Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 25.–27. febrúar 201436 Fólk Brotnaði saman Bandaríska leikkonan Amy Adams brotnaði saman í sjónvarpsviðtali á dögunum vegna andláts Philips Seymours Hoffman. Adams var í viðtali í sjónvarpsþættinum Inside the Actors Studio og þegar talið barst að hinum nýlátna Hoffman réð hún ekki við sig. „Hann var fallegur. Hann er fal- legur andi og hann hafði þennan einstaka hæfileika til að sjá fólk, til að virkilega sjá það – ekki horfa í gegnum það. Hann bara virkilega sá fólk. Og hans verður saknað,“ sagði Adams, eftir að hafa þerrað tárin. Adams og Hoffman léku saman í þremur kvikmyndum: Charlie Wilson‘s War, Doubt og The Mast- er og var leikkonan ein þeirra fjöl- mörgu stjarna sem mættu í lokaða útför leikarans í New York í byrjun febrúar. B andaríski leikarinn Josh Duhamel greindi frá því á dögunum hvernig fyrstu kynni hans og eiginkonu hans, söngkonunnar Fergie, voru. Hjónin kynntust árið 2004 við tök- ur á sjónvarpsþættinum Las Vegas, þegar Black Eyed Peas kom fram í einum þáttanna, en það fyrsta sem Duhamel sagði við tilvonandi eigin konu sína var einfaldlega: „Þú ert heit.“ „Það er því miður satt,“ sagði Duhamel í viðtali við sjónvarps- stöðina E! í vikunni er hann var spurður út í atvikið. „Það hljómar væmið þegar þú segir það, en ég held að hún hafi vitað að ég var eiginlega að segja það í gríni vegna þess að hún vissi þegar að ég var dálítið skotinn í henni þegar hún var þarna og þetta var nokkurn veginn leið til að segja eitthvað sem hún vissi þá þegar,“ útskýrði leikarinn enn fremur. „Svo fyrir alla mennina þarna úti, það eina sem þið þurfið að gera er að segja þeim að þær séu heitar og þær verða ykkar að eilífu,“ sagði hann svo í gríni. Duhamel og Fergie hafa verið saman í tæp tíu ár en þau giftu sig árið 2009 og í ágúst síðastliðn- um eignuðust þau soninn Axl Jack Duhamel. n „Þú ert heit“ voru fyrstu orð Duhamels Leikarinn segir frá fyrstu kynnum hans og Fergie Avatar-stjarna handtekin Bandaríski leikarinn Sam Worthington var handtekinn á dögunum eftir að hafa lent í úti- stöðum við paparazzi- ljósmyndara. Worthington, sem er best þekktur fyr- ir hlutverk sitt sem Jake Sully í Avatar, kýldi ljós- myndarann Sheng Li fyrir utan mexíkóskan skyndibitastað í New York eftir að Li hafði sparkað í sköflunginn á kærustu leikarans, Löru Bingle. Nokkuð sá á báðum mönnum eftir átökin og í kjölfar- ið var Worthington handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás. Ljós- myndarinn slapp þó heldur ekki með skrekkinn því hann var einnig ákærður fyrir vítavert gáleysi, lík- amsárás og áreitni. Worthington var síðar sleppt úr haldi gegn tryggingu en málið fer fyrir dóm- stóla á næstunni. Reynir að hjálpa Gucci Mane Fangi sem situr inni í Suður-Karó- línu hefur útbúið lagagögn til að reyna að koma bandaríska rappar- anum Gucci Mane úr fang- elsi. Fanginn heitir Jerry Lewis Dedrick og er 51 árs gamall. Hann afplánar dóm í Williams- burg og hef- ur tekið upp á því hjá sjálfum sér, án afskipta Gucci, að taka saman málsgögn sem hann telur kunna að greiða fyrir leið rapparans úr fang- elsi. Þar eð Dedrick er ekki lögmað- ur Gucci – og ekki löglærður held- ur – hefur hann ekki heimild til að höfða mál fyrir hans hönd. Í stað- inn hefur hann því komið gögnun- um til lögmanns rapparans í þeirri von að hann muni aðhafast í mál- inu. Gucci hefur meira og minna setið í fangelsi síðastliðinn áratug en í september í fyrra var hann handtekinn og síðar dæmdur fyr- ir byssueign auk þess sem í fórum hans fundust ólögleg fíkniefni. Ástfangin Fergie og Duhamel hafa verið saman í ein tíu ár. Þ að er séns að ég hefði get- að gert hlutina öðruvísi. Ég veit það. Ef ég móðgaði ein- hvern meðan á þessu stóð, þá biðst ég afsökunar. En lausnin fyrir mig núna er: Ég hef lif- að við þetta í þrjátíu ár, ég hef feng- ið nóg.“ Þetta skrifar bandaríski leikar- inn Alec Baldwin í nýjasta tölublað tímaritsins New York. Hann hefur fengið sig fullsaddan af bandarísk- um fjölmiðlum og því glanslífi sem fylgir frægðinni og hyggst nú segja skilið við líf sem opinber persóna. Hatar fjölmiðla Baldwin skrifaði langan pistil í nýjasta tölublað tímaritsins New York þar sem hann fjallar opinskátt um líf sitt og reynslu sína af glans- lífi Hollywood. Pistillinn er rúm- lega fimm þúsund orð og ber heitið „Ég gefst upp“. Í henni vísar leikar- inn meðal annars þeim ásökunum á bug að hann sé haldinn hómófóbíu auk þess sem hann skrifar um áform sín um að flytja frá New York til Kali- forníu. Þá segist hann hafa fengið sig fullsaddan af því að vera opinber persóna og segist fyrirlíta banda- ríska fjölmiðla. „Núna hata ég og fyrirlít fjölmiðla á hátt sem ég taldi ekki mögulegan,“ skrifar Baldwin meðal annars. „Ég geri mér grein fyrir því að það er kaldhæðnislegt að ég sé að fjalla um þetta í fjölmiðlum, en þetta er í síðasta sinn sem ég mun nokkurn tímann tala um einkalíf mitt í bandarísku riti.“ Erfitt ár Baldwin segir árið 2013 hafa verið gott ár vegna þess að hann og kon- an hans eignuðust barn, en að allt annað sem gerðist á árinu hafi hins vegar verið frekar skelfilegt. „Ég er bitur, í vörn og fyllri mannfyrirlitningu en ég vil viður- kenna. Og ég er að reyna að skilja hvað gerðist, hvernig orðaskak á götunni, þar sem ég var ásakaður – ranglega – um að nota móðg- andi orð um samkynhneigða, gæti hafa haft þessa keðjuverkun,“ skrif- ar hann. „Það hafa orðið umskipti í mínu lífi. Og það hefur valdið því að ég stíg til baka og segi „Þetta er að ger- ast af ástæðu“.“ Ekki haldinn hómófóbíu Baldwin segist ekki hafa átta sjö dagana sæla eftir að hann var sak- aður um að vera haldinn fordómum í garð samkynhneigðra og vísar öll- um slíkum ásökunum á bug. „Er ég haldinn fordómum í garð samkynhneigðra? Sjáið til, ég vinn í skemmtanaiðnaðinum. Ég er um- kringdur samkynhneigðu fólki, sem samstarfsfélögum og sem vin- um. […] Ég er alls ekki hómófóbísk manneskja. En það er svona sem heimurinn sér mig núna.“ Baldwin hyggst nú hefja nýtt líf í Los Angeles, eftir að hafa búið í New York í ein 34 ár, og vill einbeita sér að því að vera leikari og fjölskyldufaðir. „Nú vil ég ekki lengur vera Herra Skemmtanabransi. Ég vil það sama og allir aðrir vilja. Ég vil hamingju- samt heimili og í fyrsta skipti á full- orðinsárum mínum á ég það. Ég elska konuna mína meira en nokk- uð annað í heiminum og ég elska barnið mitt meira en nokkuð annað í heiminum og ég vil ekki breyta því á neinn hátt.“ n „Ég gefst upp“ n Alec Baldwin segir skilið við stjörnulífið n Fordæmir ekki samkynhneigða New York Baldwin skrif- aði langan pistil í nýjasta tölublað New York. Alec Baldwin Baldwin segist vilja það sama og allir vilja; hamingjusamt fjölskyldulíf. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.