Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Hringurinn þrengist n Sárafáir höfðu aðgang að minnisblaðinu n Nokkrir þeirra kölluðu eftir óháðri rannsókn M innisblað innanríkis­ ráðuneytisins um hælis­ leitandann Tony Omos er til á málaskrá ráðuneyt­ isins og var útbúið að beiðni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og aðstoðar­ manna hennar þann 19. nóvember. Skjalið var afhent fjölmiðlum sama dag, en ekki skráð á málaskrá fyrr en nokkru síðar samkvæmt heimildum DV. Þannig höfðu aðeins örfáir að­ gang að skjalinu þegar því var lekið: starfsmennirnir sem útbjuggu það, Hanna Birna Kristjánsdóttir innan­ ríkisráðherra og aðstoðarmenn ráð­ herra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Um óform­ legt vinnuskjal var að ræða sem engar undirstofnanir höfðu aðgang að. Eftir því sem DV kemst næst var minnisblaðið útbúið á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu. Heimildar­ menn DV innan ráðuneytisins stað­ festa að starfsmenn af þeirri skrif­ stofu hafi krafist þess að gerð yrði óháð og ítarleg rannsókn á lekanum um leið og fréttir Mbl.is og Frétta­ blaðsins birtust þann 20. nóvem­ ber. Hins vegar hafi Hanna Birna, og aðstoðarmenn hennar, ekki orðið við þeirri kröfu. Lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu rannsakar nú mál­ ið og nýtur liðsinnis sérstaks sak­ sóknara sem kemur að tæknilegri hlið rannsóknarinnar. Eins og fram hefur komið eru ráðuneytisstarfs­ menn og fjölmiðlamenn á með­ al þeirra sem kallaðir hafa verið í skýrslu töku. Villt um fyrir fjölmiðlum Minnisblaðið sem skráð er á mála­ skrá ráðuneytisins er að efni og inni­ haldi sambærilegt við það minnis­ blað sem sent var á fjölmiðla og DV hefur undir höndum. Munurinn er þó sá að aukasetningu hefur verið skeytt aftast í minnisblaðið sem fór á fjölmiðla. Þar er eftirfarandi full­ yrðing sögð tilheyra rökstuðningi innanríkisráðuneytisins: „Ekki liggur ljóst fyrir hver er barnsfaðir hennar, en rannsóknargögn gefa til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja að TO [Tony Omos, innsk.blm.] sé faðir­ inn þó svo að hann eigi nú í samandi við íslenska stúlku.“ Athygli vekur að ekkert er minnst á þennan meinta þrýsting í úrskurði innanríkisráðuneytisins. Þá kemur ekkert slíkt fram í rökstuðningi ráðu­ neytisins fyrir synjun á endurupptöku úrskurðarins né heldur í því minnis­ blaði sem skráð er á málaskrá ráðu­ neytisins. Svo virðist sem fjölmiðlar hafi verið blekktir í þessu atriði. Fyrsta fréttin um málið birtist á forsíðu Fréttablaðsins þann 20. nóvember síðastliðinn. Þar var vísað í rökstuðn­ ing ráðuneytisins þar sem fram átti að koma að „rannsóknargögn gæfu til kynna“ að Tony hefði beitt barnsmóð­ ur sína þrýstingi um að segja að hún gengi með barn hans. Mbl.is birti sams konar frétt þennan morgun og vísaði einnig í rökstuðninginn. Síð­ ar sama dag birti Mbl.is ítarlegri frétt og sagði upplýsingarnar komnar úr „óformlegu minnisblaði innanríkis­ ráðuneytisins“. Þórey svarar ekki Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðar­ maður innanríkisráðherra, sagði í samtali við blaðamann DV þann 20. nóvember að minnisblaðið væri ekki til á málaskrá. Þessi fullyrðing hans er samhljóða heimildum DV innan úr ráðuneytinu sem herma að skjalið hafi ekki verið skráð formlega fyrr en nokkrum dögum síðar. Sú staðreynd að minnisblaðið er til inni á málaskrá gengur hins vegar í berhögg við fyrri yfirlýsingar Hönnu Birnu sem sagði til dæmis á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn að „… minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðl­ um og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu.“ Áður hefur verið greint frá því að Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona Hönnu Birnu, átti símtöl við frétta­ menn 365 og Mbl.is um málefni hælisleitendanna Tonys Omos og Evelyn Glory Joseph þann 19. nóv­ ember, eða sama dag og fjölmiðlar fengu það í hendur. Þórey hefur neit­ að því að hafa sent minnisblaðið til fjölmiðla en við vinnslu þessarar fréttar fengust engin svör frá henni varðandi aðkomu hennar að mál­ inu. Ráðuneytið svarar engum fyrir­ spurnum DV um lekamálið. „Innrætt ströng trúnaðarskylda“ DV hefur rætt við á annan tug ráðu­ neytisstarfsmanna á síðustu vikum. „Ég get lofað þér því að enginn embættismaður lekur svona skjali. Okkur er innrætt ótrúlega ströng trúnaðarskylda þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga. Enginn óbreyttur starfsmaður tæki svona áhættu nema það væru verulegir hagsmunir í húfi fyrir hann sjálfan,“ sagði einn af viðmælendum blaðsins sem starfar hjá ráðuneytinu. Annar benti á að allt frá upphafi hefðu starfsmenn af skrifstofu réttar­ fars og stjórnsýslu krafist þess að gerð yrði óháð rannsókn á lekanum. „Sú krafa kom upp sama dag og frétt­ ir Mbl.is og Fréttablaðsins birtust, en ráðherrann og aðstoðarmennirnir lögðust gegn því,“ sagði starfsmað­ ur sem DV ræddi við í síðustu viku. Af samtölunum mátti dæma að tals­ verðrar reiði gætti í garð ráðherra og aðstoðarmanna. Fleiri viðmælendur blaðsins sem sinnt hafa trúnaðarstörfum innan stjórnsýslunnar taka í sama streng og segja nær óhugsandi að óbreyttur embættismaður hafi tekið sig til og lekið skjalinu. „Það væri algjör­ lega andstætt starfsskyldum þeirra að senda trúnaðargögn út úr ráðu­ neytinu án vilja og samþykkis ráð­ herra eða yfirmanna,“ segir einn við­ mælenda blaðsins og bætir því við að það væri „algjör fífldirfska hjá emb­ ættismanni að láta rekja slíkt til sín.“ Leynd yfir minnisblaði Ekki fæst betur séð en að ásökun­ um um hinn meinta þrýsting Tonys gagnvart barnsmóður sinni hafi ver­ ið bætt við skjalið eftir að það barst ráðherra og aðstoðarmönnum hans og áður en það var sent á fjölmiðla. Hvorki lögmaður Tonys né lög­ maður Evelyn kannast við slíkan þrýsting og hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að ásökunin eigi sér stoð í raunveruleikanum. Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tonys, hefur kært ráðherra sem æðsta yfir­ mann ráðuneytisins til lögreglu, meðal annars fyrir ærumeiðingar og misnotkun á aðstöðu sinni. Þetta gerir lekamálið alvarlegra en ella sé litið til þess að fjölmiðlar álitu skjalið byggt á óvéfengjanlegum staðreynd­ um sem finna mætti í opinberum skjölum. Allt frá upphafi málsins hefur mikil þögn hvílt yfir því hvort minn­ isblaðið hafi yfirleitt verið til inni hjá innanríkisráðuneytinu. Þannig var beiðni lögmanna um að fá aðgang að skjalinu hafnað strax í upphafi og ekkert staðfest um tilvist skjals­ ins. Þá hefur ítrekuðum spurningum lögmanna, blaðamanna og nú síðast þingmannanna Marðar Árnasonar og Valgerðar Bjarnadóttur varðandi minnisblaðið ekki verið svarað. Hanna Birna hefur ítrekað ýjað að því að aðrar stofnanir gætu hafa haft sömu upplýsingar undir hönd­ um en eins og rakið hefur verið hér á undan standast slíkar fullyrðingar ekki skoðun. Tilhæfulaust var að bendla Rauða krossinn, lögregluna og Útlendingastofnun við lekann líkt og ráðherra gerði margsinnis. Ljóst er að minnisblaðið var útbúið í inn­ anríkisráðuneytinu og einungis ör­ fáir einstaklingar höfðu aðgang að því þegar því var lekið á fjölmiðla, þar á meðal ráðherra og aðstoðar­ menn hans. n „Það væri algjör- lega andstætt starfsskyldum þeirra að senda trúnaðargögn út úr ráðuneytinu án vilja og samþykkis ráðherra eða yfirmanna. Jón Bjarki Magnússon Jóhann Páll Jóhannsson jonbjarki@dv.is / johannp@dv.is Minnisblað ráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson létu útbúa minnisblaðið þann 19. nóvember, stuttu áður en það endaði í höndum fjölmiðla sama dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.