Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 25.–27. febrúar 201424 Neytendur U mræðan um aðbúnað dýra hefur verið hávær í þjóðfé- laginu að undanförnu og margir lýst vanþóknun á svokölluðum verksmiðju- búskap, sérstaklega í svína- og kjúklingaeldi. Blaðamaður DV hafði samband við Félag svínabænda og bað um milligöngu varðandi heim- sókn í svínabú. Svarið kom um hæl, Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum í Grímsnesi var tilbúin að taka á móti okkur Sigtryggi ljósmyndara. Guðný tekur á móti okkur á hlað- inu og gengur með okkur að frekar litlu húsi þar sem við förum inn um dyr merktar: „Aðgangur bannaður“. Fyrir innan dyrnar er lítið and- dyri og inn af því lítil hitakompa. Vegna sýkingarhættu þurfa utanað- komandi alltaf að skilja fötin sín og skóna eftir áður en farið er inn í hús- ið en í hitakompunni var stutterma- bolum og bómullarbuxum raðað í hill- ur eftir stærð. Utan yfir er svo farið í einnota hlífðargalla, bláan með rauð- um rennilás. Þá er gestum gert að setja hárnet yfir hárið, þvo sér um hendur og sótthreinsa og setja grímu fyrir vitin. Úr anddyrinu er gengið inn í her- bergi með vaski og fleiru en fyrir innan dyr heyrist í svínum. Guðný segir að til standi að jafna húsið við jörðu. „Það eru flestir komnir með þannig aðstöðu að þú kemur inn í klefa og kemst ekki inn í búið nema vera búin að hafa fataskipti og þvo þér,“ segir hún. Hinum megin við dyrnar bíða okkar skór í bala með sótthreinsi- vökva og hávaðinn í svínunum er mikill. Guðný segir lætin stafa af veru blaðamanns og ljósmyndara, svínin ókyrrist þegar ókunnugir koma í hús- ið. „Venjulega er ég ein hérna og það heyrist ekki bofs.“ Guðný er alin upp á bænum og flutti aftur í sveitina fyrir nokkrum árum og hefur tekið við rekstri bús- ins af foreldrum sínum. Búið telur um 2.200 dýr sem þótti stórt fyrir nokkrum árum en er í dag eitt af minni búunum. Í heildina eru um fimm stöðugildi við búið. Vond lykt en viðeigandi Lyktin er ekki góð. Blaðamaður er alinn upp í kaupstöðum, þorpum og bæum og hefur aldrei áður komið á svínabú. Honum finnst lyktin heldur ekki góð í fjósum og fjárhúsum, lyktin hér er ekki verri. Á um það bil klukku- tíma skoðunarferð um húsið venst hún ekki, en hún er samt viðeigandi. Húsið er lágreist og þröngar stíur til beggja handa þar sem svínin standa. Það er ekki mikið pláss fyrir þau til að hreyfa sig og engin leið að snúa við. Þetta eru minnstu básarnir á búinu og segir Guðný að reynt sé að hafa minnstu dýrin á þeim. „Þau þurfa líka að læra það fyrir gottímabilið að fara á bása,“ segir hún en þetta hús verður rifið og gylturnar settar saman í lausa- göngustíur þegar fram líður. Á búinu standa fyrir dyrum töluverðar fram- kvæmdir. Það á að rífa elstu húsin og búa betur að dýrunum. „Það var talið íslenskt kyn sem var til þegar ég var krakki. Árið 1994 fór það að breytast. Þá voru dýrin öll miklu minni. En það sem við höfum til dæmis fram yfir Norðmenn er að við höfum miklu betri fætur. Það er bara kynið. Við héldum lengi í íslenska kynið með en það gaf ekki mikið af sér þótt það sé harðgert og skemmtilegt.“ Vilja kúra í flórnum Nú byrjar blaðamaður að tapa áttum. Litla húsið sem gengið var inn í er greinilega áfast við annað. Í litlu húsi voru stíur áður en nú er búið að rífa þær. „Við settum 17 ungar gyltur saman og það voru engin slagsmál og ekki neitt en þær lentu í þvílíkum vandræðum því gólfið var svo sleipt. Þær voru allar á hausnum og slösuðu sig sumar við að fara með lappirnar í sundur,“ segir Guðný. „Við þurfum þess vegna að steypa gólfið aftur og hafa það grófara.“ Gólfið í húsinu er steypt en flór- grind er um það bil metri á breidd og liggur eftir endilöngu herberginu. Samkvæmt nýjustu reglugerðum á að hafa heilgólf að hluta í stíunum en Guðný segir dýrin sækja í að liggja á grindinni því hún sé alltaf þurr. „Dýraverndunarsinnar segja að það sé betra að liggja á heilgólfi. En þær míga og skíta á heila gólfið og liggja svo á flórnum,“ segir hún. Grannir geltir Næst er gengið inn í galtahúsið. Þeir eru stórir. Það kemur blaðamanni á óvart hvað þeir eru grannir. Einhvern veginn var staðalmyndin af feitum gelti greipt í hugann. Það kallast víst for- Svona fer um svínin n Heimsókn á svínabú í Grímsnesi n Vond lykt en viðeigandi n Bakkelsi borið í dýrin Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is „Það er ekki mikið pláss fyrir þau til að hreyfa sig og engin leið að snúa við „Þessar eru einar af þeim heppnu sem fá að vera lausar Eldri gotstíur Þarna er þrengra um gyltuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.