Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 19
Skrýtið 19Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Skrýtnir siðir afreksfólks n Jafnvel þeir allra bestu eru haldnir hjátrú sem þeir fylgja í einu og öllu Ferðu ekki út fyrir hússins dyr 13. dag hvers mánaðar og þakkar þú lukkunni með því að banka þrisvar sinnum í nálægan hlut þegar þú rétt forðaðir þér frá slysi? Hafðu ekki áhyggjur, þú ert ekki einn um þetta. Jafnvel þeir allra bestu í sínum greinum þakka ekki einungis þrotlausum æfingum sinn árangur heldur einnig sérkennilegum siðum. n Alltaf sömu stuttbuxurnar Nafn: Michael Jordan Íþrótt: Körfubolti Félag: Chicago Bulls Einn besti íþróttamaður allra tíma, Michael Jordan, var með fremur einfalda hjátrú. Jordan leiddi lið sitt, Chicago Bulls, til sex meistaratitla í NBA-deildinni á glæstum ferli. Áður en hann var valinn í nýliðavalinu af Bulls spilaði hann fyrir háskólann í Norður-Karólínu. Eftir að hann gekk til liðs við Bulls hafði hann þann sið á að klæðast ávallt stuttbuxum búningi liðs Norður-Kar- ólínu-háskólans undir Chicago Bulls-stutt- buxunum. n Ekki snerta Nafn: Kevin Rhomberg Íþrótt: Hafnabolti Félag: Cleveland Indians Kevin Rhomberg var haldinn hjátrú, jafnvel áráttu, sem reyndist honum fremur erfið. Ef einhver snerti Rhomberg þurfti hann að snerta viðkomandi. Þessi árátta Rhombergs spurðist út á meðal andstæðinga hans sem nýttu sér hana sér í vil. Þeir snertu Rhomberg og hlupu síðan í burtur til þess eins að koma honum úr stöðu sinni. Einu sinni þurfti dómari að gera hlé á leik Cleveland Indians, liði Rhombergs, og New York Yankees því leikmenn Yankees neituð að hætta að snerta Rhomberg. n Happaskeggið Nafn: Björn Borg Íþrótt: Tennis Sænski tenniskappinn Björn Borg var aðeins hjátrúafullur þegar kom að Wimbledon- mótinu. Borg hafði þann sið að safna skeggi fyrir Wimbledon-mótið og klæddist ávallt sömu Fila-treyjunni. Það má segja að þessi siður hafi á einhvern hátt aukið sjálfstraust hans á þessu móti því hann vann mótið fimm sinnum í röð á árunum 1976 til 1980. n Vanaföst Nafn: Serena Williams Íþrótt: Tennis Serena Williams er ein öflugasta tenniskona söguna en hún hefur þakkað aga og vana í daglegu lífi árangur sinn. Á meðal tiktúra hennar er að mæta með sandala á tennis- völlinn og að reima skóna sína ávallt á sama máta. Hún skoppar einnig tennisboltanum fimm sinnum fyrir fyrri uppgjöf og tvisvar fyrir seinni uppgjöfina. Hún hefur einnig gengið svo langt að ganga í sömu sokkunum yfir heilt tennismót. Þegar hún hefur verið slegin úr leik á mótum hefur hún stundum kennt því um að hún fylgdi ekki þessum siðum sínum. n Óvenjulegar svefnvenjur Nafn: Jason Terry Íþrótt: Körfubolti Félag: Sacramento Kings Jason Terry er sagður haldinn mestu þráhyggj- unni í NBA-deildinni. Hann borðar kjúkling fyrir hvern leik og er í fimm pörum af sokkum á meðan hann spilar. Ein einkennilegasta hjátrú- in hans varðar þó svefnvenjur hans fyrir leiki, og munið að NBA-leikmenn þurfa sumir að spila hátt í hundrað leiki á hverri leiktíð. Terry tekur nefnilega ekki annað í mál en að sofa í stuttbuxum þess liðs sem hann á að mæta næst. Þessi árátta hefur orðið þess valdandi að hann hefur leitað í mikilli örvæntingu að stuttbuxum andstæðinga daginn fyrir leiki. n Alltaf eins Nafn: Wade Boggs Íþrótt: Hafnabolti Félag: Boston Red Sox og New York Yankees Hafnaboltaleikmaðurinn Wade Boggs var með rútínu sem hann fylgdi daglega og harðneitaði að breyta henni sama hversu mikið hún þvældist fyrir honum. Á meðal þess sem hann varð að gera var að borða kjúkling fyrir hvern leik. Hann var afskap- lega nákvæmur á tímasetningu og æfði sveifluna ávallt klukkan 05.17. Sprettina æfði hann klukkan 07.17. Þá ritað hann ávallt orðið Chai, sem á hebresku þýðir líf, í moldina þegar röðin var komin að honum að slá í leikjum. n Í hrókasamræðum við markið Nafn: Patrick Roy Íþrótt: Íshokkí Félag: Montreal Canadien Patrick Roy er talinn einn af bestu markvörðum NHL-íshokkídeildarinnar. Fyrir hvern leik með Montreal Canadien skautaði hann aftur á bak í átt að markinu sem hann átti að verja. Rétt áður en hann kom að markinu sneri hann sér við. Hann trúði því að þessi aðferð minnkaði markið. Meðan á leikjunum stóð átti hann í inni- haldsríkum samræðum við markstangirnar og þakkaði þeim fyrir ef knötturinn hafnaði á þeim. n Í gylltum þveng Nafn: Jason Giambi Íþrótt: Hafnabolti Félag: Cleveland Indians Hafnaboltakappinn Jason Giambi var versta martröð kastara þegar hann var upp á sitt besta. Hann fór þó í gegnum nokkra öldudali þegar hann var upp á sitt besta en hann hafði ákveðna lausn á slæmu gengi. Hann tók sig til og klæddi sig í gylltan þveng. Þetta virtist hafa jákvæð áhrif á kauða og voru liðsfélagar hans svo hrifnir af þessu að þeir fengu þvenginn lánaðan ef þeim gekk illa. n Drekkur eigið þvag Nafn: Lyoto Machida Íþrótt: Blandaðar bardagaíþróttir Bardagakappinn Lyoto Machida er með sið sem óhætt er að fullyrða að ekki sé allra. Þessi Brasilíubúi drekkur nefnilega eigið hland á hverjum morgni. Hann gaf það upp að hann hefði lært þetta af föður sínum en sjálfur telur Machida þvagið vera náttúrulyf sem hreinsar líkama hans. Ekki fylgir sögunni hvort hann kæli það niður eða drekki þvagið volgt. n Tannburstun milli lota Nafn: Turk Wendell Íþrótt: Hafnabolti Félag: New York Mets Turk Wendell, kastari New York Mets, var haldinn brjálæðislegri áráttu sem hann taldi verða sér til framdráttar í íþróttinni. Hann tuggði lakkrís á meðan hann kastaði í leikjum og burstaði tennurnar á milli lota. Hann gekk með hálsfesti sem skreytt var með tönnum úr villtum dýrum sem hann hafði drepið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.