Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 25.–27. febrúar 201428 Lífsstíll Egg Ef þú vilt eitthvað heitt og gott í magann en samt halda þig við holla fæðu þá eru egg málið daginn eftir mikla drykkju, hvort sem þau eru hrærð, spæld eða soðin. Egg eru auðmeltanleg og fara vel í maga, en þau eru afar próteinrík og holl. Til að útbúa almennilegan þynnkumat getur verið gott að steikja grænmeti á borð við lauk, kartöflur og papriku og hafa með eggjunum. Eins er sniðugt að bera þau fram með salati. Kókosvatn Margir nota kókosvatn við þynnku enda bætir það upp fyrir vökvatap og er auk þess ríkt af kalíni. Kókosvatn er líka bragðgott og því góður kostur fyrir þá sem eiga erfitt með að drekka vatn þegar þynnkan bankar upp á. Ávaxta- safi Glas af ávaxtasafa er góð byrjun á þynnku- degi. Ávextir innihalda frúktósa sem gefa líkamanum orku auk þess að vera ríkir af vítamínum og því tilvalinn hluti af þynnkumáltíð hvers manns. Bananar Bananar eru góðir við þynnku og sérstaklega ef þú hefur kastað upp því þeir fara vel í maga. Þeir eru næringarríkir, mettandi og auk þess ríkir af kalíni sem lætur þér líða betur á stuttum tíma. Grænt te Grænt te er með því hollara sem þú getur innbyrt. Það er fullt af andoxunarefnum og hjálpar auk þess við að vernda lifrina gegn áfengi. Ef þú finnur fyrir ógleði má til dæmis setja rósmarín eða lofnarblóm (e. lavender) út í teið, en það hefur róandi áhrif á magann. Endurlífgandi þynnkumatur Flesta langar í fátt annað en óhollustu daginn eftir mikla drykkju. Þegar þynnkan bankar upp á er því ekki óalgengt að píts- ur, hamborgarar og franskar verði fyrir valinu en fyrir þá sem kjósa þynnkumat í hollara lagi er þó ýmislegt í boði. B andaríska leikkonan Jessica Biel tilkynnti á dögunum að hún ætli að opna bakarí fyr- ir börn. „Það verður staður þar sem A- lista fólki mun finnast þægilegt að koma með börnin sín til að borða og taka þátt í eldamennsku,“ sagði Biel um bakaríið í viðtali á dögunum. Hún hefur undanfarið ár verið dug- leg að prófa sig áfram í eldhúsinu og finna uppskriftir fyrir hið vænt- anlega bakarí. Biel hefur svo skrifað um ævintýri sín í eldhúsinu á Twitt- er-síðu sína og birt myndir af ár- angrinum. Auk þess hefur hún verið iðin við að birta myndir af því góð- gæti sem verður á boðstólum í bak- aríinu sem mun heita Au Fudge og verður í Santa Monica í Kaliforníu. Bakaríið er nú í undirbúningi og enn sem komið er á eftir að innrétta húsnæðið og útvega tilskilin leyfi fyrir starfseminni. Biel verður þó ekki ein í verk- efninu því stílistinn hennar, Estee Stanley, mun reka með henni bak- aríið. Hún sagði frá hugmynd sinni um Au Fudge í fyrrasumar er hún var í viðtali hjá spjallþáttakónginum Jay Leno. Þá sagðist hún hafa mik- inn áhuga á að opna sitt eigið bak- arí, þrátt fyrir að vera ekki sérlega góður bakari enn. n Jessica Biel opnar bakarí Prófar sig áfram í eldhúsinu Góðgæti Biel er iðin við að birta myndir af góðgæti sem hún bakar. Ekki góður bakari Biel hefur verið að prófa sig áfram í eldhúsinu undanfarið ár. „Þetta er ekkert munkafæði“ n Gaf út bók um 30 daga hreint fæði n Matarplan, æfingakerfi og uppskriftir Þ ú ert ekkert að einbeita þér að neinu dufti eða töflum og hvorki að vigta ofan í þig matinn né telja kaloríur,“ seg- ir Davíð Kristinsson, einka-, næringar- og lífsstílsþjálfari. Davíð er höfundur bókarinnar 30 dagar - leið til betri lífsstíls, þar sem hann gefur upp mismunandi matarplön, upp- skriftir og æfingakerfi fyrir fólk sem vill öðlast betri lífsstíl. Einfaldar og hollar uppskriftir „Bókin er dálítið eins og einkaþjálf- ari í einni bók. Þú ert með 90 daga matseðil af hreinu fæði, 150 upp- skriftir og fimm mánaða æfinga- kerfi. Svo er einnig umfjöllun um svefn, streitu, æfingar og annað lífs- stílstengt þannig að bókin ætti að geta verið gott start fyrir suma og gott framhald fyrir aðra líka,“ segir Davíð, spurður um efni bókarinnar. Í henni er lögð áhersla á að borða hollan og góðan mat. „Hreint og óunnið fæði er fæði sem ekki er búið að eiga við og er eins nálægt náttúrunni og hægt er. Allar uppskriftirnar í bókinni eru eldaðar frá grunni en eru einfaldar. Það eru fá hráefni í hverri uppskrift og megn- ið af því er eitthvað sem flestir eiga í skápunum hjá sér.“ Ólíkir matseðlar í boði „Þetta er það sem mínir viðskipta- vinir hafa verið að biðja um síðustu ár. Fólk vill fá hugmyndir að mat og fleiri uppskriftir sem henta þeim og eru einfaldar,“ segir Davíð. „Það eru þrír mismunandi matseðlar í bókinni sem eru á mis- jöfnu erfiðleikastigi. Það er þrjátíu daga hreint fæði sem margir fara í, en ef það er of erfitt fyrir fólk þá get- ur það farið í framhaldsmatseðilinn þar sem það byrjar með allt inni og vinnur sig svo aftur á bak. Svo er fitu- brennslumatseðill, en hann er erf- iðari að því leyti að hann inniheldur minna af rótargrænmeti og ávöxtum.“ Þrjú æfingakerfi „Það eru þrjár tegundir af æfinga- kerfum í bókinni og það er allt kennt í stigum. Það er grunnæfingakerfi, fitubrennslukerfi og styrktarkerfi,“ segir Davíð, spurður út í æfingakerf- ið sem gefið er í bókinni. „Þó að ég segi að þetta sé fimm mánaða prógramm þá gæti það samt alveg verið átta mánaða því fólk get- ur vel verið í sex vikur í hverju kerfi. Í bókinni eru myndir af öllum æfing- um ásamt skýringum og svo erum við núna að vinna í því að taka upp myndbönd af flestum æfingunum sem verður deilt frítt á Facebook- síðunni okkar, 30 dagar.“ Breytti um mataræði En hvað kom til að Davíð ákvað að skrifa bók? „Ég byrjaði árið 2003 því þá rakst ég svolítið á vegg sjálfur. Þá var ég orðinn yfir hundrað kíló en náði ekki að létta mig. Ég fór svo út og tók kúrs í Bandaríkjunum og kom heim með skottið á milli lapp- anna. Þá hafði ég verið greindur með bæði mjólkur- og glútenóþol og í kjölfarið tók ég sykur út úr fæð- unni hjá mér. Allt í einu hrundi ég niður í þyngd, en var samt að halda vöðvamassa og að styrkjast. Þetta var eitthvað sem ég var búinn að reyna í langan tíma, frá því að ég var í fitness og borðaði öll þessi fæðu- bótarefni sem margir fitnesskepp- endur gera í dag, en það tókst með því að fara úr mjög einhæfu og mik- ið unnu fæði yfir í það að borða hreint og fjölbreytt fæði.“ Davíð hefur starfað sem einka- þjálfari í 15 ár og horft upp á marga viðskiptavini prófa slíkt fæði með góðum árangri. „Þú ert ekkert að einbeita þér að neinu dufti eða töflum og hvorki að vigta ofan í þig matinn né telja kaloríur, heldur er þetta bara hreint og náttúrulegt fæði. Þú getur samt alveg leyft þér ýmislegt, þetta er ekkert munkafæði.“ n Lamb á teini með rauðlauk, tómöt- um og gúrkusalati Uppskrift fyrir 1–2 Innihald: n 250 gr lamba-prime, ribeye eða fille n sjávarsalt og pipar eftir smekk n 1–2 rauðir laukar n 40 gr spínat eða kálblanda (má sleppa) n 6–8 kirsuberjatómatar n ½ gúrka n 2 msk. ólífuolía Aðferð: Skerið kjötið í bita og kryddið þá. Skerið laukinn í báta og raðið þeim ásamt kjötbitum og tómötum á spjót sem legið hefur nokkrar mínútur í vatni. Skerið gúrkuna í ræmur eða bita. Bætið ólífuolíu og sjávarsalti út á eftir smekk og grillið. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Davíð Kristinsson Davíð náði góðum árangri með því að fara úr einhæfu og unnu fæði yfir í hreint og fjölbreytt fæði. MynD Auðunn níElsson „Þetta er það sem mínir viðskiptavinir hafa verið að biðja um síðustu ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.