetta byrjaði allt saman þegar Benitez var stjóri Liverpool og Mourinho stjóri Chelsea. Í apríl 2005 mættust liðin í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eins og Mourinho er von og vísa gagnrýndi hann Benitez og sagði að það væri engu líkara en Liver- pool-liðið væri að spila góðgerðarleiki í úrvalsdeildinni í aðdraganda einvígisins. Liverpool var í langt því frá í titilbaráttu ólíkt Chelsea. Benitez svaraði í sömu mynt og sagði að Mourinho væri að klúðra málunum hjá Chelsea með því að hringla með byrjunarliðið. Orðaskak þeirra hélt áfram og náði hámarki þegar liðin mættust í undan- úrslitum enska bikarsins árið 2006. Sáu þeir kollegar enga ástæðu til að takast í hendur eftir einvígið sem Liverpool vann 2–1. Þjálfaraferill Mourinho Ár Félag Vinningshlutfall 2000 Benfica 54,55% 2001-2002 Uniao de Leiria 51,72% 2002-2004 Porto 72,58% 2004-2007 Chelsea 67,03% 2008-2010 Inter 62,04% 2010-2013 Real Madrid 71,91% 2013- Chelsea 64,10% Titlar: Meistaradeild: 2 titlar Evrópudeild: 1 titill Deild: 7 titlar Bikar: 9 titlar baldur@dv.is og einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.