Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Fréttir 3 fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri T veir fyrrverandi starfs- menn Skógræktar Kópavogs segja farir sínar ekki slétt- ar af Braga Michaelssyni, formanni skógræktarinn- ar. Tveir þeirra fullyrða, í samtölum við DV, að þeir hafi verið látnir vinna verk í görðum fjölskyldu hans og vina. Auk þess voru þeir látnir vinna við byggingarframkvæmdir í Guð- mundarlundi sem þeir segja að hafi ekki verið í vinnulýsingu þeirra. Starfsmennirnir segja auk þess að Bragi hafi haldið illa utan um tíma þeirra og því hafi það gerst að þeir hafi ekki fengið kaup fyrir unna vinnu. DV hefur fjallað um mál Braga Michaelssonar og Skógræktar Kópa- vogs á undanförnum vikum. Bragi er sagður hafa tæplega eina og hálfa milljón í laun fyrir störf sín fyr- ir skógræktina. Eins og DV hefur greint frá hafa komið fram ásakan- ir um óráðsíu, sem er sögð vera við byggingarframkvæmdir á frístunda- húsi skógræktarinnar í Guðmundar- lundi. Bragi vísar, í samtali við DV, ásökunum á bug og segir að umræða seinustu vikna um skógræktina eigi sér rót í pólitískum árásum á Sjálf- stæðisflokkinn. Segir ekkert gottum hann að segja „Ég var að vinna þarna í einhverja sex, sjö mánuði og ég hef ekkert gott um hann að segja. Hann sagði alltaf við okkur strákana að hann fengi ekkert borgað. Hann sagði að hann væri í sjálfboðavinnu, fengi ekkert borgað og að hann væri að gera þetta fyrir okkur,“ segir Hugi Hraunfjörð Ómarsson, fyrrverandi starfsmaður Skógræktar Kópavogs, í samtali við DV. Daníel Ingvar Brynjólfsson starf- aði undir Braga á vegum skógræktar- innar síðustu tvö sumur. Hann tekur í sama streng og Hugi. „Hann sagði alltaf við okkur að hann væri ekki búinn að fá laun í langan tíma,“ segir hann í samtali við DV. Starfsmennirnir segja að Bragi hafi átt að halda utan um tíma þeirra en Kópavogsbær hafi svo borgað þeim laun. Þeir segja að það hafi gerst að þeir hafi ekki fengið full laun þrátt fyrir að hafa unnið átta til fjögur alla virka daga. „Ekki í vinnulýsingunni“ „Svo vorum við farnir að gera hitt og þetta fyrir hann eins og að klippa trén í garði hjá mömmu hans. Það var ör- ugglega ekki í vinnulýsingunni,“ seg- ir Hugi. Daníel staðfestir þessa frá- sögn Huga. „Við fórum til einhverra vina hans og vorum að vinna fyr- ir þá,“ segir Daníel í samtali við DV. Hann bendir á að starfsmenn Skóg- ræktar Kópavogs hafi verið farnir að vinna við frístundahúsið í Guð- mundarlundi sem DV hefur fjallað um á síðastliðnum vikum. „Hann var ekki að borga neinum vinnumönn- um. Við fengum bara laun frá Kópa- vogsbæ,“ segir Daníel. Hann þver- tekur fyrir að hann muni starfa fyrir skógræktina aftur næsta sumar líkt og síðastliðin sumur. Segir ráðist á sig Bragi segir í samtali við DV að starfslýsingar þeirra Huga og Dan- íels séu rangar. „Nei, ég kann- ast ekki við það. Það hefur enginn klippt tré í garði móður minnar. Þeir aðstoðuðu mig við að grafa með fram húsinu í Guðmundarlundi, það er rétt hjá þeim. Var það bara verkamannavinna eins og þeir voru ráðnir til,“ segir Bragi. Hann vísar á bug gagnrýni þeirra hvað varð- ar laun. „Ég hef ekkert með launa- mál að gera, það er Kópavogsbær sem ræður þá,“ segir Bragi. Hann segir að uppspretta nýlegrar gagn- rýni á störf hans vera frá pólitískum andstæðingum sínum. „Ég sé alveg hvernig þetta er tilkomið. Ég veit al- veg hvaðan þetta er komið upphaf- lega. Þú verður að athuga það að þetta er bara pólitík. Það er verið að ráðast á mig af því að ég er sjálf- stæðismaður,“ segir Bragi. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Segjast hafa unnið í garði móður Braga Tveir starfsmenn skógræktarinnar segjast ekki hafa fengið greidd full laun n Tveir starfsmenn skógræktarinnar segjast ekki hafa fengið greidd full laun „Svo vorum við farnir að gera hitt og þetta fyrir hann 14. febrúar 2014 Formaður skógræktarinnar Bragi neitar ásökunum fyrrverandi starfsmanna Skógræktar Kópavogs. S igríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, sagði í viðtali við DV um helgina að þegar hún var að skrifa um fjölmiðlafrumvarpið hefði hún heyrt rógburð um sig, sem hún rakti til Hannesar Hólmsteins: „Á þessum tíma heyrði ég með- al annars sögu sem kom frá Hannesi Hólmsteini um að ég væri í ástarsambandi við Sigurð G. Guðjónsson sem var þá forstjóri Norðurljósa,“ sagði Sigríður og bætti því við að hún hefði aldrei hitt Sigurð. Ekki hefur náðst í Hannes vegna þessara ummæla, en hann bar af sér sakir í pistli sem hann skrifaði og birti á bloggsvæði sínu á Pressunni: „Ég kem hér alveg af fjöllum. Ég kannast ekki við þetta. Ég hef engan áhuga á ástamálum Sigríðar þessarar Daggar og því síður á sambandi eða sam- bandsleysi hennar við Sigurð G. Guðjónsson. Ég hef aldrei sagt þessa sögu og vissi ekki af henni,“ sagði Hannes. Hann velti upp þeirri spurningu af hverju Sigríður Dögg drægi hann inn í kjaftasögur um sig: „Ég þekki ekki þessa konu og hef aldrei hitt hana, svo að ég muni eftir, þótt ég hefði spurnir af henni, heldur misjafnar, þegar hún var blaðamaður á Frétta- blaðinu á sínum tíma.“ n ingibjorg@dv.is „Ég kannast ekki við þetta“ Hannes svarar Sigríði Dögg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.