Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Qupperneq 32
32 Menning Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Spamalot Höfundur: Eric Idle (handrit, tónlist, söng- textar) og John du Prez (tónlist) Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríus Sverris- son, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Selma Björnsdóttir, Sibylle Köll, Stefán Karl Stefánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Þorleifur Einarsson, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Sýnt í Þjóðleikhúsinu Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur Á sviðinu renna öldurnar fram og til baka á milli klettana. Fyrir neðan spilar sinfóníu- hljómsveit Babelsberg-kvik- myndaversins á meðan kór syngur ljóð Laxness úr Heimsljósi og hér ríkir fegurðin ein. Það er eitthvað bogið við þetta. Þetta er undarlega smekklegt að sjá hjá listamanni sem stundum kallar sig Rassa Prump. Að sýningu lokinni stendur Ragn- ar Kjartansson hálfnakinn upp úr píanóinu með geirvörtuskrautið danglandi og syngur I Will Always Love You fullum hálsi. Það er svona sem við þekkjum hann. Og samt kemur hann stöðugt á óvart. Kvöldið áður hafði hljómsveitin Samaris spilað í litlum klúbbi hér í bæ með landslagsmyndir á vídeó- varpa, en hér er allt í miklu stærri skala. Við erum stödd í Volksbühne, í hjarta hinnar gömlu Austur-Berlín- ar, í leikhúsi sem lengi hefur verið og enn þann dag í dag er þekkt sem eitt róttækasta leikhúsið í þessari róttæk- lingaborg. Hreinar meyjar, vondar og danskar Lagahöfundurinn Kjartan Sveinsson úr (Sigur Rós) og Davíð Þór Jóns- son tónlistarstjóri hafa fengið bæði orkester og kór til umráða. Og leik- stjórinn og höfundurinn Ragnar mál- ar hverja landslagsmyndina á fætur annarri á sviðið í fullri þrívídd. Kofi sem brennur logar í raun. Það eru þrumur. Það eru stjörnur og skógar og fjöll. „Já, en er þetta list?“ hlýtur mað- ur að spyrja sig þar sem saxófónleik- ari er dreginn inn á sviðið, einnig ber að ofan og með geirvörtuskraut, í eftirpartíinu. Kjartan spilar á bassa, Doddi í Trabant á trommur og þeir flytja hið frumsamda lag Evil Danish Virgin, sem kynnir eftirköst danskrar nýlendustefnu á Íslandi fyrir heima- mönnum. Stundum finnst manni sem verk Ragnars séu mennta- skólahúmor sem fór úr böndunum og tókst einhvern veginn að leggja allan heiminn að fótum sér. Og það hefur hann vissulega gert. Ragnar hefur birst á forsíðum virtra listarita, komið fram á menningarhá- tíðum víðsvegar um heim og starfs- fólk hans notar netfangið @ragnar- kjartansson.net. Úti í salnum stendur Ólafur Elíasson og kinkar kolli sam- þykkjandi. Gott grín eða dauðans alvara? Er það list að mála sama mann í Speedo-sundskýlu aftur og aftur, reykjandi sígarettur og drekkandi bjór? Eða að láta Kristján Jóhanns- son biðja greifynjuna afsökunar í 12 klukkutíma endurtekningu á há- punkti Fígaró, eins og hann gerði á sýningu í New York? Listaheimurinn virðist að minnsta kosti hafa ákveðið að svo sé. Stundum finnst manni sem listaferillinn allur sé enn annar gjörningurinn hjá Ragnari, einhvers konar allsherjartilraun til að athuga hvað hann kemst upp með, eins og hann hljóti einhvern daginn að stíga fram og segja: Ég var bara að grínast. Og samt sýnir hann einmitt í Volksbühne að honum ferst vel tak- ast á við alvarleikann þegar svo ber undir, og jafnvel fegurðina sjálfa. Sem fær mann til að sjá fyrri störf hans í nýju ljósi. Ef listaferill hans er að leiða hann eitthvert, þá er það kannski einmitt hingað. Og maður bíður spenntur eftir að sjá hvað hann gerir næst. Alíslenskt partí í hjarta Berlínar Tvær stelpur stela hvítvínsflöskum úr opna barnum áður en honum verður lokað. Langi Seli stígur á svið og rokk- ar pleisið eins og það sé 1955. Eins og með Ragnar veltir maður því fyrir sér hvort eina leiðin til að vera tekinn alvarlega á okkar póstmódernísku tímum sé að þykjast vera að grínast. Hvað sem því líður, þá verður brátt ljóst að fáir geta haldið partí eins og Íslendingar. Og fáir Íslendingar geta haldið partí eins og einmitt þessir. Gísli galdur tekur við dansgólf- inu og Ragnar fær sér hressingu. Hér, loksins, næ ég af honum tali og get spurt hann spjörunum úr, ef svo má að orði komast. Svo heppilega vill til að áhorfendum hefur verið útdeilt blýant og sýningarskrá sem saman stendur að mestu leyti af auðum blaðsíðum. „Það skoðar enginn leikskrár hvort eð er, svo við ákváðum að gera bara skissublöð,“ segir Ragnar, og ég byrja að skissa. „Það er langþráð- ur draumur að fá að vinna í Volks- bühne. Þetta er mest sjokkerandi leikhús Evrópu, og hvað getur maður þá gert?“ Tja, þegar stórt er spurt … Þjóðverjum komið á óvart „Maður gefur þeim fegurðina!“ segir hann sigri hrósandi og bætir við: „Og ég hef hitt fólk sem er virkilega reitt út af því.“ Kannski er Ragnar Kjartansson haldinn þeirri þörf listamannsins að vera í stöðugri andstöðu við umhverfi sitt, og getur ekki að því gert þó hon- um sé hampað fyrir. Kannski er alvar- leikinn fyrir honum bara enn annar brandarinn, eða kannski er þetta allt saman í fúlustu alvöru meint, jafnvel þótt það sé fyndið inn á milli. „Sorgin sigrar hamingjuna,“ söng hann eitt sinn endurtekið í vídeóverki, klædd- ur sem stríðsáraflagari. Í senn fyndið og satt. Hvað sem því líður er ljóst að ráðgátan um Ragnar Kjartansson verður ekki leyst í bráð. Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, sem mætti þýða sem „hljómur opinberunar guðdómsins,“ verður sýnt í Borgarleikhúsinu í maí. n Tvö andlit Ragnars „Það skoðar enginn leikskrár hvort eð er, svo við ákváðum að gera bara skissublöð. Málað á sviði Lagahöfundurinn Kjartan Sveinsson úr (Sigur Rós) og Davíð Þór Jónsson tónlistarstjóri hafa fengið bæði orkester og kór til umráða. Og leikstjórinn og höfundurinn Ragnar málar hverja landslagsmyndina á fætur annarri á sviðið í fullri þrívídd. Kofi sem brennur logar í raun. Það eru þrumur. Það eru stjörnur og skógar og fjöll. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Menning n Kemur stöðugt á óvart n Útrás í Berlín Í því niðursoðna Framsóknar- veldi sem nú ríkir á Íslandi og enginn virðist fá neitt við ráð- ið, ekki einu sinni formaður Sjálfstæðisflokksins, er gott að geta farið í musteri íslenskrar tungu og hlegið sig máttlausan af vitleysunni sem rennur upp úr Artúri konungi og riddurum hr- ingborðsins. Hún er alveg í takt við delluna sem rennur upp úr Sigmundi Davíð og kompaní þessa dagana þar sem orðin og tungumálið hefur gjörsamlega glatað raungildi sínu rétt eins og íslenska krónan. Frumsýningar- daginn á Spamalot bar nefnilega upp á sama dag og þingflokkar stjórnarflokkanna ákváðu að loka þjóðina inni í alíslenskum kastala sem gæti alveg heitið jafn sveita- legu nafni og Melakot (Kamelot). Tungumálið sem brandari Það þarf húmorista á borð við Monty Python-gengið til að taka fyrir fáránleikann í mannkyns- sögunni, trúarbrögðum og stjórn- málum og til að ganga langt í þeim efnum. Þeir félagar standa sko alltaf í nútíðinni, þó þeir séu alltaf að tala um fortíðina, horfa samt til framtíðar án þess að líta of oft í baksýnisspegilinn. Þeir sjá ekki eftir neinu sem vellur upp úr þeim, þeir eru sannkall- aðir framsóknarmenn grínsins. Það eina sem skilur þá að frá ís- lenskum framsóknarmönnum er að þeir gera sér grein fyrir að það sem þeir segja er grín og að þeir eru valdalausir og því ekki jafn hættulegir og Framsóknarflokk- urinn íslenski. En vissulega getur grínið stundum haft pólitísk áhrif og á að hafa það. Að minnsta kosti hefur grínið gegnum tíðina og ekki síst hláturinn verið útrás og leið þeirra valdalausu til að lýsa vanþóknun sinni á valdhöfun- um og botnlausri heimsku þeirra og græðgi. Spamalot er gaman- söngleikur sem gerir endalaust grín að hégómlegu valdabrölti og birtingarformum þess í ruslpósti hugsunar og tungumáls. Þannig er sagan í verkinu algert aukaat- riði en misnotkun tungumálsins aðalatriði. Spamalot er því einn langur tungumálabrandari, eins og titillinn gefur til kynna, jafnvel stundum of langur og teygður en engu að síður alveg sprenghlægi- legur á köflum. Stjörnur kvöldsins Og sem betur fer hefur tekist að koma brandaranum til skila í bráðskemmtilegri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar, þótt söng- textar hans skiluðu sér ekki alltaf nægilega vel í flutningi leikara og söngvara. Engu að síður tekst að koma klikkuðum og útúrfrík- uðum samtölum Erics Idle vel til skila enda afbragðs leikarar á ferð eins og Örn Árnason í hlutverki Artúrs konungs og Stefán Karl Stefánsson í fjölmörgum og ólík- um hlutverkum. Stefán Karl skell- ir sér auðveldlega milli raddgerva, getur bæði verið Guð almáttugur, franschkööör dóni og kynvilltur Herbert prins. Það er engum blöð- um um það að fletta, Stefán Karl er með fyndnari leikurum sem komið hafa fram á undanförnum árum, það leikur allt í höndunum á honum. Það þarf enga smáfimi til að halda uppi stuðinu sem kraf- ist er af öllum flytjendum verks- ins og það er bókstaflega aldrei slegið af kröftunum, hvorki í leik, dansi né söng. Selma Björnsdóttir á glæsileg söngnúmer í hlut- verki vatnadísarinnar Gunnvar- ar, já, hún er jafnvel aðalstjarna kvöldsins, ekki aðeins þegar hún rúllar sér upp og niður tónstig- ana í ýmsum tegundum tónlistar, heldur líka í leik sem sjálfhverfa prímadonnan bak við hlutverkið. Af öðrum leikurum verður hér að nefna Eggert Þorleifsson sem var óborganlegur einkum í hlutverki bróður Manfreðs og Jóhannes Hauk Jóhannesson var sömuleið- is dásamlegur Galahad riddari og Klikkuð skopstæling Framsóknarmenn grínsins Það eina sem skilur þá Monthy Python-menn að frá íslenskum framsóknarmönn- um er að þeir gera sér grein fyrir að það sem þeir segja er grín og að þeir eru valdalausir og því ekki jafn hættulegir og Framsóknarflokkurinn íslenski. Mynd Eddi „Alveg í takt við delluna sem rennur upp úr Sigmundi Davíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.