Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 22
Vikublað 25.–27. febrúar 201422 Umræða Umsjón: Henry Þór Baldursson Könnun E vrópa þarf ekki Svarthöfða og Svarthöfði þarf ekki Evrópu. Þess vegna fagnaði Svarthöfði ákaf­ lega þegar ríkisstjórnarflokkarn­ ir boðuðu loks að þeir ætli að slíta að­ ildarviðræðum við Evrópusambandið. Ísland þarfnast ekki Evrópu, frekar en Ísland þarfnast Bandaríkjanna eða Asíu. Hér er allt til alls og við getum slitið samskiptum við öll lönd. Við höfum fiskinn, íslensku sauðkindina, jarðvarmann, fallorkuna og okkar heimsfræga búfénað. Hrossaræktin er sú besta í heimi. Og ekki þurfum við olíuna til að knýja sjávarútveg og landbúnað frekar en áður fyrr. Við get­ um keyrt skipaflotann á lýsi eða raf­ orku. Möguleikarnir eru endalausir og við förum ekki að láta svona smámuni stöðva okkar. Ef við þurfum korn þá bara ræktum við korn ofan í þessar hræður sem búa hérna. Ef okkur leiðist þá höfum við skemmtikrafta hér á landi sem jafn­ ast á við þá heimsins bestu. Enginn þarf að efast um kímni Steinda Jr. eða Sögu Garðars sem koma Íslending­ um sífellt á óvart með kynjóttu gríni. Jafnfætis þeim standa fágætir lista­ menn á borð við Magna í Á móti sól og Jónsa í Í svörtum fötum. Hvað þurf­ um við mögulega meira? Tölvuleiki? Svarthöfði veit ekki betur en á Íslandi hafi verið hannaður heill alheimur af gáfuðustu mönnum heims í CCP sem vinna jafnfætis sjómönnum við Reykjavíkurhöfn. Leitið ekki lengra. Ís­ land er land þitt. n Við höfum allt til alls! Sjá blámann í austri Eldri borgarar styðja lífeyrissjóðina E ldri borgarar styðja lífeyris­ sjóðina. Það er sótt að lífeyris­ sjóðunum um þessar mund­ ir. Þeir sæta mikilli gagnrýni. Margt af þeirri gagnrýni byggist á misskilningi svo sem, að það sé líf­ eyrissjóðunum að kenna, að lífeyrir frá almannatryggingum sæti mik­ illi skerðinga vegna greiðslna úr lífeyris sjóði. Þar er ekki við lífeyris­ sjóðina að sakast heldur stjórn­ völd. Það er Alþingi og ríkisstjórn, sem hefur samþykkt þá miklu skerðingu á lífeyri frá TR, sem á sér stað um þessar mundir. Lífeyris­ sjóðirnir hafa ekki samþykkt þessa skerðingu. Stöðva verður skerðinguna strax Fjallað var um þessi mál á nýaf­ stöðnum aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík. Þar var eftir­ farandi ályktun samþykkt: „Að­ alfundurinn fer fram á það, að ríkisstjórnin stöðvi þegar í stað skerðingu lífeyris aldraðra frá al­ mannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þessi skerðing er svo mikil í dag, að hún eyðir með öllu ávinningi margra ellilífeyris­ þega af því að hafa greitt í lífeyris­ sjóð. Aðalfundurinn lýsir yfir full­ um stuðningi við lífeyrissjóðina. Aðalfundurinn áréttar, að lífeyris­ sjóðirnir eru eign sjóðfélaga enda þar um að ræða mikilvægasta þátt­ inn í ævisparnaði þeirra.“ Aðalfundurinn samþykkti að stofna ætti embætti umboðsmanns aldraðra og skoraði á ríkisstjórn og Alþingi að koma því máli í höfn. Verkefni umboðsmannsins á að vera að gæta hagsmuna aldraðra í hvívetna. Aldraðir eru varnarlaus­ ir gagnvart stjórnvöldum. Lög eru brotin á öldruðum hvað eftir ann­ að; jafnvel mannréttindi eru brot­ in á eldri borgurum. Verkefni um­ boðsmanns aldraðra eru því ærin. Þá samþykkti aðalfundurinn að hækka ætti skattleysismörkin myndarlega. Í dag hækka þau að­ eins í samræmi við hækkun neyslu­ vísitölu. En þau þurfa að hækka miklu meira. Rífleg hækkun skatt­ leysismarka er besta kjarabót eldri borgara. Hækka þarf lífeyri um 20% Félag eldri borgara í Reykjavík skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta strax lífeyri aldraðra frá almanna­ tryggingum vegna kjaragliðnun­ ar á krepputímanum (sl. 4–5 ár). Til þess að leiðrétta þessa gliðnun þarf af hækka lífeyri aldraðra um 20 prósent strax. Með kjaragliðnun er átt við að kaup láglaunafólks hefur hækkað miklu meira en líf­ eyrir. Bæði landsfundur Sjálf­ stæðisflokksins og flokksþing Framsóknarflokksins samþykktu að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun strax eftir kosningar. Það verður að efna þetta kosningaloforð. Og það verður að efna það strax. Aðalfundurinn fagnaði því, að ríkisstjórnin hafi afturkallað mikið af kjaraskerðingunni frá 2009. Hún hefur afturkallað skerðingu frí­ tekjumarks vegna atvinnutekna og skerðingu grunnlífeyris. Út­ reikningur grunnlífeyris hefur ver­ ið færður til fyrra horfs og greiðsl­ ur úr lífeyrissjóði því ekki reiknaðar með tekjum við útreikning grunn­ lífeyris. Þetta var hvort tveggja samþykkt á sumarþinginu. Hins vegar leiðrétti ríkisstjórnin ekki sl. sumar skerðingarhlutfall tekju­ tryggingar, sem var hækkað 2009. Við hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar urðu 19.000 eldri borgarar fyrir kjaraskerðingu. Ríkis­ stjórnin ákvað að láta þennan hóp bíða í hálft ár eftir kjaraleiðréttingu og öryrkjar máttu einnig bíða. En lögin um hækkað skerðingarhlut­ fall tekjutryggingar voru tímabund­ in og giltu út árið 2013. Þessi kjaraskerðing féll því sjálfvirkt úr gildi. Ríkisstjórnin þurfti ekkert að gera annað en að bíða og það gerði hún. Hún beið og lét aldraða og ör­ yrkja líka bíða í hálft ár eftir kjara­ bót, sem lofað var í kosningunum að kæmi strax eftir kosningar. Aðalfundur FEB samþykkti einnig að afnema ætti strax skerðingu tryggingabóta aldraðra vegna at­ vinnutekna. Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að vinna. n Björgvin Guðmundsson form. kjaranefndar Félags eldri borgara Aðsent „Rífleg hækkun skattleysismarka er besta kjarabót eldri borgara. Svarthöfði 1 Hreindýrabóndi ósáttur við yfirvöld Stefán Hrafn Magnússon vill rækta hreindýr hér á landi en segir að yfirvöld hér hafi ítrekað lagt stein í götu hans og svari vart beiðn- um hans. Stefán hefur ræktað hreindýr með góðum árangri á Grænlandi. 7.435 hafa lesið 2 „Íslendingar búa að því láni að geta valið hvern þeir elska“ Í helgarblaði DV var fjallað um herferð Amnesty er við kemur kyn- og frjósemisréttindum einstaklinga sem víða eru brotin. 6.578 hafa lesið 3 „Beita sér fyrir grímu-lausum svikum við kjósendur“ Helgi Magnússon, fyrr- verandi formaður Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. Hann segir hana hafa staðið við fá mikilvæg mál sem hún lofaði úrlausnum í í kosn- ingabaráttunni síðastliðið vor. 5.490 hafa lesið 4 „Loftur var einstakur fyrir vinsemd“ Gísli Hol- gersson málaði mynd af útigangsmann- inum Lofti Gunnarssyni sem lést fyrir aldur fram þann 20. janúar 2012. 4.913 hafa lesið 5 Atli Fannar hættur í pólitík Atli Fannar Bjarkason er hættur sem aðstoðarmaður Guðmundar Steingríms- sonar, formanns Bjartrar framtíðar. 4.566 hafa lesið Mest lesið á DV.is „Hrossaræktin er sú besta í heimi. n Nei n Já 71% 29% Kemst Ísland á EM?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.