Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Lífsstíll 27 Harpa fallegust 2–6 Stykkishólmskirkja Arkitekt: Jón Haraldsson n „Alltaf truflað fegurðarskyn undirritaðs. Einhver óræð barátta milli strangra reglufastra flata (geómetríu) sem arki- tektinn var þekktur fyrir og frjálsra forma. Að mínu mati ræður hann ekki við þessa baráttu/samsetningu.“ n „Lítur út eins og sitjandi hundur eða Sfinx.“ 2–6 Ráðhús Reykjavíkur Arkitekt: StudioGrandi n „Stendur á fallegum stað umkringt gömlum sjarmerandi húsum. Byggingin sjálf er ekki ófögur en hún er kuldaleg og klunnaleg á þeim stað sem hún stendur. Ef steinninn yrði málað- ur í gamaldags lit myndi það lífga upp á svæðið.“ n „Ljótur og kaldur steypuklumpur sem gerir ekkert fyrir Tjörnina og það fallega svæði þar í kring – kalt og án allrar sálar.“ 2–6 Breiðholtskirkja Arkitekt: Guðmundur Kr. Kristinsson, Ferdinand Alfreðsson og Hörður Björnsson n „Kirkjan er eins og tjald.“ n „Indjánatjald eða Barbie-dúkka sem vantar helm- inginn á. Skil ekki hvað arkitektinn var að fara.“ 2–6 Harpan Arkitekt: Teiknistofa Henning Larsen n „Afburða minnisvarði um hvernig ekki á að standa að uppbyggingu menningarhúss hérlendis. Eyðileggur afstöðuna og heildarupplifun hafnarinnar. Lokar gamalli gönguleið milli hafnargarðanna tveggja. Snýr afturendanum í mikilvægasta umhverfismómentið – útsýn að Esjunni og Sundunum bláu. Einsleitt og vont efnisval m.t.t. staðsetningar – stál og gler (sjór og selta). Hálfklárað. Afkáralegt. Gæði húss felast einnig í skynsemi er varðar umfang og kostnað – þar er Harpan yfirgengilega í mínus. Eitt risastórt BLING.“ n „Glæsilegt og tignarlegt en þó með svo stórum vanköntum. Fegurðin er fyrst og fremst fólgin í starfseminni. Útlitið er ekk- ert. Bara nokkrir fletir sem settir eru saman á skakk og skjön. Ópersónulegt og kalt. Snýr öfugt. Minnir mig á býflugnabú. Diskó-sjóið er algjört prump. Það teiknar enginn Hörpu- na í Pictionary til að tákna Reykjavík.“ 2–6 Lækjartorgsbygging SVR Arkitekt: Bjarni Marteinsson n „Afspyrnu ljótur klumpur sem er eins og kýr þarna innan um aðrar fallegar byggingar, ekki hjálpar til að hafa það svart og drungalegt og því enn síður að hýsa þar háspennu.“ n „Þótt miklar endurbætur hafi verið gerðar á þessu húsi og toppurinn á því orðinn alveg ágætur, minnkar útlit hússins lífsviljann – það er svo ljótt. Það er fyrirbæri. Það er áminning um að stundum er betra að snúa frá því sem gert hefur verið og byrja upp á nýtt.“ 8–18 Norræna húsið Arkitekt: Alvar Aalto n „Tímalaus hönnun af bestu gerð. Alvar Aalto alltaf klassískur.“ 8–18 Sundhöll Reykjavíkur Arkitekt: Guðjón Samúelsson n „Eitt aðal kennileiti Reykja- víkurborgar, stórbrotin bygging, klassísk hönnun að innan og utan.“ 8–18 Ægissíða 80 Arkitekt: Sigvaldi Thordarson n „Hreint ótrúlega fallegt hús. Litirnir og formið er ein- kennandi fyrir hans stíl og innanhússhönnunin er einnig stórkostleg. Húsið er byggt 1959, en Húsafriðunarnefnd friðaði það hús 1999. Þá var það aðeins rétt 40 ára gam- alt – bara sú staðreynd segir allt sem segja þarf.“ 8–18 Lönguhlíðarblokkin Arkitekt: Einar Sveinsson n „Hefur elst einstaklega vel og er enn með fallegri og vinalegri fjölbýlishúsum bæjarins. Byggingin nýtur sín vel í umhverfinu og er látlaus þrátt fyrir sterk karaktereinkenni – skásett útskot í bland við bogaform og glugga sem setja svip á húsið. Valmaþakið rammar svo húsið inn.“ 8–18 Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg Arkitekt: Einar Sveinsson n „Eftirminnileg bygging þar sem brúin setur sterkan svip á húsið og umhverfi þess.“ 8–18 Íslenski torfbærinn Arkitekt: Hinn íslenski alþýðumaður og bóndi n „Af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða segir allt um þessa húsagerð. Merkilegasta framlag okkar til alheims byggingalistasögunnar. Þetta er þó sú byggingararfleið sem við lengst af skömm- uðumst okkar fyrir og eyddum nær af yfirborði jarðar hérlendis.“ 8–18 Bakkaflöt 1 Arkitekt: Högna Sigurðardóttir n „Einbýlishús hannað 1963. Fangar kjarnann í íslenskri byggingarhefð í nútímanum. Skynsamlegt hús að stærð og umfangi hið ytra sem innra. Innhússskipulag ótrúlega sveigjanlegt. Kosið eitt ef hundrað merkilegustu einbýlishúsum s.l. aldar (á heimsvísu).“ 8–18 Nýbygging Hæstaréttar Arkitekt: StudioGrandi n „Skynsamlegt hús að stærð og umfangi. Efnisval utanhúss minnir á eldri byggingar og stofnanir í samræmi við aðliggjandi umhverfi en er samtímis nútímalegt. Gefur húsinu fágað yfirbragð og reisn í samræmi við hlutverkið. Ákaflega vel heppnuð innanhússhönnun – spennandi og nútíma- leg, en samtímis virðuleg í takt við starfsemina.“ 8–18 Melaskóli Arkitekt: Einar Sveinsson n „Falleg bygging að innan sem utan, enda eru þar inni listaverk eftir Ásmund Sveins- son og Barböru Árnason. Það eru forréttindi fyrir nemendur Melaskóla að hljóta menntun í svo fagurri byggingu og ekki síður að læra að umgangast ómetanleg listaverk í daglegu amstri.“ 8–18 Nýja Blönduósskirkjan Arkitekt: Dr. Maggi Jónsson n „Kirkja byggð 1993, fær mann til að trúa á nýjunga- girni, vekur forvitni og viðheldur víðsýni og það ýtir undir þessa tilfinningu að hún stendur við þjóðveginn á Blönduósi.“ 8–18 Verkamannabústaðirnir Hringbraut Arkitekt: Guðjón Samúelsson n „Ekki bara falleg hús, heldur er nýting lóðarinnar til fyrirmyndar. Gert ráð fyrir fólki í inngarði en ekki bílum á bílastæðum.“ Ljótustu byggingarnar 7–10 Vídalínskirkja Arkitekt: Skúli Norðdahl n „Samsett bygging sem einkennist af form- og stílleysi. Kirkjurýmið sjálft er ákaflega „vont“ rými.“ 7–10 IKEA í Garðabæ Arkitekt: IKEA og Arkís n „Yfirgengilegt í bæjar- myndinni. Misskilinn áhrifa- máttur lita og lógóa. Hér hefði lát- leysi og uppbrot stærða, funksjóna og efna gagnast öllum. Sérstaklega þeim sem neyðast til að horfa á þetta gul/bláa ferlíki.“ 7–10 Hallgrímskirkja Arkitekt: Guðjón Samúelsson n „Grá og hörð og allt of stór og klossuð fyrir umhverfi sitt.“ 7–10 Grand hótel Arkitekt: Gunnar Hansson/ Guðjón Magnússon n „„Plein“ ósmekklegt í alla staði.“ 1 Turninn Arkitekt: Arkís n „Alltof stór og athyglisfrek bygging.“ n „Vond hlutföll. Sökkulbyggingin hlýtur að vera einhver misskiln- ingur. Umhverfi, akstursleiðir, bílastæði og rampar umhverfis húsið hjálpa því alls ekki. Ekki samanburðarhæfur við Turninn á Höfðatorgi.“ n „Fáránleg hugmynd að byggja turn ofan í dal.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.