Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 25.–27. febrúar 201430 Sport
Góðir möguleikar á
öðru sæti riðilsins
n Dregið í riðla fyrir EM n Hörð barátta milli Íslands, Tyrklands og Tékklands
E
rfiðir leikir bíða Íslands í riðla-
keppninni fyrir Evrópumótið
í knattspyrnu karla sem fram
fer í Frakklandi 2016. Dreg-
ið var í riðla á sunnudag og
dróst Ísland í A-riðil ásamt Hollandi,
Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og
Kasakstan. Ísland var í 5. styrkleika-
flokki og því var viðbúið að það gæti
lent í erfiðum riðli. Tvö efstu lið riðl-
anna fara beint á EM, en liðin átta
sem lenda í 3. sæti fara í umspil. DV
fékk Kristján Guðmundsson, þjálfara
Keflavíkur, til að spá í spilin og meta
möguleika Íslands í riðlinum.
Fín uppröðun á leikjum
„Mér finnst þetta mjög spennandi
riðill. Það er mikilvægt hvernig
leikirnir raðast upp, hvenær þú átt
heimaleikina og hvenær þú átt úti-
leikina. Mér sýnist þetta raðast
nokkuð vel fyrir okkur fyrir utan síð-
ustu tvo leikina,“ segir Kristján en
Ísland byrjar riðilinn heima gegn
Tyrklandi þann 9. september næst-
komandi. Í október fara næstu tveir
leikirnir fram, úti gegn Lettlandi
10. október áður en Hollendingar
koma í heimsókn 13. október. Næst-
síðasti leikur Íslands í riðlinum er
heimaleikur gegn Lettlandi þann 10.
október 2015 áður en við heimsækj-
um Tyrki þann 13. október. Kristján
telur að það verði erfitt að fara til
Tyrklands í lokaleiknum. „Við þurf-
um að vera búnir að tryggja okkur
gott sæti í riðlinum fyrir þennan síð-
asta leik.“
Jöfn og spennandi barátta
Kristján segir að Ísland eigi fína
möguleika á að ná 2. sætinu í riðlin-
um, en telur að efsta sætið verði frá-
tekið fyrir Hollendinga sem líklega
eru með langsterkasta liðið í riðlin-
um. „Þetta verður væntanlega mjög
spennandi. Tékkland hefur aðeins
verið að gefa eftir eins og Tyrkland og
Lettland. Á sama tíma hafa Kasakar
verið að gefa í. Hollendingar vinna
riðilinn, en ef við erum skynsamir og
náum góðum úrslitum á heimavelli
þá verður þetta mjög spennandi. Ef
við ætlum okkur áfram þurfum við
að vinna báða leikina gegn Lettum,
en síðan verður mjög gaman að eiga
við Tékkana og Tyrkina þar sem ég
tel að við eigum möguleika á að ná
í stig,“ segir Kristján sem telur mikil-
vægt að vinna fyrsta leik riðilsins
gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli. „Úr-
slitin í þeim leik munu væntanlega
segja mikið til um hvað gerist í riðlin-
um. Ég tel okkur eiga fína möguleika
á að ná 2. sætinu, en þetta verður
tæpt þar sem stigin munu væntan-
lega dreifast vel á milli Íslands, Tékk-
lands og Tyrklands.“ n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Þetta verða andstæðingar Íslands
Kasakar og Íslendingar eru einu liðin sem ekki hafa komist á EM
Holland
Stjóri: Louis van Gaal
Fyrirliði: Robin van Persie
Sæti á heimslista: 10
Lykilmenn: Robin van Persie, Arjen
Robben
Besti árangur á EM: Sigur 1988
n Hollendingar hafa verið fastagestir
á stórmótum um langt skeið og fæstir
búast við því að það muni breytast
eftir dráttinn á sunnudag. Hollendingar
rúlluðu upp undanriðlunum fyrir HM í
sumar; liðið vann 9 leiki af 10 og gerði
aðeins eitt jafntefli. Í leikjunum 10
skoraði liðið 34 mörk en fékk aðeins
5 á sig. Hollendingar fóru sneypuför á
EM í Póllandi og Úkraínu 2012 þar sem
liðið lék í B-riðli ásamt Þjóðverjum,
Portúgölum og Dönum. Það er skemmst
frá því að segja að Hollendingar enduðu
á botni riðilsins, án stiga. Ákveðin
kynslóðaskipti eru að verða í hollenska
liðinu en í hópnum eru margir ungir og
upprennandi leikmenn.
Tékkland
Stjóri: Pavel Vrba
Fyrirliði: Tomas Rosicky
Sæti á heimslista: 31
Lykilmenn: Petr Cech, Tomas Rosicky
Besti árangur á EM: 2. sæti 1996
n Tékkar hafa verið meðal sterkustu
knattspyrnuþjóða Evrópu undanfarin ár
þótt þeir hafi aldrei náð sömu hæðum
og þeir gerðu á sína fyrsta stórmóti,
EM 1996, þegar þeir enduðu í 2. sæti.
Tékkar enduðu í 3. sæti í sínum riðli í
undankeppni HM í Brasilíu sem fram
fer í sumar og sátu því eftir með sárt
ennið. Tékkar stóðu sig vel á EM 2012
þegar þeir unnu A-riðil, en þar léku þeir
gegn Grikkjum, Rússum og Pólverjum.
Í 16-liða úrslitum keppninnar töpuðu
þeir naumlega fyrir Portúgal, 1–0. Fjöl-
margir sterkir leikmenn eru í tékkneska
liðinu, en líkt og hjá Hollendingum
eru kynslóðaskipti að verða í liðinu og
er hópurinn samsettur af tiltölulega
ungum leikmönnum.
Tyrkland
Stjóri: Fatih Terim
Fyrirliði: Arda Turan
Sæti á heimslista: 42
Lykilmenn: Arda Turan, Burak Yilmaz
Besti árangur á EM: 3. sæti 2008
n Tyrkir hafa mátt muna sinn fífil
fegurri í alþjóðaknattspyrnunni. Árið
2008 varð liðið í 3. sæti á EM og í
kjölfarið skaust liðið upp í 10. sæti á
styrkleikalista FIFA. Liðið komst ekki
á Evrópumótið 2004 og ekki heldur á
Evrópumótið 2012. Þá hefur Tyrkjum
mistekist að komast á síðustu þrjár
heimsmeistarakeppnir; í Þýskalandi
2006, Suður-Afríku 2010 og til Brasilíu
í sumar. Í undankeppninni fyrir HM í
Brasilíu urðu Tyrkir í 4. sæti D-riðils, en
voru þó í harðri keppni um sæti í umspili
við Rúmeníu og Ungverjaland allt til
loka riðlakeppninnar. Tyrkneska liðið er
reynslumikið, en langflestir leikmenn
spila í heimalandinu. Fjórir leikmenn úr
hópnum spila með þýskum liðum.
Lettland
Stjóri: Marian Pahars
Fyrirliði: Kaspars Gorkss
Sæti á heimslista: 111
Lykilmenn: Kaspars Gorkss, Artjoms
Rudnevs
Besti árangur á EM: Riðlakeppni EM
2004
n Lettar munu seint teljast til stórþjóða
á sviði knattspyrnunnar en þeir hafa
þó náð eftirtektarverðum árangri þrátt
fyrir það. Liðið komst á EM, þvert á
allar spár, árið 2004 þar sem meðal
annars náðist markalaust jafntefli við
Þýskaland í riðlakeppninni. Tap gegn
Tékkum og Hollendingum gerði það að
verkum að liðið sat eftir í sínum riðli.
Hvorki fyrr né síðar hafa Lettar komist
á stórmót í knattspyrnu og ávallt verið
töluvert frá því. Í undankeppninni fyrir
HM í Brasilíu endaði liðið í næst neðsta
G-riðils þar sem liðið fékk 8 stig úr 10
leikjum. Litháar, erkifjendur Letta, urðu
meðal annars fyrir ofan þá.
Kasakstan
Stjóri: Yuro Krasnozhan
Fyrirliði: Kairat Nurdauletov
Sæti á heimslista: 128
Lykilmenn: Nurbol Zhumaskaliyev,
Kairat Nurdauletov
Besti árangur á EM: Aldrei komist
n Kasakar eru með lakasta liðið í okkar
riðli en þó erfiðir heim að sækja. Liðið
varð meðlimur í knattspyrnusambandi
Evrópu, UEFA, árið 2002 og fyrsta
undankeppni Kasaka fyrir EM var árið
2008, en þá komst liðið ekki áfram. Í
undankeppninni fyrir HM í Brasilíu lék
liðið í C-riðli ásamt Þjóðverjum, Svíum,
Austurríkismönnum, Írum og Færeying-
um. Kasakar fengu 5 stig úr riðlinum;
fjögur komu gegn Færeyingum en það
fimmta gegn Austurríki á heimavelli.
Liðið tapaði 1–0 heima fyrir Svíþjóð
og 2–1 fyrir Írum. Langflestir leikmenn
liðsins spila með liðum í Kasakstan.
Strembinn riðill
Íslenska liðið þarf að
leika vel til að tryggja sér
farseðilinn til Frakklands.
Leikir Íslands í A-riðli
Byrjum og endum gegn Tyrkjum
9. sept. 2014
Ísland - Tyrkland
10. okt. 2014
Lettland - Ísland
13. okt. 2014
Ísland - Holland
16. nóv. 2014
Tékkland - Ísland
28. mars 2015
Kasakstan - Ísland
12. júní 2015
Ísland - Tékkland
3. sept. 2015
Holland - Ísland
6. sept. 2015
Ísland - Kasakstan
10. okt. 2015
Ísland - Lettland
13. okt. 2015
Tyrkland - Ísland